PEACE

fimmtudagur, desember 20, 2007

ALLT AÐ GERAST!!

Loksins er komið smá skrið á þetta hjá okkur, nú er bara allt að gerast :)

Það er búið að leggja listana, það komu reyndar vitlausir listar en við ákváðum að taka ekki eftir því og láta leggja þá því þeir komu með bíl á fös.kvöldi og smiðurinn var búinn að segja að hann kæmi kl.10 morguninn eftir til að leggja þá. Hefðum við skipt hefði örugglega þurft að bíða annan mánuð eftir smið... ALLAVEGA listar komnir og það munar helling (þó þeir séu ekki flottir eru þeir flottari en göt út úm allt... :)

Það er komin filma í svalahurð og forstofuhurð+glugga :) Munar enn meira um það og kemur bara mjög vel út :)

Það er búið að taka niður eldhúsinnréttinguna sem átti ekki að fylgja svo nú getur rafvirkinn loks komið og klárað að leggja rafmagn í eldhúsið áður en nýju innréttingarnar koma :) Hann kemur í dag eða á morgun.

Allar innréttingarnar eru lagðar af stað með skipi og sigla í íslenska höfn á jóladag. Ég efa að við fáum þær milli jóla og nýárs en það verður þá strax á nýju ári - bara VÚ HÚ fyrir því :o)

Hmmm held það sé ekki meira komið en þetta er nú bara dágott skrið miðað við að EKKERT hefur gerst í meira en mánuð :) Gunnar reyndar kaupir hillur og stöff í hverri viku og setur saman svo það hefur hellingur gerst þar líka :)

Jú og að lokum þá fórum við með stelpuna í heimsókn á leikskólann í Norðlingaholti í morgun til að leita að leikfélögum og það gekk ótrúlega vel. Var svo heppin að það var ein mamma þarna sem gaf mér upp fullt af heimilisföngum og stelpum á hennar aldri í kring og sagði hana svo alltaf velkomna til sín, meiri að segja bara yfir jólin sko :o) Ekkert smá indæl og litla daman mín alveg í skýjunum með þetta!

Maja - loks happý :)

þriðjudagur, desember 18, 2007

JÓLASKAPIÐ

Jólaskapið er komið þrátt fyrir að heimilið sé í rúst :) Ég var svo viss um að það kæmi bara ekkert en það kom - thank god.
Við erum búin að kaupa allar gjafirnar, 30 talsins! Er líka búin að redda jólakortunum en á eftir að senda þau út, fer í það á morgun vonandi.
Ég hlakka til að fara í smá frí, ætlum að vera í fríi á milli jóla og nýárs svo þetta verður bara ljómandi gott fjölskyldufrí :) Ætluðum að nota tímann og klára að koma okkur fyrir í fríinu en það verður víst lítið um það svo við liggjum þá bara eins og skötur og etum og horfum á TV ;)

Yfir í annað, bumban mín hefur svoleiðis SPRUNGIÐ út á síðustu 2 vikum. Ég setti bumbualbúm neðst í albúmin hjá Hafdísi Önju og þar má sjá muninn milli 25 og 27 viku en það gerðist reyndar ekkert milli 25 og 26 viku svo þetta er í raun bara vikumunur! Og ég sver það að síðasta vika var enn rosalegri bumban er bara orðin hjúmongus allt í einu :o)
Mér finnst æði að vera komin með alvöru óléttubumbu :)

Maja bumbulína ;)