PEACE

föstudagur, mars 21, 2008

INNIPÚKAR

Við erum bara innipúkarnir þessa páskana, ekki annað hægt með svona lítinn unga á heimilinu :) Ég kvarta sko ekki þar sem ég var viss um að ég yrði með bumbu um páskana að BÍÐA eftir stelpunni minni - thank god að svo er ekki ;)

En mikið hlakka ég til að geta farið út í göngutúra og svona með dömuna í vagninum, maður er pínu fastur inni allan daginn. En þetta er yndislegasti tími sem ég upplifi held ég bara, var líka svona með Önjuna bara svíf um á bleiku skýji allan daginn :o) Enda er stelpan svo mikið ljós, stefnir í að hún verði eins og systir sín - ég krossa putta og tær þar sem Hafdís Anja var þægilegasta barn sem hægt er að hugsa sér.

Ljósan sem kemur hérna er alltaf jafn hissa á því hvað ég er spræk... ég skil það ekki því hvernig er hægt annað en að vera sprækur...? Við erum bæði hjónin heima í fæðingarorlofi, sofum vel á nóttunni, heyrist ekki í dömunni á daginn (og sú stóra líka eins og ljós), ég kenni mér einskis mein eftir fæðinguna, finn varla fyrir að hafa átt barn fyrir nokkrum dögum og hvað þá sem endaði í aðgerð - ÓTRÚLEGA HEPPIN! Maður hefur nægan tíma í allt einhvernveginn.. eiginlega aðeins of mikinn tíma stundum finnst mér - veit bara ekkert hvað ég á af mér að gera :o) Þegar ljósan kom í gærkveldi vorum við fjölskyldan að spila saman (það tók sko ekkert á, bara gaman) og þegar hún kom í dag upp úr kl.14 var ég búin að baka köku því það voru gestir og henni fannst það svakalegt hvað ég er hress!! Haha það tók 10 min að hræra í kökuna, ég fór frammúr um kl.11 útsofin og þá var Gunni búinn að taka til og stelpan enn sofandi svo ég get nú ekki séð að kakan sé mikið afrek :o)

Ég var reyndar mikið þreyttari fyrstu vikuna hennar Hafdísar Önju því þá svaf ég í ca.5 tíma á 3 sólarhringum og síðan var hún lögð inn með gulu og þá svaf maður líka lítið og ég man hvað ég var uppgefin þegar við komumst loks heim með hana af sjúkrahúsinu. Maður var líka óvanur og svolítið óöruggur með litla krílið.
Ég svaf ekki eina klst þessa nótt sem ég var á sængurkvennadeildinni með Karítas Evu, sendi Gunna heim að sofa um kl.3 um nóttina þar sem ég gat ekki horft upp á hann í stólnum og ég sjálf var ekki að ná að festa svefn hvort eð var. Fann ótrúlega lítið fyrir því þar sem adrenalínið er væntanlega í botni eftir fæðinguna, var farin að þreytast undir kvöld eftir að við komum heim :) En síðan höfum við sko bara sofið vel. Hún vaknar þó á nóttunni til að drekka (öfugt við Hafdísi Önju sem þurfti að vekja út af gulunni) en hún drekkur hratt og við sofnum alltaf strax aftur og ég fer alltaf á undan henni frammúr á morgnana, hún sefur svona klst lengur en ég :)

Já allavega eins og þið heyrið þá höfum við það svakalega gott og vonum bara að framhaldið verði svona :) Förum í fyrrramálið í útskriftarskoðun til barnalæknis, þá kemst maður aðeins út úr húsi :) Síðan er jú páskamaturinn hjá mömmu á sunnudaginn svo náum nú eitthvað aðeins að viðra okkur ;)

miðvikudagur, mars 19, 2008

Karitas/Karítas

Við vorum aðeins búin að ræða það hvort við ættum að skrifa nafnið hennar með i eða í áður en hún fæddist, ég notaði alltaf "í" þegar ég skrifaði þetta nafn en "i" virtist vera töluvert algengara, allavega eru helmingi fleiri skráðar Karitas en Karítas. Það var því ákveðið að skrifa það Karitas þar sem hugsunin var að hafa það sem algengara er svo hún þurfi ekki alltaf að vera að leiðrétta ritháttinn á nafninu sínu.

Presturinn spurði okkur síðan ekkert út í þetta þegar við skírðum. Í dag virðist sem að Karítas með í sé þó nokkuð algengara en með i, allavega á yngri módelum :). Og þar sem okkur fannst það báðum eðlilegri ritháttur til að byrja með (finnst bæði fallegt) höfum við komist að þeirri niðurstöðu að skrifa nafnið með í - sem sagt Karítas Eva er það :)

þriðjudagur, mars 18, 2008

Fæðingarsagan

Ég skrifaði fæðingarsöguna hennar Hafdísar Önju niður strax eftir síðustu fæðingu en svo tapaðist hún þegar tölvan okkar hrundi ári síðar eða svo. Ohh mikið svakalega var ég svekkt því maður er svo ótrúlega fljótur að gleyma.

Skrifaði söguna hennar Karítasar Evu niður áðan og ákvað að setja hana inn á síðuna hjá stelpunum sem undirsíðu. Þið getið því kíkt á hana ef þið viljið - hún er löng og flestum finnst held ég fæðingarsögur annarra leiðinlegar muhaha en allavega ef einhver hefur gaman af þeim er hún þar :)

Annars svífum við bara á bleiku skýji, daman bara sefur og drekkur... er eins og hugur manns :) Jú og hún kúkar og kúkar og verður BRJÁLUÐ á skiptiborðinu, Jesús hvernig getur svona lítill kroppur búið til svona mikinn hávaða..? :o)

mánudagur, mars 17, 2008

MÆTT Á SVÆÐIÐ :)

Já litla skvísan lét loks sjá sig í gær, þann 16.mars kl.16:42 :) Hún var 14 merkur og 50 cm og er bara yndislegust í heimi, alveg eins og stóra systirin :o) Hún var skírð í dag og fékk nafnið Karítas Eva :)

Skrifa meira seinna, vildum bara láta vita að allt gekk vel og við erum komin heim og bara öll í skýjunum :o)

Það eru myndir inni á síðunni hennar Hafdísar Önju, ef ykkur vantar lykilorð er bara að biðja um það á e-mail: mariablondal@hotmail.com

Kv.stórfjölskyldan í Kólguvaðinu :)