PEACE

miðvikudagur, október 06, 2004

Vinnan og ömmur og afar....

Er búin að vera að spá í það hve mikilvægt það er að maður sé ánægður í vinnunni, jiii hvað það er mikilvægt!! Það hefur sko bara áhrif á allt, ef maður er ekki ánægður þá er erfitt að vakna á morgnana, maður er pirraður þegar maður kemur heim og úff þetta hefur svo mikil sálræn áhrif. Ég finn þetta eftir að ég byrjaði í nýju vinnunni, þetta er bara allt annað líf, maður er alltaf í djóllí gút fíling sko :) Svo ef þið eruð óánægð í vinnunni mæli ég bara með að þið finnið ykkur nýja :þ
Þetta voru sem sagt góð ráð Maríu.....

Já og annað, líta ömmur ykkar og afa út svo til nákvæmlega eins og þau gerðu þegar þið voruð lítil? Mín gera það...... vá þau hafa bara ekkert breyst í 20 ár ég get svo svarið fyrir það :þ Öll ennþá með sömu greiðslu eða svo til (afarnir reyndar með frekar lítið hár og því lítið hægt að breyta til hihi) og þegar ég hugsa tilbaka hafa þau bara ekkert breyst - mér finnst það magnað :) Vonandi lít ég alveg eins út og ég geri í dag eftir 20 ár - kannski er þetta arfgengt :þ

mánudagur, október 04, 2004

Raunveruleikasjónvarpið hertekur ALLT!

Jæja nú er góð tíð fyrir fólk eins og mig sem er sjúkt í raunveruleikasjónvarp ;)

Mánudagar: Survivor og make no mistake about it ég held með THE FBI AGENT ;)

Þriðjudagar: Amazing Race it is vú hú - geðveikir þættir, held með dótturinni og skaddaða pabbanum ;)

Miðvikudagar: America's next top model, líka GEÐVEIKIR og ég held með April og svo Mercedes ;)

Föstudagar: Idol -bara bestir ;) Held með gaurnum sem fékk taugaáfall í síðasta þætti þegar hann var að reyna að syngja Ó borg mín borg... verst að hann komst ekki áfram :( Ég nefninlega held að þetta hafi bara verið stress.... óverdós af mega sega miklu stressi sko ;)

Sunnudagar: The Apprentice koma ótrúlega sterkir inn og mér leist vel á dökkhærðu stutthærðu dömuna en erfitt samt að segja eftir fyrsta þátt ;) Leist reyndar líka vel á RAJ ég hef svo gaman af skrítnu fólki muhahahaha :þ

Netlaus :(

Dísus ég var netlaus alla helgina og þvílíkt HELL!! Urr ég var orðin svo geðvond vegna ástandsins að það var vart búandi með mér..... En það er fockxxx fótbolti núna allan daginn allar helgar í sjónvarpinu og þá hefur maður bara lítið annað að gera en að hanga á netinu og þegar það er ekki til staðar þá hefur maður bara lítið annað að gera en að vera grömpí :(

Ég hafði nú fullt að blogga um um helgina en er auðvitað búin að gleyma því öllu núna.... Idolið var jú snilld, úff hvað ég vorkenndi 2 keppendum... stundum eru þessir þættir bara grimmir sko - en fyndnir um leið muhahahahahaha :o) Bíð spennt eftir næsta þætti ;)