PEACE

fimmtudagur, september 07, 2006

Ferðasaga - síðari hluti.. VARÚÐ gæti innihaldið ljótt orðbragð...

Jæja ég kvaddi minn heittelskaða á sunnudeginum eftir rómantískan dag niðri við Thames :( Hann þurfti að taka underground greyið því það var ekki nóg að panta taxa með klst fyrirvara... ekki sjens að fá bíl!!

En ég dreif mig með taxa á næsta hótel - ef hótel skildi kalla!! Það var lengst í rassgati en samt nálægt þar sem námskeiðið var. Það voru 10 herbergi þar held ég... pínku lítil rottuhola sem kostaði það sama og lúxusinn sem ég kom frá.... VIBBI. Varla hægt að skrúfa frá krönunum á baðinu, gólfið á baðinu allt í bylgjum svo maður varð sjóveikur þar inni og svo var það svo lítið að maður gat varla skipt um skoðun þar inni...
Morgunmatur var innifalinn - en meira eiginlega bara falinn...!! Hann var í einhverju neðanjarðarbyrgi sem maður labbaði niður í og þar voru engir gluggar og kannski 8 borð og yfirleitt fullsetið svo maður gat ekkert sest niður. Þar var líka ristavél, brauð og kaffi... FRÁBÆR MORGUNMATUR!!

Mætti á námskeiðið fyrsta morguninn úber þreytt, svaf lítið um nóttina því ég var að bíða eftir að Gunni lenti og það var mega seinkun hjá honum. Jæja mætum og bíðum eftir kennaranum. Bíðum og bíðum. Og bíðum svo pínu meira... eða í 1 klst og 45 min því lestin hans gekk eitthvað hægt!! Og hann tilkynnti þegar hann loksins mætti að námskeiðið yrði til 17:30 í stað 16:00 þar sem hann væri svo seinn... FOKK ekki gott því við ætluðum að bruna upp á Oxford kl.16:00 :(

Á meðan við Clara biðum eftir honum spjölluðum við á fullu á íslensku. Þarna voru 6 þáttakendur til viðbótar sem sátu í svona hring og okkur fannst sniðugt að geta bara spjallað á íslensku og enginn skildi okkur. Þegar kennarinn mætir loksins þá eru allir látnir standa upp og kynna sig og sá sem stendur fyrst upp kynnir sig sem "Jón from ICELAND".... WTF?? Shit maður hvað við hugsuðum hratt aftur að reyna að muna hvort við hefðum rætt eitthvað óviðeigandi.... muhahahaha :o)

Jæja námskeiðið byrjar og kennarinn er nasty as hell, alltaf að spyrja mann út í eitthvað og þurfti maður því að fylgjast geðveikt vel með. Svo byrja verkefnin. Ég er skipuð teamleader yfir helminginn af hópnum af einhverju strákfífli þarna.... þurfti svo að fara upp og kynna verkefnið en í mínum hóp kunni enginn neitt... ég þurfti því að gera allt, náðum ekki að klára og ég kynnti hálfklárað verkefni... ÆÐISLEGT!! En ég hefndi mín síðar á drengstaulanum... fer ekki nánar út í það samt :) Við brunuðum svo á Oxford eftir námskeiðið og náðum að versla aðeins, fórum svo í Soho og borðuðum þar :)

Jæja næsti dagur var svipaður og námskeiðið bara nokkuð gott í heildina, lærði fullt. Þurftum svo að skófla í okkur mat og drífa okkur á hótelið til að ná bössinum sem skutlaði okkur á flugvöllinn. Ferðin þangað var ógeð. Ógeðslega heitt í þessum bíl... úff mér var svo flökurt að ég hélt ég myndi gubba í bílinn, en það slapp.

Mætum á völlinn og tékkum okkur inn, engin röð alveg frábært :) Tékka töskurnar inn en tek þær svo upp á næstu hæð að sækja tax free þar sem innritunardaman sagði að ég þyrfti að taka þær með.

Þar byrjaði ballið....urrr get varla sagt frá því þar sem ég er enn brjáluð!! Helvítis brussan í tax free dæminu var þroskaheft. Biður með þvílíkum stælum um brottfararspjald og töskur. Ég læt hana hafa hvoru tveggja og þá er hún geðveikt hneyksluð að ég sé búin að tékka mig inn en sé ennþá með töskurnar... sem var samt skylda...?? Ég spyr hvort þess þurfi ekki fyrir tax free og þá bara hnussar hún út í loftið og segist þurfa að sjá ALLT sem var keypt!! Ok ekkert mál ég er að bagsa við töskuna og þá segir hún: "Hver er B Blöndal?"
Ég bara uuu það er ég...
"Nei þú ert M Blöndal en hefur sett B hér þar sem stendur initial á skýrslunni sem þú fylltir út!!"
Ó segi ég.. æi ég skal laga það, það stóð last name og svo initial svo ég hélt það væri verið að biðja um B-ið.
Nei segir hún og þú færð því engan pening!!
HA segi ég?? Hvað meinarðu, ég fyllti þetta sjálf út og skal bara laga þetta...
Nei segir hún, þú færð sko ekki pappírana frá mér tilbaka og engan pening!!
WHAT THE FUCK, hvað meinarðu, ég hef bara misskilið þetta og skal laga það, er með alla pappría frá búðinni, passann og fötin...
Nei segir helvítis tussan (sorry er enn fjúríus) þetta er bara common sense og því færðu ENGANN PENING - OG BLESS!!
Ég öskraði næstum á hana... en hamdi mig þar sem "verbal abuse" við starfsfólk getur kostað mann fangelsi þarna á flugvellinum... úff maður hvað ég var nálægt því að lenda í jailinu, heppni að hún gat ekki lesið hugsanir því hefði ég fengið gasklefann.
Ég bað um yfirmann
Hún sagði bara aftur NEI. Punktur og tussan farin.

Shit ég var svo reið að ég skalf. Var nokkuð sama um 7 þús kallinn... var varla að nenna að taka upp úr töskunum fyrir hann en FRAMKOMAN, shit maður hvað ég get orðið reið!!

Jæja fer með töskurnar niður aftur og við drífum okkur gegnum passadæmið. Shit þar var lengsta röð í HEIMI, hún náði án gríns yfir allan terminal 2. Meiri pirringur skapaðist.

Þegar ég kem svo að hliðinu eftir langa langa bið þá þurfti ég að henda kreminu sem ég var með í töskunni... því það er allt svoleiðis BANNAÐ...!! Ok þetta var FOKKING 3 ÞÚS KR. GUINO kremtúpa - pínu lítil. Mig langaði að öskra en hamdi mig enn þar sem sömu skiltin um verbal abuse voru allsstaðar.

Jæja komumst í gegn. Förum út í vél nokkurnveginn á tíma. EN þar sitjum við svo í klst. með enga loftræstingu né kælingu og fulla vél. Ég var hætt að geta andað almennilega, svitnaði eins og svín og fólk var orðið brjálað. Þá loks var startað hreyflunum áður en flugdólgarnir brutust fram í liðinu og maður fékk kælingu og vatnsglas og vélin tókst á loft stuttu síðar og ég komst heim á lífi :)

miðvikudagur, september 06, 2006

Mataræðið

Ég þarf ROSALEGA að passa upp á hvað ég borða. Akkúrat núna t.d. líður mér ekkert sérstaklega vel.... finnst svona eins og mér svimi pínu og ferlega orkulaus. Rifjaði því upp matseðil dagsins og jaaaa ætli mataræðið sé orsökin...?

Morgunmatur: 1/2 snickers (mátti ekki við heilu you know) og smá pepsi max

Hádegismatur: 4 Lindor súkkulaðikúlur - UPPÁHALDIÐ MITT og Coke Light (keypti samt jógúrt en langaði ekkert í hana...)

Kaffitími: 1/2 kaffibolli og smá bland í poka - hlaup... var nefnilega komin með ógeð af súkkulaðinu skiljiði...

Kvöldmatur: 1/3 skammtur af Ningsnúðlum með kjúkling - var svo lystarlítil eftir allt nammiátið....

Kvöldkaffi: 2 fylltar lakkrísreimar... og er að spá í að klára snickersið frá því í morgun...

Já svona fer þetta ef ég passa mig ekki. Þetta er ekkert útpælt, mig bara langar ALLTAF mest í nammi og þarf því helst að vera með góða rútínu á mataræðinu svo það fari ekki svona....
Tek mig á á morgun... ja eða eftir helgi, tekur því varla á morgun þar sem ég er að fara að jamma um helgina og þá fer mataræðið allt í fokk :)

Ferðin- fyrri hluti

Ferðin var yndisleg alveg hreint, allavega þessir fjórir dagar sem við Gunni vorum saman í London. Við vorum á mjög fínu hóteli sem var frábærlega staðsett, það var eiginlega sama hvert við vorum að fara það var 10 min ganga á alla staði :)

Á fimmtudaginn brunum við upp á Oxford um leið og við komum á hótelið og versluðum þar til okkur var hent út vegna lokunar. Þá drifum við okkur heim með pokana og fórum svo út að borða og aðeins á Fridays í kokteila en fórum snemma í háttinn það kvöldið enda algjörlega búin á því.

Á föstudaginn var byrjað á góðum hádegisverði, aðeins kíkt á Oxford - en það var Gunna uppástunga, ég átti varla orð en var sko alveg til í að kíkja aðeins :) Fórum svo í Soho og fengum okkur geggjað gott að borða á staðnum hennar Mæju, þaðan aðeins á Fridays í einn kokteil eða svo fyrir leikhúsferðina og enduðum svo á ABBA sýningunni sem var algjör SNILLD, jii þvílík stemming!!! Jú kíktum aðeins á Fridays eftir ABBA líka... enda staðsett við hliðina á leikhúsinu... og það var líka Fridays staður við hliðina á hótelinu nánast... lucky us :) Löbbuðum svo aðeins um í mannlífinu á föstudagskvöldinu sem var mjög gaman áður en við röltum niður á hótel.

Á laugardaginn kíktum við á Madame Tussau eða hvernig sem það er skrifað og var það ágætt svo sum.... ekkert svaðalegt samt. Hittum svo frænda Gunna um kvöldið niður í bæ og fengum okkur gott að borða og löbbuðum aðeins um... enduðum að sjálfsögðu á Fridays hahahaha :)

Og á sunnudaginn fórum við niður að Thames, löbbuðum þar um sem var yndislegt alveg og fórum í London Eye sem var ógeð. Shit ég hélt ég kæmist ekki lifandi út úr þessu hylki sem fór nánast með mann til himna - never again!! Jú og við röltum á Modern Tate, ég sagði við Gunna að við yrðum að kíkja þangað það væri víst alveg magnað safn. Hann var ekki spenntur en lét sig hafa það.... við mættum og skoðuðum körfubolta í fiskabúri... og klósettsetu sem einhver hafði kvittað á..... og málverk sem var bara grátt, sko bara strigi sem hafði verið rúllað yfir með grárri málningu... jú og annað alveg eins bara svart.... SHIT HVAÐ ÞETTA VAR GLATAÐ - never again heldur :) Drifum okkur þaðan út og í góða veðrið :)

En það var svona 25-28°C allan tímann og yfirleitt hálfskýjað eða léttskýjað. Bara yndislegt alveg og við borðuðum svaka góðan mat og höfðum það alveg rosalega gott.... oh en nú er það bara vinna - sofa - vinna þar til jólin koma... jiibbbíííí...

Seinni hluti ferðarinnar kemur seinna, nenni ekki meira í bili :)