PEACE

þriðjudagur, apríl 22, 2008

Tapað-Fundið

Aðallega tapað samt..

Það er reimt hérna í þessu húsi, ég sver það! Pínu spes þar sem við erum þau fyrstu sem búa hérna en það hlýtur að hafa verið byggt yfir kirkjugarð eða eitthvað!

Það eru kassar týndir síðan við fluttum. Eldhúskassar. Í þeim var fullt af Rosendahl dóti sem við fengum í brúðkaupsgjöf + Bodum dót sem var líka brúðkaupsgjöf. Frábært að týna akkúrat þessum kössum :( Ég hef leitað út um allt en þeir bara finnast ekki og finnast varla úr þessu, tæpt hálft ár síðan þeir töpuðust :(

Það töpuðust einnig óléttubuxur eftir að ég flutti. Man að ég var í þeim þegar við vorum að flytja en hef ekki séð þær síðan!! Leitaði að þeim ALLA meðgönguna þar sem þetta voru flottustu buxurnar en allt kom fyrir ekki, þær eru bara horfnar. Vona að ég finni þær ekki úr þessu - það væri nú BARA svekkjandi muhaha :)

Uppáhalds gönguskórnir mínir eru týndir. Fór úr þeim þegar ég var komin ca.8 mánuði á leið og fór að finna fyrir grindinni. Hef ekki séð þá síðan og er sko búin að gera að þeim DAUÐALEIT. Það eru ekki margir staðir sem hægt er að leita á og þeir eru bara ekki hérna.

Húfa sem er hluti af setti sem ég á (trefill, vettlingar og húfa) er týnd. Hún er bara ekki hérna. Hún er turkís og brún á lit og sárt saknað ef þið hafið séð hana - man ekkert hvar ég var með hana síðast :) Mig grunar reyndar að nafna mín hafi tekið hana og látið hana hverfa... hún gerði allavega óspart grín að mér með húfuna - en mér fannst ég bara töff muhahaha :o)

Stakt par úr báðum glimmerskónum hennar Hafdísar Önju tapaðist. Einn blár og einn silfur skór. Búin að leita og leita að þeim og fann fyrir rest einn skó - það er það eina sem hefur fundist af öllu sem hefur tapast!

Er þetta eðlilegt?

Annars er bara brjálað að gera og átakið gengur ekkert... allavega ekki hjá mér!
Fór í heimsókn til Lóömmu í Vogana í gær og fékk þar kræsingar að vanda.
Vistor skvísur heimsóttu mig í dag og ég bauð upp á smá brauð og köku og át yfir mig sjálf... týpískt!
Á morgun eru Hreinsunardagar hjá Vistor, svaka stemming og stuð og ég ætla að kíkja :)
Á sumardaginn fyrsta var nú planið að kíkja eitthvað saman fjölskyldan. Sé að það er spáð rigningu - týpískt að það rigni akkúrat þá, búið að vera svo gott veður :(
Og á föstudaginn er barnahittingur hjá skvísumömmum- þeir eru nú BARA skemmtilegir sko :o)

Já fullt að hlakka til :o)

sunnudagur, apríl 20, 2008

HÓ HÓ HÓ

Jæja þá er yngri daman orðin mánaðargömul - tíminn flýgur :) Hér fyrir ofan er mynd af Hafdísi Önju til vinstri og Karítas Evu til hægri, báðar á aldrinum 2-3ja vikna. Mér finnst þær alveg eins - allavega þennan fyrsta mánuð ævinnar :o) Spennandi að sjá hvað svo verður.

Litla daman er alltaf jafn góð, þarf ekkert að hafa fyrir henni. Aðal munurinn á henni og Önjunni er sá að hún kúkar 7 sinnum á dag og það gúlpast upp úr henni eftir hverja gjöf en Hafdís Anja kúkaði 1 sinni í viku og ældi svo til aldrei. Ég geri ekki annað en að þvo gubbubleyjur og gubbusmekki og svo gubbuföt þegar smekkurinn og bleyjan ná ekki að dekka gubbuna! En það er nú minnsta málið - ekki eins og ég sé tímabundin :)

Við Gunni erum í keppni. Það okkar sem missir 5kg á undan vinnur. Ég byrjaði þessa keppni aðeins of seint.. fyrsta mánuðinn runnu meðgöngukílóin nokkuð hratt af en ég held það sé farið að hægjast ansi vel á..! Gunnar er hinsvegar í þessu af fullum krafti og nú hrynja kílóin af honum - og 4 dögum eftir að keppnin hófst lítur út fyrir að hann rústi þessu...! Ég hef þó ekki gefið upp alla von q:o)

Ég hef reynt að vera dugleg að fara út að labba, farið nokkrum sinnum með vagninn en svo stundum bara hlaupið út þegar ég er í stuði og tekið 30-45 min göngutúr um hverfið. Ég sakna Bryggjuhverfisins þegar ég geng hér um hverfið, hér svo mikið vera að byggja ennþá (finnst það leiðinlegt tímabil) en ég flutti auðvitað úr Bryggjuhverfinu þegar það var loks tilbúið! Mér fannst líka Bryggjuhverfið æðislegt hverfi, svo kósý eitthvað en þetta hverfi hefur það þó fram yfir Bryggjuhverfið að það er mikið barnvænna - og það skiptir öllu þegar maður er kominn með 2 kríli :) Gönguleiðirnar hérna eru líka æðislegar þegar maður nennir í alvöru göngutúr :) Við Rebekka erum búnar að taka einn góðan meðfram Rauðavatni og síðan annan upp í Heiðmörk og báðar leiðir eru bara yndislegar.