PEACE

mánudagur, desember 27, 2004

Pakkaflóð og sykurát....

Oh jólin voru í einu orði sagt YNDISLEG :þ Ég fékk fullt fullt af pökkum eins og alltaf, alveg 23 stykki og hver öðrum flottari. Þar á meðal fékk ég 4 konfektkassa, úff. Ég er ekki búin að borða svo mikinn mat um jólin, ekkert meiri en vanalega en sykurátið er aðeins meira en góðu hófi gegnir.... eða kannki mikið mikið meira en góðu hófi gegnir *roðn*. Vaknaði í morgun og skildi ekkert í því hvað mér leið rosalega skringilega, fékk pínu svona "úff er ég að verða veik?" sjokk en svo fattaði ég að mig vantaði bara sykur í blóðið og hellti mér því appelsín í glas og fann lakkrísinn og sit núna á beit ;) Dagarnir hafa nefninlega verið þannig að ég vakna, fæ mér súkkulaði eða lakkrís í morgunmat. Fæ mér svo Bugles og smá súkkulaði í hádeginu og svo aðeins meira yfir daginn og svo góðan kvöldmat og svo smá nammi í kvöldkaffinu... *ÆL* þetta er nú meiri vibbinn og gangi mér vel að breyta þessu ég er orðin svo háð sykrinum :(

Annars er bara allt fínt að frétta hjá fitukeppnum ;) Maður tekur sig á einhverntímann á nýju ári hehe eins og allir hinir ;) Vonandi áttuð þið jafn yndisleg jól og ég, ég bara trúi ekki að þau séu búin :( Nú bíður maður bara sumarsins!!