PEACE

miðvikudagur, júní 15, 2005

Veik

Já nú er maður bara veikur og djö sem það er leiðinlegt maður :'( Var slöpp í allan gærdag og versnaði svo bara eftir því sem leið á kvöldið og nóttina og vaknaði í morgun öll ómöguleg, var að krókna úr kulda til að byrja með en svo kom svitakast dauðans og þetta skiptist svona skemmtilega á...! Og þessu fylgir ógleði og vanlíðan, er einhver þarna sem kannast við þetta?

Allavega þá er ég að deyja úr leiðindum og ég skal vera orðin skárri á morgun til að mæta í vinnuna, enda að koma löng helgi og ég má ekkert vera að því að hanga hérna heima hjá mér og gera ekki neitt :( En get svo sum þakkað fyrir að þetta er í fyrsta sinn á árinu sem ég veikist því fyrst eftir að daman fæddist og byrjaði hjá dagmömmu þá var ég alltaf veik, óþolandi alveg! Áður en ég átti dömuna varð ég svo til aldrei veik þannig að ég var ekki alveg að ná þessu og vona bara að við séum báðar komnar yfir þessar veikindahrinur en litla daman mín hefur ekki orðið veik síðan í apríl, en hún hafði líka verið lasin í hverjum einasta mánuði fram að því! Nú krossum við bara fingur og tær og vonum að þetta verði heilbrigða fjölskyldan héðan í frá ;)

Og ég fékk allavega einn glaðning í morgun, en ég steig á vigtina þar sem ég kemst ekki í vigtun í dag í leikfimini (er veik - you know!) og það eru farin 3 kg vúhúhú :þ Þetta gladdi sko mitt litla hjarta enda eru komnar 6 vikur og ég stefndi á 0,5 kg á viku svo ég get ekki annað en verið sátt ;) Og það besta er að ég sá lægstu tölu á vigtinni sem ég hef séð síðan ég átti dömuna *MONT*! Nú er bara að halda áfram því ég er vonandi bara rétt að byrja þar sem það er sko af nógu að taka!

mánudagur, júní 13, 2005

Jackson saklaus!

Já og mér er létt...! Trúði þessu bara alls ekki upp á hann enda hef ég verið aðdáandi lengi lengi. Hinsvegar trúi ég aldrei neinu upp á neinn og er mér enn minnisstætt þegar Briggs hafði mann að fífli - DAMN það sem ég var búin að verja manninn og svo var hann ekki baun saklaus :( En ég trúi að Michael sé saklaus, held hann sé bara mikið mikið mikið skrítinn - en góður maður... og góður vegna þess hversu mikið hann er búin að hjálpa bágstöddum!

Ég er svo slæm að þegar ég er að horfa á t.d. Cold Case þar sem maður veit ekki hver morðinginn er þá er ég alltaf "Æi ekki láta það vera hann, æi nei ekki hún" þegar verið er að finna morðingjann... samt veit ég að einhver verður að vera sekur þar sem morð var framið.... já ég er pínu spes, og einföld, og allt það ;)

Djammið síðustu helgi var GEÐVEIKT, oh MAN hvað ég skemmti mér rosalega vel :o) Verst hvað það varð lítið úr sunnudeginum en það er alveg þess virði - svona einstaka sinnum :O) Við byrjuðum bara hérna úti á palli með Rebbu og Ömma, drifum okkur svo í innflutningspartý til Audda og Lilju þar sem var fullt af Króksurum (bestu partýin sko..!) og svo var bara brunað niður í bæ og tjúttað og trallað, bara stuð ;)

sunnudagur, júní 12, 2005

Myndir

Jæja var að henda inn 2 nýjum albúmum, annað frá keiluferðinni sem ég fór í með vinnunni og hitt er frá svaðalegu djammi sem við fórum á í gær :þ Það var svo svaðalegt að ég bara meika ekki að skrifa mikið meira.... þynnkuvinkonan eitthvað aðeins að stríða manni í dag :)

Bæ í bili!