PEACE

föstudagur, febrúar 01, 2008

MEÐGÖNGUÞOKAN

Ég er búin að vera svakaleg á þessari meðgöngu - SVAKALEG.

Ég gleymi ÖLLU. Er bara algjörlega úti að aka og veit stundum varla hver ég er..

* Ég gleymdi gleraugunum mínum um daginn hjá Rebbu og þeim, hljóp sérstaklega upp aftur eftir þeim þar sem ég fattaði það þegar ég var komin út í bíl. Cirka 2 klst seinna þegar við vorum á heimleið úr annari heimsókn var ég búin að týna veskinu... og í því voru einu lyklarnir sem til eru að íbúðinni...! Mig grunaði að ég hefði gleymt því hjá Rebekku en þau voru ekki heima og Gunnar að fara að horfa á einhvern svaka fótboltaleik í sjónvarpinu, ég sver það þvílíkt bras! Við brunuðum borgina endilanga til að fá lykla að Lækjarvaðinu í von um að finna þar lykla að Kólguvaðinu muhahaha :o) Og þeir fundust - í tíma fyrir leikinn :)

* Ég kom út í bíl um daginn og sagði svo við Gunna "ohh ég gleymdi gleraugunum inni!!" Ég sé sko ekkert án þeirra en var ekki að nenna að sækja þau, er orðin þung á mér og það er hált úti og ég vonaðist að sjálfsögðu til að minn heittelskaði myndi bjóðast til að sækja þau (enda honum líkt). Hann horfði bara á mig í smá stund, setti upp einhvern svip og keyrði svo af stað. Ég hnussaði í huganum en skildi svo sem vel að hann nennti ekki eftir þeim. Svona 5 min seinna hrópa ég "nei Gunni ég er með gleraugun á mér!!!!!" Og hann bara "er það virkilega....??" Muhahaha ég hélt ég yrði ekki eldri, þetta var bara fyndið :o)

* Ég hélt um daginn að ég hefði eytt um 300 þús kr. í slökkvara. Það var þó nokkuð áfall... hvaða þroskahefta manneskja eyðir 300 þús kr. í slökkvara þegar hún á eftir að byggja pall t.d. sem kostar svipað!! Shit ég svaf varla vegna mórals yfir heimskunni í mér en svo kom sem betur fer í ljós að þetta var smá misskilningur... þeir kostuðu ekkert 300 þús - enda ekki úr gulli :)

* Ég týndi líka fúlgu fjár í gær. Shit maður ég var bara ekki að ná þessu hvernig ég hafði misreiknað mig svona svakalega, fékk pínu taugaáfall og tilkynnti Gunna að nú yrði það bara hafragrautur út fæðingarorlofið - við ættum sko ENGAN pening. Ég fann peninginn aftur í dag muhahahaha ég er svo algjörlega úti að aka að ég bara næ því ekki sjálf.

* Já og á þriðjudaginn keyrði ég stelpuna á leikskólann og var svo á leið í vinnuna og sá eitthvað svo illa. Þukla á andlitinu á mér og uppgötva að ég er ekki með gleraugun.. ég sé sko ekki án þeirra og keyri aldrei án þeirra... tók mig smá tíma að átta mig á þessu :)

* Svo tókst mér jú að bakka á forstjórajeppann í síðustu viku. Tókst að móðga hann í dag þegar hann kom og spurði deildarstjórann í sameiginlega kaffinu (allur vinnustaðurinn) hvort hún væri búin að frétta hvað ég hefði gert síðasta föstudag. Þá svaraði deild.stj. minn "já hún sagði mér frá þessu og þegar ég spurði hvort þetta hefði nokkuð verið forstjórajeppinn sagði hún nei, þetta hefði bara verið einhver ómerkilegur svartur jeppi!!" Úps... það fór einhvernveginn framhjá mér að um glænýjan Porche jeppa væri að ræða þegar ég tók niður númerið á bílnum - ég sá bara svartan ómerkilegan jeppa með plaststuðara... komst svo að hinu sanna aðeins síðar þegar forstjórinn hringdi :)

Já þetta eru svona nokkrir punktar sem ég man.. en believe you me þeir eru MIKLU fleiri!

Ömmi er búin að segja okkur að brjóstaþokan taki við eftir meðgönguna og ekki sé hún nú skárri.... GUÐ hjálpi mér, ég segi ekki annað.

mánudagur, janúar 28, 2008

45 DAGAR :)

Já það eru bara 45 dagar í settan dag - vú hú :) Það jákvæða við þetta húsnæðisvesen er kannski það að ég hef lítið verið óþolinmóð eftir barninu - hef verið svo obsessed varðandi húsnæðið!!

En nú þegar húsið er komið í stand tekur við næsta bið, biðin eftir litlu dömu :) Oh við erum öll svo spennt, Hafdís Anja fékk að halda aðeins á litlu Ögmundsdóttur um helgina og Jesús svipurinn sem kom á hana hún var hreinlega að springa úr stolti yfir því hvað hún væri orðin stór og er en nú enn spenntari en áður :o)

Bumban stækkar og stækkar, var að setja inn bumbumynd í næst neðsta albúmið hjá Hafdísi Önju og eins og sjá má er hún orðin myndarleg :) Ég er svona farin að velta mér framúr sófanum ef ég ligg þar... já hvalafílingurinn að kikka inn sem aldrei fyrr :) Og svo er ég líka botnlaus. Ég hef alltaf borðað mikið en yfirleitt verður mér líka illt á eftir vegna græðginnar en ekki lengur... nú borða ég bara endalaust mikið og finn sko ekki boffs fyrir því... úff það getur ekki veitt á gott!! Það eru vonandi bara um 6 vikur eftir, verð að reyna að hemja mig aðeins...

sunnudagur, janúar 27, 2008

HEY HÓ

Jæja þá er íbúðin nánast tilbúin og við í skýjunum :) Ég bara trúi því varla ennþá þegar ég kem fram á morgnana að það sé eldhús hérna með eldhústækjum.. og rennandi vatn í vöskum osfrv.!! Kom fram á laugardagsmorgun og sá að litla skottið mitt trúir því ekki heldur því hún var búin að setja órhein glös og skeið í baðið muhahaha hún man ekkert til hvers uppþvottavél er :) Og ég fer ENNÞÁ í baðið eftir klósettferðir til að þvo mér og fatta svo að það er vaskur á baðinu þegar ég finn ekki sápustykkið :) En maður verður eflaust fljótur að venjast lúxusinum!

Hinsvegar virðist óheppnin eitthvað ætla að elta mig. Á föstudaginn (í brjálaða veðrinu þegar fólki var ráðlagt að halda sig heima) keyrði ég sjálf í vinnuna aldrei þessu vant. Gunni skutlar mér yfirleitt en var heima með stelpuna veika. Og aldrei þessu vant ákveð ég að leggja á efra plani þar sem ég var orðin sein á fund þar vegna mæðraskoðunar fyrr um morguninn. Og einhvernveginn tókst mér að bakka á jeppa á stæðinu - eða rétt nuddast upp við hann (stuðari í stuðara) og lét ég vita í móttöku að eigandi XXX bíls þyrfti að hafa samband við mig. OG með minni heppni kom í ljós að ég hafði bakkað á FORSTJÓRA fyrirtækisins, já á fína dýra dýra dýra Porche jeppann hans...!! Shitturinn titturinn hvernig er þetta hægt...? Fokk fokk hvað ég varð pirruð, já ég og pirringurinn erum góðir vinir þessa dagana/vikurnar/mánuðina..

En svo er ég nú reyndar svo heppin að ég á yndislegustu vini í heimi :o) Kom berlega í ljós þegar Mæja og Birna komu og sóttu mig á föstudagskvöldið og buðu mér óvænt út að borða á Ítalíu - NAMMM hvað maturinn var geggjaður *SLEF* og síðan í bíó á eftir!!! Yndislegt kvöld alveg og pirringurinn fljótur að fara - takk þið eruð bara SÆTASTAR :) Það var reyndar bakkað á okkur á Laugaveginum... annar áreksturinn minn þann daginn... ég sver það, en við vorum allavega í rétti og enginn slasaðist!

Á laugardaginn hittumst við svo Króksaraskvísurnar hér í Kólguvaðinu. Ég bauð stolt upp á kaffi úr nýju kaffivélinni, fór sko um morguninn og keypti kaffibolla til að geta boðið öllum upp á Latte (var búin að æfa mig þvílíkt að búa það til) en nei ég gleymdi að kaupa mjólkina svo það var bara einn bolli á mann takk fyrir - herregud..!! En það var æðislega gaman að hitta þær og sátum við í marga tíma og spjölluðum :)

Um kvöldið var svo fyrsta matarboðið í Kólguvaðinu (já já allt að gerast hérna mar) en Birkir og Jóna kíktu til okkar í mat. Við vígðum hellurnar og ofninn og tókst bara svona ljómandi vel upp svo það eru fleiri matarboð á dagskránni :)

Allar rannsóknir komu vel út í síðustu viku vegna meðgöngunnar svo líklega er bara allt í fínasta lagi :) Fer þó aftur í fyrramálið til að við getum verið alveg viss en ef það kemur líka vel út þá er líklega bara um að ræða meðgöngukláðaútbrot einhverskonar sem er hvimleiður andsk.. en ekki hættulegur barninu - og það er nú fyrir öllu, ég þoli "smá" kláða í nokkrar vikur :)