PEACE

föstudagur, október 28, 2005

Sjónvarpsblogg

Jæja ákvað að blogga í 3ja sinn í dag..... aðeins að dempa niður skítabloggið með sjónvarpsbloggi hahaha :o)

En nú er sko fjörið byrjað hjá Stevie (the tíví) og sit ég stjörf á hverju kvöldi fyrir framan imbann að glápa :)

Mán - Survivor og CSI... Held með stelpunni sem var líka síðast í survivor.. man bara ekkert hvað hún heitir því ég er ekki lengur MEGA AÐDÁANDI eins og ég var, horfi þegar ég get en missi mig ekkert þó ég missi af þessu... Jú hún heitir Steph man það núna :)

Þri - Amazing Race og Judging Amy. Held með gömlu hjónunum í Amazing Race og Rob&Amber, þoli ekki hommana...

Mið - ANTM og mér finnst Naima, Brittany og þessi sem missti vinkonu sína í síðasta þætti sætastar.

Fim - horfi bara á gamanþættina, King of Queens bestir (á eftir Stráknunum, að sjálfsögðu:) )

Fös - IDOL VÚ HÚ HÚ held með Söru sem ég var að vinna með :)

Lau - stelpurnar, strákarnir og það var lagið ef ég er í stuði :)

Sun - Popppunktur finnst mér alltaf góður og held með Miljónamæringunum að sjálfsögðu :)

Svo erum við búin að sjá 5 af nýjustu Lost þáttunum og 3 af nýjustu Housewifes, geðveikir þættir báðir tveir :)

Gleymdi..

Að taka það fram að María Blöndal mælir með Austur Indíafélaginu... again.. :) Við skötuhjúin kíktum þangað í gær og namm þetta er besti staðurinn í bænum, NAN brauðið þeirra er bara the closest thing to heaven!! Færslan hér fyrir neðan er líka ný... svo rosalega dugleg á föstudagsmorgni!!

Jiibbíí föstudagur :)

Tengdaforeldrar mínir kíktu á okkur í gærkveldi og það hitti svo skemmtilega á að Davíð Oddsson var akkúrat að mæta hjá Strákunum þegar þau komu. Gunni spurði hvort þau vildu ekki sjá Dabba kóng og þau héldu það nú.... biðum öll svaka spennt.... og DAMN hvað ég varð pirruð þegar það var ekki kóngurinn sem mætti heldur einhver nafni hans sem strákarnir höfðu grafið upp NOT FUNNY!! Auðunn hringdi í mig alveg í kasti og spurði hvort mér hefði ekki fundist þetta fyndið.... uuuu nei! Brosti nú samt út í annað :)

Seinna um kvöldið erum við að horfa á sjónvarpið (tengdó voru farin þá) og það eru auglýsingar og verið að auglýsa einhvern klósetthreinsi. Parið í auglýsingunni er að rífast um það hver þreif klósettið seinast og þá heyrðist í honum Gunna mínum "NÚ! Er það ekki alltaf karlmaðurinn sem sér um þetta verk...??" Hahaha ég gat ekki annað en brosað en það er sko reglan á okkar heimili að karlmaðurinn sér um þetta verk því ég bara varla meika það.... hvorki klósettið né baðið... en ég geri bara annað leiðinlegt í staðinn :) Ég er með einhverja fóbíu fyrir klósettum og hún bara versnar.... ég sest ALDREI á seturnar á almenningsklósettum og trúi bara varla að fólk geri það.... ég á líka pínu erfitt með hurðahúninn inni á básunum og reyni að snerta hann ekki..... og svo bara lyktin - oj :'(

Jæja ætla að reyna að koma mér í föstudags- og vinnustuð... LOVE FRIDAYS :)

miðvikudagur, október 26, 2005

KRÍPÍ....

Ég fæ oft svona e-maila sem innihalda skilaboð á þessa leið: "ef þú gerir þetta ekki þá deyrðu"... Ég nenni aldrei að lesa þessa pósta því mér finnst þetta svo mikið bullshit eitthvað....
Jæja í dag fæ ég einn svipaðan og byrja aðeins að lesa og hann snerist reyndar um það að um leið og maður væri búin að lesa allan póstinn þá myndi síminn hringja. Svo komu einhverjar sögur sem maður átti að lesa og ég var engan veginn að nenna því þannig að ég lokaði bara póstinum og svona 10 sek síðar hugsa ég með mér " jæja nú ætti síminn að byrja að hringja, hehe trúi varla að fólk kaupi þetta kjaftæði!!" Tveim fríkíng sekúndum síðar hringir síminn.... dísus ég bara starði á hann og hugsaði með mér WHAT THE FUCK MAN..... Hugsaði svo að þetta hlyti að vera sú sem sendi póstinn að fokka aðeins í mér en neibb aldeilis ekki.... einhver allt önnur að spyrja mig að einhverju vinnutengdu...

Spúkí!!

þriðjudagur, október 25, 2005

Slappleiki :(

Oh ég var drulluslöpp alla síðustu viku, var bara veik á mánudaginn og náði mér ekkert almennilega fyrr en um helgina, glatað :(

Á fimmtudaginn var indverskt kvöld hérna hjá okkur í vinnunni, fórum heim til einnar og borðuðum indverskan mat, bara gaman :) Við Mæja hittumst fyrst aðeins heima hjá henni og drukkum okkur fullar á milli 16-18... aðallega Mæja samt, ég var minna full :)

Á föstudaginn var svo Þróunardagur hjá vinnunni minni á Selfossi, fundarhöld á milli 9-16 en eftir það bara stuð stuð stuð :) Þetta var svaka gaman en ég var sko búin á því gjörsamlega kl.23 þegar rúturnar voru að fara í bæinn og rotaðist um leið og ég kom heim...zzzzzz...

Fór að SJÁLFSÖGÐU í kröfugönguna í gær, alvöru baráttukona hér á ferð :) Reyndar tuðaði allan tímann um það hve hægt þetta gengi, hvað það væri kalt... og svo átti ég pínu erfitt með að garga þetta "ÁFRAM STELPUR"..... ekki alveg fyrir mig svona kröfugöngur..... en það sem skiptir samt mestu máli er að ég mætti og er stolt af því :) ÁFRAM STELPUR :) :)

Í næstu viku hefst átak ÁTAKANNA!! Þá byrjar 7 vikna námskeið sem ég er að fara á og það er mæting 6 SINNUM Í VIKU!! Úff ég er að verða pínu smeyk um að þetta sé way over my head....
Það eru þrek mælingar og allur andsk. inni í þessu og ég er sko í engu formi, DEY ef allir sem mæta eru í geðveiku formi og ég verð lúserinn... sem svo oft áður :(