PEACE

fimmtudagur, maí 12, 2005

ANTM

Já hvað hef ég að segja um lokaþáttinn...?

Hmmm mér fannst það allavega "skemmtileg" tilviljun að annað árið í röð þá lenti stelpan sem ég hélt með alla keppnina í öðru sæti :þ Ég átti reyndar alveg í vandræðum orðið með að halda með henni þar sem hún var way to snobbuð og merkileg með sig fyrir minn smekk en svo fannst mér þær allar hálf klikkaðar svo ég hélt bara áfram með þeirri sem mér fannst fallegust ;) Enda er hún á myndum og í tískusýningum, maður þarf ekkert að hlusta á grobbið í henni hehe ;)

En mér fannst Eva alltaf vinna meira og meira á, hún viðurkenndi galla sína sem mér finnst mjög virðingavert að gera og hún vildi bæta sig. Svo hafði hún mikið meiri útgeislun svo ég var svo sum ekkert brjáluð en God damn ég myndi drepa fyrir líkamann hennar Yaya, sjææææse sjáum hvernig ég verð eftir átaksnámskeiðið muhahahaha :þ

miðvikudagur, maí 11, 2005

Oprah

Jiii ég er ekki að skilja allt fjaðrafokið sem er búið að vera yfir þessum Opruh þætti og að Svanhildur hafi staðið sig hræðilega og ég veit ekki hvað og hvað....

Var að horfa á þetta og fannst hún bara standa sig rosalega vel ;) Hafði bara mjög gaman af þessu og sýndist Oprah gera það líka og fannst þetta ekki á nokkurn hátt gera lítið úr íslenskum konum, eiginlega fannst mér hún bara koma því vel til skila að við erum sjálfstæðar og töff :þ

Ég er pínu svona....

Klikkuð, það er það sem ég er!

Það er með klæðaburð dóttur minnar, ég held ég sé hreinlega hálf vangefin hvað hann varðar. Þegar hún fer í leikskólann á morgnana þá bara VERÐA sokkabuxurnar/sokkarnir að vera í sama lit og annaðhvort buxurnar eða peysan! Það er ekki sjens að barnið fari í bláum sokkum og svo rauðum buxum og bleikum bol - NO WAY! Og það sem meira er, teygjan sem fer í hárið á henni þarf líka að vera í sama lit og bolurinn eða buxurnar og ég held ég geti sagt að hún hafi aldrei farið í leikskólann án þess að allt sé í stíl.... Já og það sem er enn meira kreisí er að það er ekki nóg að það sé bleik peysa og bleik teygja, nei TÓNNINN þarf helst líka að vera eins.... DÍSUS ætli kallarnir í hvítu sloppunum séu á leiðinni að sækja mig....?

En með útifötin á leikskólanum þá er það alltaf sama úlpan og stígvélin/skórnir en það er líka nokkurnveginn í stíl og svo verður húfan að passa við úlpuna. En um helgar vandast málið því þá verða helst jakkinn og skórnir að vera í sömu litum og fötin sem hún er í, annað finnst mér bara varla passa saman....

Ætli það séu kannski allar mæður svona..... æi ég vona það ;) En greyið Gunni velur ekki föt á hana fyrir sitt litla líf haha biður mig alltaf að taka þau til nema um helgar þá leyfir hann nú bara snúllunni að velja á sig sjálfa ef mamma er sofandi, og viti menn ég held hún sé búin að ná þessu bara nokkurnveginn, ég er yfirleitt nokkuð sátt við valið hennar - ef ekki þá bara breytum við því hið snarasta ;)

Og það sem er nú reyndar fyndnast er að ég var svona alveg fram að unglingsárunum, var ALLTAF í sokkum og með teygju í stíl við fötin mín, það er í sama lit ;)

þriðjudagur, maí 10, 2005

MATUR

Ég efa að það sé til sú manneskja sem spáir meira í mat en ég.... Klukkan svona 10 á morgnana byrja ég að spyrja allar stelpurnar í vinnunni hvað þær ætli að fá sér í hádeginu, oooo þá er mig farið að hlakka svo til að fá mér góðan (en hollan) mat! Svo upp úr 14 byrja ég á msn að spyrja Gunna hvað við eigum að borða í kvöld :) Og þess á milli er ég að spá í það hvað ég eigi að borða milli mála ;)

Og átakið hefur sko ekkert dregið úr þessu heldur þarf ég þess í stað að spá bara helmingi meira í þetta þar sem ég þarf að reikna út kaloríurnar í þessu öllu og passa að þær séu hvorki of fáar né of margar ;)

Oh ég er sko ein af þeim sem lifi fyrir að borða í stað þess að borða til að lifa ;)