MEÐGÖNGUÞOKAN
Ég er búin að vera svakaleg á þessari meðgöngu - SVAKALEG.
Ég gleymi ÖLLU. Er bara algjörlega úti að aka og veit stundum varla hver ég er..
* Ég gleymdi gleraugunum mínum um daginn hjá Rebbu og þeim, hljóp sérstaklega upp aftur eftir þeim þar sem ég fattaði það þegar ég var komin út í bíl. Cirka 2 klst seinna þegar við vorum á heimleið úr annari heimsókn var ég búin að týna veskinu... og í því voru einu lyklarnir sem til eru að íbúðinni...! Mig grunaði að ég hefði gleymt því hjá Rebekku en þau voru ekki heima og Gunnar að fara að horfa á einhvern svaka fótboltaleik í sjónvarpinu, ég sver það þvílíkt bras! Við brunuðum borgina endilanga til að fá lykla að Lækjarvaðinu í von um að finna þar lykla að Kólguvaðinu muhahaha :o) Og þeir fundust - í tíma fyrir leikinn :)
* Ég kom út í bíl um daginn og sagði svo við Gunna "ohh ég gleymdi gleraugunum inni!!" Ég sé sko ekkert án þeirra en var ekki að nenna að sækja þau, er orðin þung á mér og það er hált úti og ég vonaðist að sjálfsögðu til að minn heittelskaði myndi bjóðast til að sækja þau (enda honum líkt). Hann horfði bara á mig í smá stund, setti upp einhvern svip og keyrði svo af stað. Ég hnussaði í huganum en skildi svo sem vel að hann nennti ekki eftir þeim. Svona 5 min seinna hrópa ég "nei Gunni ég er með gleraugun á mér!!!!!" Og hann bara "er það virkilega....??" Muhahaha ég hélt ég yrði ekki eldri, þetta var bara fyndið :o)
* Ég hélt um daginn að ég hefði eytt um 300 þús kr. í slökkvara. Það var þó nokkuð áfall... hvaða þroskahefta manneskja eyðir 300 þús kr. í slökkvara þegar hún á eftir að byggja pall t.d. sem kostar svipað!! Shit ég svaf varla vegna mórals yfir heimskunni í mér en svo kom sem betur fer í ljós að þetta var smá misskilningur... þeir kostuðu ekkert 300 þús - enda ekki úr gulli :)
* Ég týndi líka fúlgu fjár í gær. Shit maður ég var bara ekki að ná þessu hvernig ég hafði misreiknað mig svona svakalega, fékk pínu taugaáfall og tilkynnti Gunna að nú yrði það bara hafragrautur út fæðingarorlofið - við ættum sko ENGAN pening. Ég fann peninginn aftur í dag muhahahaha ég er svo algjörlega úti að aka að ég bara næ því ekki sjálf.
* Já og á þriðjudaginn keyrði ég stelpuna á leikskólann og var svo á leið í vinnuna og sá eitthvað svo illa. Þukla á andlitinu á mér og uppgötva að ég er ekki með gleraugun.. ég sé sko ekki án þeirra og keyri aldrei án þeirra... tók mig smá tíma að átta mig á þessu :)
* Svo tókst mér jú að bakka á forstjórajeppann í síðustu viku. Tókst að móðga hann í dag þegar hann kom og spurði deildarstjórann í sameiginlega kaffinu (allur vinnustaðurinn) hvort hún væri búin að frétta hvað ég hefði gert síðasta föstudag. Þá svaraði deild.stj. minn "já hún sagði mér frá þessu og þegar ég spurði hvort þetta hefði nokkuð verið forstjórajeppinn sagði hún nei, þetta hefði bara verið einhver ómerkilegur svartur jeppi!!" Úps... það fór einhvernveginn framhjá mér að um glænýjan Porche jeppa væri að ræða þegar ég tók niður númerið á bílnum - ég sá bara svartan ómerkilegan jeppa með plaststuðara... komst svo að hinu sanna aðeins síðar þegar forstjórinn hringdi :)
Já þetta eru svona nokkrir punktar sem ég man.. en believe you me þeir eru MIKLU fleiri!
Ömmi er búin að segja okkur að brjóstaþokan taki við eftir meðgönguna og ekki sé hún nú skárri.... GUÐ hjálpi mér, ég segi ekki annað.
Ég gleymi ÖLLU. Er bara algjörlega úti að aka og veit stundum varla hver ég er..
* Ég gleymdi gleraugunum mínum um daginn hjá Rebbu og þeim, hljóp sérstaklega upp aftur eftir þeim þar sem ég fattaði það þegar ég var komin út í bíl. Cirka 2 klst seinna þegar við vorum á heimleið úr annari heimsókn var ég búin að týna veskinu... og í því voru einu lyklarnir sem til eru að íbúðinni...! Mig grunaði að ég hefði gleymt því hjá Rebekku en þau voru ekki heima og Gunnar að fara að horfa á einhvern svaka fótboltaleik í sjónvarpinu, ég sver það þvílíkt bras! Við brunuðum borgina endilanga til að fá lykla að Lækjarvaðinu í von um að finna þar lykla að Kólguvaðinu muhahaha :o) Og þeir fundust - í tíma fyrir leikinn :)
* Ég kom út í bíl um daginn og sagði svo við Gunna "ohh ég gleymdi gleraugunum inni!!" Ég sé sko ekkert án þeirra en var ekki að nenna að sækja þau, er orðin þung á mér og það er hált úti og ég vonaðist að sjálfsögðu til að minn heittelskaði myndi bjóðast til að sækja þau (enda honum líkt). Hann horfði bara á mig í smá stund, setti upp einhvern svip og keyrði svo af stað. Ég hnussaði í huganum en skildi svo sem vel að hann nennti ekki eftir þeim. Svona 5 min seinna hrópa ég "nei Gunni ég er með gleraugun á mér!!!!!" Og hann bara "er það virkilega....??" Muhahaha ég hélt ég yrði ekki eldri, þetta var bara fyndið :o)
* Ég hélt um daginn að ég hefði eytt um 300 þús kr. í slökkvara. Það var þó nokkuð áfall... hvaða þroskahefta manneskja eyðir 300 þús kr. í slökkvara þegar hún á eftir að byggja pall t.d. sem kostar svipað!! Shit ég svaf varla vegna mórals yfir heimskunni í mér en svo kom sem betur fer í ljós að þetta var smá misskilningur... þeir kostuðu ekkert 300 þús - enda ekki úr gulli :)
* Ég týndi líka fúlgu fjár í gær. Shit maður ég var bara ekki að ná þessu hvernig ég hafði misreiknað mig svona svakalega, fékk pínu taugaáfall og tilkynnti Gunna að nú yrði það bara hafragrautur út fæðingarorlofið - við ættum sko ENGAN pening. Ég fann peninginn aftur í dag muhahahaha ég er svo algjörlega úti að aka að ég bara næ því ekki sjálf.
* Já og á þriðjudaginn keyrði ég stelpuna á leikskólann og var svo á leið í vinnuna og sá eitthvað svo illa. Þukla á andlitinu á mér og uppgötva að ég er ekki með gleraugun.. ég sé sko ekki án þeirra og keyri aldrei án þeirra... tók mig smá tíma að átta mig á þessu :)
* Svo tókst mér jú að bakka á forstjórajeppann í síðustu viku. Tókst að móðga hann í dag þegar hann kom og spurði deildarstjórann í sameiginlega kaffinu (allur vinnustaðurinn) hvort hún væri búin að frétta hvað ég hefði gert síðasta föstudag. Þá svaraði deild.stj. minn "já hún sagði mér frá þessu og þegar ég spurði hvort þetta hefði nokkuð verið forstjórajeppinn sagði hún nei, þetta hefði bara verið einhver ómerkilegur svartur jeppi!!" Úps... það fór einhvernveginn framhjá mér að um glænýjan Porche jeppa væri að ræða þegar ég tók niður númerið á bílnum - ég sá bara svartan ómerkilegan jeppa með plaststuðara... komst svo að hinu sanna aðeins síðar þegar forstjórinn hringdi :)
Já þetta eru svona nokkrir punktar sem ég man.. en believe you me þeir eru MIKLU fleiri!
Ömmi er búin að segja okkur að brjóstaþokan taki við eftir meðgönguna og ekki sé hún nú skárri.... GUÐ hjálpi mér, ég segi ekki annað.