PEACE

föstudagur, október 07, 2005

JÓLIN ERU AÐ KOMA...

Íklædd fannarfeldi :) Þetta er sko uppáhalds jólalagið mitt og gott ef ég er ekki bara að komast í pínu jólaskap því ég er búin með flestar jólagjafirnar og í gær pantaði ég mér jólaklippingu og litun... þann 9.des :)

Oooo get ekki beðið eftir desember, það er sko BESTI mánuður ársins :)

fimmtudagur, október 06, 2005

Myndir

Ég setti inn myndir úr Boston ferðinni inn á síðuna hjá henni Hafdísi Önju minni :) Þetta er neðsta albúmið þar, ef einhver er ekki með lykilorðið en langar að skoða þá bara sendið mér póst á mariablondal@hotmail.com

OK HÉR KEMUR SMÁ FERÐASAGA :)

You asked for it :)

Við stöllur mættum út á völl, töldum að það væri nóg af sætum laus en það kom nú í ljós að svo var ekki... bara nokkuð heppnar að komast með - sjúkket heyrðist bara þegar við löbbuðum loks inn í vél :) (vorum allar á frímiðum)

Dagur 1:
Eftir morgunmatinn kl.09 var okkur skutlað í verslunarhverfi sem var rétt hjá okkur. Byrjuðum á að taka TARGET með trompi... ætluðum aldrei að komast þaðan út og eftir það var kerra orðin nauðsyn... var því "stolið" kerru og labbað með um svæðið, hún var troðfull af pokum! Kl.16:00 föttuðum við að við vorum ekkert búnar að borða síðan kl.09 og var því gúlpað í sig einum Fridays skammti+kokteil áður en haldið var áfram. Fórum síðan þaðan og yfir í Mall þarna rétt hjá en skildum kerruna eftir... þá fóru málin að vandast... Það voru engar kerrur inni í Mallinu nema í einni verslun og þær voru með þjófavörn, við létum okkur samt hafa það, fengum eina lánaða og hver einasta verslun sem við löbbuðum inn í bípti á okkur.... og fólkið hló þegar það sá kerruna og spurði hvort við værum búnar að vera að versla í dag... :) Gáfumst upp eftir nokkrar búðir þar sem kerran dugði ekki til lengur og við dauðar í höndunum, meikuðum ekki að bera þetta meir, þá var hringt í pabba Hauk sem kom og sótti okkur :) Fórum bara heim, sötruðum smá bjór og horfðum á TV - rotuðumst stuttu seinna.

Dagur 2:
Morgunmatur kl.09 og þaðan beint með lestinni inn í Boston að leita að H&M. Fundum 2 búðir á undan henni sem þýddi að ég var komin með HUGE þungan poka þegar við loks fundum hana og það var ekki sjens að geyma hann þarna einhversstaðar inni og það voru ENGAR kerrur þarna, urrrr HATA verslanir sem eru ekki með kerrur - hvað er það??? En allavega, við festumst þar allan daginn og það var mikið helgið að mér þar inni þar sem ég verslaði þar fyrir næstum 1000 dollara og það er ekkert verð á flíkunum þar svo það þurfti ansi margar til að komast upp í þessa upphæð.... Ég heyrði að starfsfólkið var að segja: Já var það þessi sem er með allt þetta dót... ó er það hún.. osfrv.... klikkað lið ég stóð beint fyrir framan það en ég er orðin vön, lenti líka í þessu í Lux!! Eftir H&M var nauðsyn að skutlast með pokana heim en klukkan var nú bara 7 svo við ákváðum að drífa okkur aftur í Target og mallið tómhentar :) Héldum þar áfram til kl.22 en þá var okkur hent út - jú við náðum að grípa pizzusneið kl.21 á hlaupum þann daginn :) Bjór og TV um kvöldið á meðan við náðum að halda okkur vakandi...

Dagur 3
Hann var bara nokkuð rólegur. Skruppum inn í Boston og röltum um, fórum upp í 52 hæða turn og sáum yfir borgina þaðan, geggjað flott :) En svo nenntum við ekki að skoða meira og drifum okkur bara aftur H&M og versluðum svolítið meira :) Kítkum svo á geðveikan kínverskan stað þar sem humar og peking önd voru meðal annars á bostólnum - nammmm besti Kínverski staður EVER!!

Dagur 4
Sorgardagur þar sem þetta var síðasti dagurinn :( Kíktum bara í mallið aftur og kláruðum það sem eftir var en við gátum ekki verslað mikið þar sem kvöldið áður hafði komið í ljós að allar ferðatöskur voru orðnar STÚTFULLAR :(

Já þetta er sem sagt ferðin í hnotskurn - verslað og verslað og síðan verslað pínu meira :) En ferðin var alveg frábær og ekkert smá gaman að fara með mömmu og Dæju, við vorum allar á sömu bylgjulengd, allar til í að verlsa allan sólarhringinn :) Og fólkið sem við gistum hjá gerðu ferðina að 110% ferð, algjört æði að kynnast svona perlu eins og Hauk!

Zzzzzzz zzzzz zzzzzz

OMG hvað ég á erfitt með að halda augunum opnum í dag :( Ég er bara að sofna þrátt fyrir sælgætisát, Pepsi Max og bara allar tilraunir til að hressa mig aðeins við...

Kannski ekkert skrítið, ég svaf ekkert alla mánudagsnóttina en náði að leggja mig í um 3 tíma um morguninn þegar ég var komin heim. Sofanði því seint það kvöldið og vaknaði snemma næsta morgun. Sofnaði svo aðeins fyrir framan imbann í gær alveg búin á því en vaknaði upp í taugaáfalli við það að það stóð einhver yfir mér en þá var Gunni kominn heim úr ræktinni, ég steinsofnuð upp í sófa en daman enn vakandi í sínu rúmi... þvílík móðir sem ég er :-/ Ég var ekkert smá lengi að ná mér eftir að hafa hrokkið svona upp og svo varð ég andvaka þegar ég loks fór inn í rúm og svaf því lítið í nótt :'( Ooohhhh hvað ég vildi ÓSKA þess að það væri föstudagur og ég gæti sofið út í fyrramálið!!

EN maður þarf víst að halda áfram að vinna... veit bara ekki hvernig ég á að fara að því ég er of þreytt til að einbeyta mér, hef bara sjaldan verið jafn trött í vinnu :(

miðvikudagur, október 05, 2005

ANTM

Ég horfi alltaf dolfallin á þessa þætti, finnst þeir alveg frábærir en ég næ því bara ekki hvað stelpurnar eru ófríðar í þessari seríu... ég get svo svarið fyrir það.

Glímustelpan með pissugula/hvíta hárið lítur nú bara út eins og axarmorðingi.... alltaf einhvernveginn grett og stórskrítin í framan, með engan háls og ENGAN = 0 persónuleika...

Fiskurinn.... ja hún lítur bara út alveg eins og gúbbífiskur... mér finnst þeir ekki fallegir...

Þessi sem fór í kvöld - ekkert við hana, nákvæmlega ekki neitt, hún bara gæti ekki verið venjulegri!!

Little miss perfect (sem leið yfir um daginn) - OJ, ekta svona klappstýrugella - finnst hún ekkert smá leiðinleg!!

Hundurinn er bara ugly (þessi sem er með munninn uppi á nefinu liggur við...)

Vá ég gæti haldið endalaust áfram, finnt reyndar 3 ágætar, þessi svarta sem er alltaf eins og hún sé með einhvern hjálm á hausnum (bad hairday all the time) þessi svarta með síða hárið sem er þarna í annað sinn en ég hef gaman af henni ;) Og þessi með svaka stutta hárið, heitir eitthvað svipað Naomi... þær eru þær einu sem eitthvað er varið í finnst mér!! Jú og þessi frá Oklahoma er ágæt, kannski bara vegna þess að hún er frá Oklahoma hehe :)

Vá frábært að geta setið og pikkað inn hvað þær eru allar ómögulegar - maður er jú svo fullkomin sjálfur.... hmmmmm.... þær lesa þetta allavega aldrei svo mér finnst ég ekki eins ill :)

þriðjudagur, október 04, 2005

I'M BACK!

Jæja þá er maður bara mættur á klakann!! Boston var geðveik - allavega búðirnar þar muhahaha :o) Til að lýsa ferðinni í stuttu máli þá fór ég út án farangurs, tók einar buxur og eitt pils með mér út en ég keypti 5 stk. ferðatöskusett úti og TROÐFYLLTI það ásamt því að fá að geyma dót í mömmu og Dæju tösku á leiðinni heim..... jebbs það var sko verslað :) Varð að halda aftur af mér síðasta daginn vegna plássleysis... kom bara ekki meira í töskurnar :/

Við gistum hjá íslenskum hjónum, karlinn sér reyndar alveg um þetta en þetta er svona bed&breakfast staður og sá gamli er sko ÆÐI :) Hann er um sjötugt en þvílíkt hress og þeir sem gista hjá honum kalla hann pabba Hauk hehe við vonumst til að komast aftur til hans á næsta ári :)

Það var mikið labbað í ferðinni, mikið borið - úff ENDALAUSIR pokar maður - og lítið borðað þar sem það hreinlega gafst bara ekki tími í það haha :) Fengum okkur morgunmat kl.9 á morgnana og svo var yfirleitt ein máltíð til viðbótar yfir daginn.... illa farið með mann en þegar maður dettur í svona verslunarham þá finnur maður ekki fyrir hungri, þetta er pottþétt besta megrunaraðferð í heimi get ég sagt ykkur :)

Jæja ég er nývöknuð, svaf ekkert í alla nótt þar sem ég sat í flugvél og ég sef ekki í flugvélum, greinilega sama hversu þreytt ég er!! Lagði mig því í 3,5 tíma eftir að ég kom heim og er núna að taka upp úr töskunum, ætla að reyna að ganga frá sem mestu áður en Gunnar kemur heim, óþarfi að gefa manninum hjartaáfall með því að sýna honum fatahrúgurnar sem liggja hér á víð og dreif hahaha :)