You asked for it :)
Við stöllur mættum út á völl, töldum að það væri nóg af sætum laus en það kom nú í ljós að svo var ekki... bara nokkuð heppnar að komast með - sjúkket heyrðist bara þegar við löbbuðum loks inn í vél :) (vorum allar á frímiðum)
Dagur 1:
Eftir morgunmatinn kl.09 var okkur skutlað í verslunarhverfi sem var rétt hjá okkur. Byrjuðum á að taka TARGET með trompi... ætluðum aldrei að komast þaðan út og eftir það var kerra orðin nauðsyn... var því "stolið" kerru og labbað með um svæðið, hún var troðfull af pokum! Kl.16:00 föttuðum við að við vorum ekkert búnar að borða síðan kl.09 og var því gúlpað í sig einum Fridays skammti+kokteil áður en haldið var áfram. Fórum síðan þaðan og yfir í Mall þarna rétt hjá en skildum kerruna eftir... þá fóru málin að vandast... Það voru engar kerrur inni í Mallinu nema í einni verslun og þær voru með þjófavörn, við létum okkur samt hafa það, fengum eina lánaða og hver einasta verslun sem við löbbuðum inn í bípti á okkur.... og fólkið hló þegar það sá kerruna og spurði hvort við værum búnar að vera að versla í dag... :) Gáfumst upp eftir nokkrar búðir þar sem kerran dugði ekki til lengur og við dauðar í höndunum, meikuðum ekki að bera þetta meir, þá var hringt í pabba Hauk sem kom og sótti okkur :) Fórum bara heim, sötruðum smá bjór og horfðum á TV - rotuðumst stuttu seinna.
Dagur 2:
Morgunmatur kl.09 og þaðan beint með lestinni inn í Boston að leita að H&M. Fundum 2 búðir á undan henni sem þýddi að ég var komin með HUGE þungan poka þegar við loks fundum hana og það var ekki sjens að geyma hann þarna einhversstaðar inni og það voru ENGAR kerrur þarna, urrrr HATA verslanir sem eru ekki með kerrur - hvað er það??? En allavega, við festumst þar allan daginn og það var mikið helgið að mér þar inni þar sem ég verslaði þar fyrir næstum 1000 dollara og það er ekkert verð á flíkunum þar svo það þurfti ansi margar til að komast upp í þessa upphæð.... Ég heyrði að starfsfólkið var að segja: Já var það þessi sem er með allt þetta dót... ó er það hún.. osfrv.... klikkað lið ég stóð beint fyrir framan það en ég er orðin vön, lenti líka í þessu í Lux!! Eftir H&M var nauðsyn að skutlast með pokana heim en klukkan var nú bara 7 svo við ákváðum að drífa okkur aftur í Target og mallið tómhentar :) Héldum þar áfram til kl.22 en þá var okkur hent út - jú við náðum að grípa pizzusneið kl.21 á hlaupum þann daginn :) Bjór og TV um kvöldið á meðan við náðum að halda okkur vakandi...
Dagur 3
Hann var bara nokkuð rólegur. Skruppum inn í Boston og röltum um, fórum upp í 52 hæða turn og sáum yfir borgina þaðan, geggjað flott :) En svo nenntum við ekki að skoða meira og drifum okkur bara aftur H&M og versluðum svolítið meira :) Kítkum svo á geðveikan kínverskan stað þar sem humar og peking önd voru meðal annars á bostólnum - nammmm besti Kínverski staður EVER!!
Dagur 4
Sorgardagur þar sem þetta var síðasti dagurinn :( Kíktum bara í mallið aftur og kláruðum það sem eftir var en við gátum ekki verslað mikið þar sem kvöldið áður hafði komið í ljós að allar ferðatöskur voru orðnar STÚTFULLAR :(
Já þetta er sem sagt ferðin í hnotskurn - verslað og verslað og síðan verslað pínu meira :) En ferðin var alveg frábær og ekkert smá gaman að fara með mömmu og Dæju, við vorum allar á sömu bylgjulengd, allar til í að verlsa allan sólarhringinn :) Og fólkið sem við gistum hjá gerðu ferðina að 110% ferð, algjört æði að kynnast svona perlu eins og Hauk!