PEACE

föstudagur, október 29, 2004

Púl og nammi

Jæja það var sko tekið á því í kvöld, mættum í spinning en því miður aaaaaðeins of seint því það voru bara 2 hjól laus en við 3... frekar svekkjandi en kom mér svo sum ekkert á óvart haha það er ástæða fyrir því að ég mæti alltaf 15-20 min fyrir tíma ;) En við komumst reyndar bara ekki fyrr í kvöld og því var gert gott úr þessu og hún Birna Vigdís þrælapískari henti okkur upp á eitthvað tröpputæki - sem ég by the way hef aldrei meikað meira en 2 min af.... - stillti það á hálftíma og á eitthvað prógram og sagði okkur að byrja að púla :) Dísus maður, ég byrjaði á miljón, eða mér fannst ég á miljón, Birnu fannst það víst ekki..... og svo eftir ca.15 min var ég búin að ákveða að fara að skipta yfir á hjólið og dóla mér pínu enda orðin alveg uppgefin og Kristín alveg til í að stökkva yfir með mér en nei nei nei nei hún Birna sagði að það kæmi sko ekki til greina heldur ættum við að þyngja svolítið á tækinu og taka á því svona síðustu mínúturnar..... dísus ég hélt hún væri í alvöru að djóka en það kom á daginn að svo var sko alls ekki!! Maður þorði nú ekki annað að hlýða og viti menn, þetta hafðist og ég er sko ekkert smá stolt af mér, 30 MIN Á TRÖPPUNUM - geri aðrir betur :) Við Kristín töluðum nú líka um það að við þyrftum á svona hörkutóli að halda, erum aðeins of góðar við okkur...

Jæja eftir tímann var farið og keypt nammi hehe til að verðlauna sig aðeins fyrir dugnaðinn, þið skiljið.... Keypti nú heilsunammi muhahahah finnst svo mega fyndið að kalla þetta heilsunammi því þetta er mest fitandi nammi sem maður mögulega getur fundið sér, súkkulaðihúðaðar hnetur :þ Hnetur eru svo fitandi að maður þarf ekkert annað en hnetur til að búa til hnetusmjör, spáið aðeins í það..... Þetta er svona svipað og "hollu" orkustykkin sem allir eru að háma í sig en eru mörg hver með fleiri kaloríum og helmingi meiri fitu en Mars og Snickers og þessháttar súkkulaði muhahahhaha og svo skóflar fólk þessu í sig og skilur bara ekkert í því að kílóin fjúki ekki burt :þ Já og margir lifa enn í þeirri trú að Prins Póló sé minna fitandi en önnur súkkulaði.... dream on ;)

Jæja þá er best að halda áfram að háma í sig heilsunammið og bíða eftir að kílóin fjúki burt.... adjö!

fimmtudagur, október 28, 2004

Nafnasjúk.... og pepsimaxsjúk :)

Mig langar í hóp af börnum, helst svona 5-6 og vitiði hversvegna? Til að geta gefið þeim öllum nafn muhahahaha ég er hreinlega bara sjúk :) Oh er komin með eitt strákanafn, jaaa eða kannski 2 en svo þyrfti rest að vera dömur því ég á sko skrilljón dömunöfn :) En ég hugsa að þau verði nú ekki mikið fleiri en svona eitt í viðbót, í mesta lagi tvö..... verð bara að vera dugleg að gefa dúkkunum hennar Önju nöfn :)

Og annað, loks kom að því að ég gat vanið mig á þetta Pepsi Max maður! Birna nú ekki lítið búin að reyna, alltaf að bjóða manni þennan fyrrverandi viðbjóð en þetta hafðist með langri þjálfun ;) Drakk bara fanta free og sprite zero í langan tíma þannig að ég gleymdi því hvernig kók bragðaðist og þá var Pepsi Maxið bara fínt þegar ég smakkaði það :) Nú er það ca. 1 dós á dag til að koma skapinu í lag ;)

OAO

miðvikudagur, október 27, 2004

Tyra sæææækóóóó...

Guð hvað ég hló að Tyru í kvöld, manneskjan er náttúrulega bara gaga.... Grendjandi yfir myndbandsforsýningunni muhahahaha mér fannst þetta bara beyond fyndið sko :)

Hélt svo áfram að hlæja þegar ég fór að spjalla við Audda á msn um hundinn hann Krulla sem amma og afi áttu hér í denn :) Ég alveg grét úr hlátri og loks þegar ég gat hætt að hlæja og ætlaði að útskýra fyrir mínum heittelskaða hvað væri svona rosalega fyndið þá stökk honum nú ekki bros á vör.... greinilega svona you had to be there moment.... en fyndið var þið, jii minn eini :þ

Ég er búin að vera að spá....hvað er það sem gefur svona dömum eins og April þennan rosalega sjálfsaga og þetta ÉG SKAL.... ég hef þetta svo innilega ekki í mér.... ætli mig langi aldrei nógu mikið í neitt...? Ég legg mig bara aldrei 110% fram við neitt (jú vinnuna ef þið eruð að lesa vinnufélagar muhaha) ég bara virðist ekki hafa það í mér :( Eins og átakið núna, mikið rosalega langar mig að missa nokkur kíló en greinilega ekki nóg því ég er alltaf að svindla :-/ Skólinn var svona líka, gerði það sem ég hélt að myndi duga til að ná en hafði engan metnað í að fá einhverjar toppeinkunnir.... skrítið!

Fór nú samt í pömpið í kvöld og þyngdi enn meira og var við það að drepa mig enda slöpp fyrir en mikið er ég stolt af mér núna, komin þessi jákvæðni í mig sem kemur svo oft á kvöldin, svona tilfinning "nú kemur þetta" en hún er nú yfirleitt farin daginn eftir og nammi löngunin komin í staðinn.....

Að spá og spögulera...

Ég er svo mikið að spá og spögulera á kvöldin þegar ég er komin upp í rúm og oftast sofna ég út frá þessum spöguleringum.... ekki meira spennandi en það sem sagt! Hef mikið spáð í það hversvegna tíminn líður alltaf hraðar og hraðar, úff ég ræð bara ekkert orðið við þetta :( Sko það er kominn 27 OKTOBER........ bara kom september eða? Og byrjaði oktober á 25..... Og þar fyrir utan þá er árið 2005 að koma - HERREGUD þetta er agalegt!!

Þegar maður var yngri þá var nú bara eitt ár eins og heil mannsævi að líða.... jólin komu svoooo sjaldan en nú eru bara alltaf jól...! Ég bjó t.d. í USA í 2 ár en mér finnst eins og ég hafi búið þar í 10 ár, mér finnst sá kafli í lífi mínu hafa verið álíka langur og þessi sem ég hef átt með Gunna núna en það eru 11 ár! Bjó svo í Svíþjóð í 10 MÁNUÐI en það voru eins og mörg ár líka... skil þetta bara ekki því 10 mánuðir eru ekki neitt, barnið mitt er sko 2 ára og það er eins og hún hafi fæðst í gær svo fljót eru þau 2 ár búin að líða!

Hversvegna ætli þetta sé... ætli það sé eitthvað búið að rannsaka þetta...? Málið er ekki það að maður skemmti sér betur núna (tíminn líður hratt þegar maður skemmtir sér og allt það) því ég skemmti mér einnig alveg konunglega sem krakki ;)

Þetta eru pælingar dagsins, endilega komið með svarið ef þið hafið það ;)

þriðjudagur, október 26, 2004

Gengur svona líka glimrandi :)

Jiii við erum svo duglegar í pömpinu og er nú verið að ræða að bæta allavega einum degi við dagskrána og svei mér þá ef mér líst ekki bara súper vel á það ;) Get nú samt ekki sagt að ég sjái árangur strax en ég er farin að þyngja sem er bara jákvætt ;) Ein okkar er nú reyndar pínu öfugsnúin og finnst þetta alltaf erfiðara og erfiðara haha en ég held það sé bara fyrst á meðan við erum að þyngja :)

Sáuið þið idol á fös? Jiiii ég gat ekki annað en hlegið þegar stelpan sem hafði unnið einhverja fyrirsætukeppni var að syngja og allir fóru að tala um það hve falleg hún væri.... sko eflaust var stúlkan falleg en hún minnti mig svo á Kristberg sem kenndi mér einu sinni í Háskólanum að ég sá bara ekkert annað.... munnurinn var bara alveg eins :O Jii dúdda mía, alveg ótrúlegt!

Ég er komin með hálsbólgu líkt og annar hver íslendingur en á meðan ég fæ ekki hita þá er þetta í lagi - jæja verð að fara að jobba, heyrumst :)

sunnudagur, október 24, 2004

Átsh :(

Úff ég er að DEYJA í hálsinum, byrjaði í gær og versnaði og versnaði og er agalegt í dag :( Þetta er svona eins og maður fær þegar maður lendir í bílslysi og fær hnykk á hálsinn - hef nú lent í því nokkrum sinnum!! Er búin að vera að rifja upp föstudagskvöldið og er nokkuð sjor á því að það hafi ekkert bílslys átt sér stað... þykir líklegast að þetta sé vegna drykkjuleiksins!! Þannig er nefninlega mál með vexti að ég er ógurleg keppnismanneskja og í lokin var einn stóll eftir en við vorum 2 að keppast um hann og ég sá að hún var að fara að ná honum svo ég tók mig til og skutlaði mér á hann og ýtti honum frá henni með þeim afleiðingum að við svoleiðis köstuðumst báðar í gólfið og ég í pilsi og alles - alltaf sama daman..... allavega skaust ég svo upp og settist á stólinn og þið vitið framhaldið :) En hnykkurinn sem ég fékk við fallið er líklega það sem er að gera mér lífið leitt :(

Eins gott að ég verði orðin góð á morgun fyrir pömp því annars verð ég að redda mér vottorði eða borga sekt í skróp sjóðinn :) Mæti bara og geri eins mikið og ég get ef ég verð enn að deyja!!