PEACE

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Tannlausa kerlingin á fullu..

Held ég hafi fengið orkuskot í rassgatið við að missa tönnina, þar sem dagurinn var hvort eð er ónýtur var ákveðið að klára bara allt leiðinlegt í dag :)
Fór í Ikea og kláraði að kaupa drasl til að gera forstofuna klára og fór í Húsasmiðjuna til að kaupa málningadót. Kom heim og málaði forstofuveginn og þreif alla hina veggina, skrúbbaði allar flísar og HVERJA EINUSTU FÚU á öllum gólfum hátt og lágt!! Og shit nú er ég bara dauð og mig kvíður mikið fyrir harðsperrum morgundagsins... best að drífa sig í heitt bað því ég á eftir að lakka yfir öll viðarhúsgögnin mín... DÓH... og þrífa rykið af rimlagardínunum sem eru í hvorki meira né minna en..... 10 GLUGGUM!!!

7 dauðasyndirnar...

Ég man að ein þeirra er GRÆÐGI.. og er það líklega mín helsta synd..

Við fengum páskaegg í vinnunni hér í morgun. Guð hvað mig langaði að opna það var að deyja úr hungri... en fannst það samt eins og að opna jólagjöf - bannað!!

Eftir smá umhugsun opnaði ég það en ég opnaði sko bara bakið til að komast í nammið.... það er ekki páskaeggið sjálft hugsaði ég með mér...

Namm hvað nammið var gott, alveg þar til ég BRAUT TÖNN *GRENJ* :'( Hún var tæp fyrir og búið að segja mér fyrir 5 árum að ég þyrfti krónu fljótlega og allt tilbúið fyrir hana, bara einn veggur eftir af tönninni sem færi eftir einhverja mánuði. Jæja hann entist í 5 ár - alveg þar til Maja gráðuga opnaði páskaeggið sitt rúmri viku fyrir páska því hún gat ekki hamið sig :(

Dýr græðgi það... og það sem verra er ekkert laust hjá tannsa fyrr en eftir páska.. þau ætluðu þó að reyna að plata einn til að láta mér eftir tímann sinn þegar ég sagðist ekkert geta brosað :( Þeim fannst það nú ekki ganga enda svo súper-indæl, tannsinn minn er besti tannsi EVER :) En ég fer því líklega eftir viku svo þetta verður ekkert svo löng fýla :O)

Jæja farin í Kalkúnabringu í mötuneytinu - fleiri en ég í páskafíling í dag...

sunnudagur, apríl 02, 2006

SVAÐALEGT!

Það var skráningadagur hjá vinnunni minni á föstudaginn sem þýddi nokkra fyrirlestra, út að borða á Vox, Afríkudans í Kramhúsinu, bjór á Ara í Ögri, að búa til skemmtiatriði með hópnum sínum á klst og svo matur + fullt af skemmtiatriðum á Galileó og að lokum Koníakstofa Galíleó með kokteilum og skemmtiatriðum á eftir. Þetta samanlegt var BARA STUÐ :O)

Ég ætlaði sko snemma heim því það var svo árshátíð Wurth í Keflavík daginn eftir og átti að leggja af stað upp úr háegi. En ég fór ekki snemma heim.... og ég drakk ekki tvö hvítvínsglös með matnum og lét það duga... Þetta kvöld var kvöld KOKTEILANA og herregud hvað Jarðaberjamohito er sjúklega góður drykkur og eftir því sem maður torgar fleirum því betri verður hann :) En já stuðið var svaðalegt og eftir Galíleó töltum við nokkrar ferskar yfir á Thorvaldsen og stoppuðum aðeins þar og fengum okkur kokteila.... síðan fórum við nokkrar þaðan (duttu einhverjar úr lestinni...) yfir á Nasa og þar fyrst byrjaði stuðið - hver haldið þið að hafi mætt á svæðið og troðið upp....?? Engin annar en PÁLL ÓSKAR GOÐIÐ MITT, Jesús ég næstum missti mig ég var svo ánægð að sjá hann á sviðinu og sjæse hvað við skvísurnar dönsuðum diskóið maður :O) Þegar við gátum ekki klappað hann upp meira var tölt af stað að leita að leigubíl, ein á tásunum því hún dansaði hreinlega skóna af sér á Nasa og ein hálfsofandi því hún var svo þreytt eftir allan dansinn og svo vorum við tvær til viðbótar svona nokkuð ferskar bara hehe :)

Daginn eftir var ég ekki eins fersk... meira svona dauð... shit maður ég ældi og ældi og hausinn á mér var hreinlega að springa :( Mér fannst það ósanngjarnt!! Ég drakk reyndar alveg mikið en það var líka á foxxing 12 tímum og var ég alls ekkert sauðölvuð, bara meira svona spræk og þá á maður ekki skilið svona þynnku!! Allavega þurfti samt að drulla mér á fætur og keyra til Keflavíkur á árshátíð en ég var reyndar orðin nokkuð góð þá - Alka Seltser frá Ömma reddaði sko öllu hehe :) Árshátíðin hjá Wurth var alveg þrælskemmtileg og hefði eflaust verið enn skemmtilegri hefði ég verið aðeins sprækari :)

Nú er bara vinnuvikan framundan og úff mér veitti ekki af tveim frídögum til viðbótar bara til að jafna mig eftir atburði helgarinnar.... já maður er orðin gamall!!