PEACE

laugardagur, júlí 30, 2005

H&M

Ég fór í gær og sótti nýja H&M bæklinginn og OMG hvað hann er flottur!! Mig langar bara í allan bæklinginn, bæði kvenna og barnadeildina haha og svo sá ég eitthvað smá í karladeildinni líka :o) Það verður því stefnt á borg í USA sem er með H&M, við erum búnar að vera að spá í Minneapolis vegna Mall of America eða Boston sem er meiri svona borg til að skoða líka um leið og verslað er og viti menn, það er HUGE H&M búð í Boston (með alla vöruflokkana) þannig að hún kemur ansi sterk inn muhahaha :)

Ég er bara innipúki um verslunarmannahelgina og finnst það stórfínt, við erum ekki að nenna að fara neitt! Fengum Mæju, Smára og Niku í heimsókn í gærkveldi og skemmtum okkur rosalega vel, bæði fullorðna fólkið og börnin - stundum er heima bara best ;)

þriðjudagur, júlí 26, 2005

EINMANNA GRASEKKJA :(... já og JÓLIN :)

Jæja þá er Gunni stunginn af til útlanda og við mæðgur einar í kotinu! Sem betur fer á ég þessa yndilsegu dóttir, manni leiðist ekki þegar hún er annarsvegar ;) Ég horfði á Fear Factor áðan og það var verið að sýna JÓLAÞÁTT!! Oooo ég fékk alveg fiðrildi í magann, oh jólin, jólin eru bara besti tími EVER, allt svo yndislegt í desember ;) Tala nú ekki um þegar maður ætlar til USA að versla jólagjafirnar, það ætti nú aldeilis að koma manni í gírinn muhahahaha :O) Það sem mig hlakkar samt mest til er að upplifa þau með stelpunni, loksins loksins er hún orðin nógu gömul til að fatta þau aðeins og verða spennt með okkur ;) Verður æði að fara í jólaþorpið, á jólaskemmtanir og litlu jól og opna alla pakkana með henni og og og og..... jæja best að missa sig ekki í jólaundirbúning í 20°C hita og sól í Júlí....!

Ég ætlaði að vinna hálfan daginn á morgun og jafnvel líka á fim ef ég myndi nenna.... jæja ég er EKKI að nenna að vinna á morgun og því síður á fim.... svo ég er bara komin í frí aftur muhahaha :) Glætan spætan að ég nenni eitthvað að vinna á meðan kallinn spókar sig í útlöndunum, ó nei ég sagði barnapíunni því bara að koma aðeins seinna á morgun vegna þess að við daman ætlum að sofa út en svo ætla ég að skreppa ALEIN í sund og steikja mig í sólbaði ef veður leyfir, það ætti nú að vera notalegt ;) Ekki hægt að liggja í sólbaði þegar maður er með villinginn með sér svo það verður fín tilbreyting að skella sér einn, er einhver fullorðin sem vill skella sér með mér...?

Já og HALLÓ ER EINHVER AÐ LESA BLOGGIÐ MITT....?? Hvað varð um alla duglegu kommentarana mína.... nú kommentar bara engin og mér líður eins og Palla einum í heiminum :´(

mánudagur, júlí 25, 2005

Mætt til vinnu...

Já nú sit ég í vinnunni... á samt tvær vikur eftir af sumarfríinu en ég er að vinna mér inn daga fyrir utanlandsferðinni í haust :O) Já við píurnar (ég, Dæja og mamma sko) erum að spá í að skella okkur í kringum mánaðarmótin sept-okt og þá verður maður að eiga nokkra daga í frí svo maður geti nú spókað sig í búðunum í Ameríkunni í nokkra daga!!

Það var ógeðslega erfitt að vakna í morgun en það er svo sem ekkert svo erfitt að vera mætt til vinnu því Gunni er líka að vinna og veðrið er bara CRAP..! Ætlaði að vinna hálfan daginn ef það væri sól en fyrst veðrið lætur svona þá vinn ég bara allan daginn, ætla svo að mæta á morgun og hinn hálfan daginn og sjá svo til hvort ég nenni meir ;)

Jæja best að fara að vinna... eða í mat, það er bara að koma matur - vú hú uppáhalds tími dagsins hjá mér :O)

Maja - over and out!