PEACE

laugardagur, júlí 01, 2006

Er þetta heilbrigt... í alvöru..?

Hvað er það með veðrið þetta sumarið, ég hef bara aldrei vitað annað eins!! ALLTAF þegar maður skoðar langtíma spána þá er spáð rigningu svo langt sem spáin nær... ég er hreinlega komin með ÓGEÐ af þessu :'(

http://www.mbl.is/mm/frettir/vedur/ klikkið þarna á - það er spáð rigningu sun, mán, þri, mið, fim.... já og svo eflaust fös, lau, sun osfrv.... VIBBI!!

En ég get allavega huggað mig við spána í Króatíu en þar er sól og 30°C.. of heitt ef eitthvað er en HEY ekki ætla ég að kvarta :) Ætla samt rétt að vona að veðrið hér heima skáni eitthvað þegar ég kem tilbaka því þá tekur við 4 vikna frí hér heima :O)

4 dagar í Króatíu - shitturinn titturinn hvað ég er spennt!!

þriðjudagur, júní 27, 2006

Litli sætasti nágranninn :)

Oh litli kúturinn hennar Rebbu minnar er loksins fæddur, strákur eins og ég átti von á, ja mig dreymdi reyndar stelpu daginn fyrir fæðingu haha en þar sem ég er með eindæmum óberdreymin þá átti ég áfram von á strák :) Og hann hefur fengið nafnið Óttar eins og ég átti líka von á enda flott nafn á flottan strák :) Ég kíkti á hann í dag og hann er bara sætastur dætastur ohhh eggjastokkarnir eru alveg að gera mig geðveika akkúrat núna *kling-kling-kling* q:o)

Ég skrapp í bíó í kvöld á myndina Click og hún byrjaði vel, svakalega hló maður en hún dalaði svo aðeins.. eða varð svona frekar spes... en svona já ágætis afþreying samt sem áður - takk fyrir mig Anna Lea :)

Já og dísus ég fór í klippingu í dag og klippikonan stakk upp á að setja á mig "smá" topp og ég alveg jaaa.. svona ekki alveg viss... Hún var nú alveg á því að það yrði töff - hafa hann svona þvert yfir ennið og jaaaa ok jújú prufum það, ég hef svo gaman af að breyta til. EN þegar hún var búin að klippa hann fór ég að hyperventilera - ég sverð það!! Fann bara að maginn á mér var kominn á hvolf og ég hugsaði bara Ó MÆ GOD WHAT HAVE I DONE og svo minnti ég mig aðeins á að anda inn og anda út :O) Mér fannst ég líta út eins og gömul 5 ára stelpa í speglinum og um leið og ég hugsaði það heyrðist í klippikonunni "jiii hvað þú ert mikil dúlla svona".... riiiiiiight.... maður vill einmitt vera DÚLLA þrítugur!! En þetta venst... vont en það venst lol :)

sunnudagur, júní 25, 2006

ÓTRÚLEGT

Haldið þið að bæði liðin sem ég held með í HM hafi ekki bara gert sér lítið fyrir og komist áfram í dag :) Fyrst voru það "Englarnir" eins við Mæja kjósum að kalla þá hahaha en hann Beckham minn kom þeim áfram - duglegur strákur! Svo voru það Portúgalar og fjúff þvílíkur leikur ég hef bara aldrei séð annað eins. Það voru sko spjöld á ferð og flugi allan leikinn, dómarinn að missa sig, slagsmál út um allt og já bara allt að verða brjálí - en það er nú bara gaman af því :)

Leiðinlegra þegar ég áttaði mig á því að þessi tvö lið mætast í átta liða úrslitum :( En það er þá ekki jafn svekkjandi ef (þegar) Englendingarnir detta út, þá eru allavega Portúgalar eftir :)

Annars fátt í fréttum á þessum bænum, bíð spennt eftir að litli nágranninn minn láti sjá sig og ég held það séu nú bara ágætis líkur á að það fari að gerast fljótlega :) Morgundagurinn ansi flottur með kennitöluna 260606 :)