PEACE

fimmtudagur, apríl 12, 2007

BORGARBARNIÐ

Já ég hef sagt það áður, ég er mikið borgarbarn.

Fannst samt rosalega gaman að búa á Króknum sem unglingur og hefði hvergi annarsstaðar viljað vera enda voru þessi ár frá 14-20 ára ein bestu ár sem hægt er að upplifa held ég sem unglingur :) Öll sveitaböllin ohhhh ég brosi bara við tilhugsunina, rúnturinn á kvöldin... uhhh ja og á daginn.. maður eiginlega rúntaði bara allan sólarhringinn... :) Körfuboltinn, krakkarnir, partýin og bara allt, fannst þetta yndislegur tími. Þegar ég kem á Krókinn í dag hinsvegar finnst mér hann alltaf eins og draugabær. Kannski var þetta bara öðruvísi í minningunni.. það kæmi nú ekki á óvart því svoleiðis er það svo oft :) En samt - það eru engir krakkar að rölta um bæinn í dag... enginn á rúntinum... oft eru skemmtistaðirnir bara tómir um helgar... En það er fínt að kíkja þarna nokkrum sinnum yfir árið í afslöppun - því það er óhætt að segja að bærinn sé afslappaður :)

EN ég get svo svarið það að ég væri til í að búa á Selfossi. Gætu verið minningarnar að blekkja þar líka þar sem ég bjó þarna í 2 ár sem barn og hefur síðan fundist þetta fallegasti bærinn á landinu :) Og ekki skemmir fyrir hversu stutt er í borgina maður hehe :o) En Gunna finnst hann ekkert spes (sama hversu oft ég spyr því ég trúi honum ekki) og ég myndi aldrei nenna að keyra í bæinn til að vinna... og við fengjum aldrei bæði draumastörf þarna svo Selfoss er í raun út úr myndinni. EN ég sé mig samt fyrir mér stundum með hesta í hesthúsahverfinu (sem ég var dugleg að stunda sem barn) vinna kannski bara hálfan daginn og stunda hestamennskuna hinn helminginn og vera líka með hund - því það er hægt ef maður vinnur bara hálfan daginn... oh já Selfoss hljómar vel :)

miðvikudagur, apríl 11, 2007

Hmmm

Finnst kominn tími á blogg. Veit ekkert hvað ég á að blogga um.

Það styttist í utanlandsferð og loks man ég hvenær ég fer út en Birna er búin að vera að segja mér það í nokkrar vikur :) Ég hlakka orðið svolítið til. Mest eiginlega að kíkja í eina búð sem ég er búin að vera að skoða á netinu og djí ég er búin að sjá svoooo margt sem minns langar í :)

Ég er byrjuð að versla á Ebay. Ekki gott því einu sinni verslað þú getur ekki hætt :o) En ég tel mig vera búin að gera súpergóð kaup... er reyndar pííínu smeyk að síðustu kaup hafi verið svindl og ég sé 10 þús krónum fátækari... en það kemur í ljós. Allavega þá keypti ég hjól handa dömunni og borgaði og um leið og ég var búin að borga er daman sem er að selja það komin með eins hjól til sölu.... úff vona að hún hafi bara átt nokkur en sé ekki að selja það sama aftur og aftur...

Svo er ég byrjuð að skoða íbúðir aftur á mbl. Og orðin pínu sjúk aftur. Samt er ekki skynsamlegt að vera að kaupa núna en skynsemi er ótrúlega boring... næstum jafn leiðinleg og sparnaður en það að spara er eitt það al leiðinlegasta sem til er... bara OJ sko!