PEACE

fimmtudagur, janúar 06, 2005

Gáfur

Jæja ég tók út kýrauga færsluna þar sem ég sá fyrir mér að ég yrði aðhlátursefnið allsstaðar þar sem ég kem í framtíðinni hahaha en vonandi höfðuð þið gaman af sem náðuð að lesa hana ;)

Var að spá í að skella inn nokkrum gáfna sögum af mér.... *hugs*... nei það virðist vera eitthvað fátt um fína drætti þar.... damn!

Annars er verið að plana utanlandsferð, eða svona að leggja drög að henni. Er einhver borg sem þið mælið með? Ég er heit fyrir Prag, París, Barcelona og Orlando ;)

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Góðan dag!

Síðan í jólafríinu þá hef ég verið andvaka upp á hvert einasta kvöld þau kvöld sem ég hef þurft að vakna daginn eftir til að mæta í vinnu! Ég sem sofnaði alltaf um kl.23 eða í síðasta lagi um 23:30 er farin að sofna kl.2-2:30 á hverju kvöldi núna :( Ég bara SKIL það ekki og finnst þetta óþolandi ástand, hvað er leiðinlegra en að liggja upp í rúmi og geta ekki sofnað? Svo byrjar maður að verða stressaður, alveg úff klukkan er orðin 1 ég verð að sofna fljótlega, úff nei hún er orðin 2, þetta er agalegt, jiii klukkan er orðin 4 og það eru 3 tímar þangað til ég þarf að vakna, tekur því að sofna....?? JÁ 2svar hef ég sofnað upp úr 4 - ekki heilbrigt sko!

Og í gær þurfti ég að éta tvennt ofan í mig, annarsvegar að ég myndi láta útsölurnar vera og það sem verra er er að ég tilkynnti fyrir nokkrum mánuðum "AÐ 2 ÁRA BÖRN HEFÐU EKKERT AÐ GERA MEÐ SJÓNVARP INN Í HERBERGI OG DÓTTIR MÍN FENGI SKO ENGA SVOLEIÐIS VITLEYSU..." En í gær var farið á ÚTSÖLU og keypt SJÓNVARP með dvd spilara handa litlu dekurdósinni. Þetta var nú reyndar meira gert fyrir okkur en hana þar sem við erum komin með grænar af því að hafa barnaefnið á allan daginn um helgar og svo bætist dvd kids við... nú færist þetta allt inn í herbergi og við endurheimtum sjónvarpið og stofuna aftur vú hú :o) Dæja hafði nú orð á því að krakkinn væri kannski pínu dekraður, hún fengi allt sem hana gæti hugsanlega langað í.... en ég held að á meðan hún hefur ekki vit á þessu þá séum við ekkert að dekra hana of mikið... hmmm...

Ég fékk nú sjónvarp í herbergið mitt 13 ára þegar ég bjó í USA en það var ljótasta sjónvarp sem sögur fara af.... :) Það var sko næstum því jafnhátt og ég - eða brúni ljóti útskorni trékassinn utan um það og var það rosalega breitt líka og níðþungt alveg en váááá hvað mér fannst geggjað að hafa mitt eigið sjónvarp, var alveg sama þó að það væri mikið hlegið að ljóta SÚPER AMERÍSKA sjónvarpinu hennar Maju :o) Þessi lúxus entist nú samt bara í rúmt ár því ég fékk ekki að flytja það með mér frá USA og fékk ég ekki mitt eigið sjónvarp aftur fyrr en 17 ára þegar við Gunni byrjuðum að búa.

þriðjudagur, janúar 04, 2005

Leiðindi

Oh næstu 2 mánuðir eru leiðinlegustu mánuðir ársins :( Ekkert nemma kuldi og slabb og myrkur og leiðindi takk fyrir!! Ég þurfti að skafa af bílnum mínum í morgun, stóð ofan í risastórum slabb polli í nýju fínu kúrekastígvélunum mínum og skóf af rúðunum pikkfast krapið :s Held þetta sé í fyrsta sinn þennan vetur sem ég þarf að skafa því kallinn minn sér um þá deildina á morgnana og þegar mjög kalt er þá er hann yfirleitt búin að fara út og hita bílinn áður en við leggjum í hann á morgnana ;)

Ég myndi svo gjarnan vilja skreppa til útlanda, helst til sólarlanda í 1-2 vikur á þessum tíma ársins en því miður þá er buddan bara hálf tóm eftir jólin eins og svo oft áður :(

mánudagur, janúar 03, 2005

Ferhyrndar rollur :)

Ég sat áðan fyrir framan Stevie (the tíví) að lesa bók en Gunni var að horfa á fréttirnar. Heyri ég svo allt í einu frétt um bónda sem er að rækta ferhyrndar rollur... ferhyrndar hugsaði ég með mér... þetta verður áhugavert að sjá!!

Muhahahahaha þegar rollurnar komu á skjáinn áttaði ég mig á því að ég var aðeins að misskilja þetta með að þær væru ferhyrndar og hahahaha Guð hvað ég hló mikið að minni eigin heimsku - sem stundum virðist ekki eiga sér nein takmörk - og kallinn minn átti ekki til orð og sagði að sumu héldi maður nú bara fyrir sig.... :o)

Er þá ekki um að gera að skella því á bloggið muhahaha :þ

Útsölur

Jæja þá eru útsölurnar að byrja og viti menn ég er bara ekkert spennt fyrir þeim!! Trúi þessu varla sjálf þar sem ég fer nú alltaf og kaupi slatta á stelpuna allavega en núna er bara ekki pláss fyrir meira af fötum í skápnum hennar svo það verður líklegast ekkert verslað á hana og æi ég virðist ekki vera í neinu sérstöku stuði til að versla á mig....! Svo kannski útsölurnar verði bara látnar eiga sig að mestu leiti í ár... það mun koma kallinum mínum skemmtilega á óvart ;)

Litla hlaupabólustelpan mín er öll að koma til, ég var heima hjá henni fyrir hádegi í dag og litla skottan tók sig til og svaf til hálf ellefu þrátt fyrir að hafa sofnað bara upp úr 20 í gærkveldi!! Ooo hvað ég var ánægð með hana, er bara vel út sofin og fín á leið í vinnuna - og það í brjáluðu veðri heyrist mér....

sunnudagur, janúar 02, 2005

Bókagagnrýni Maríu Blöndal....

Já hér kemur þetta:

Kleifarvatn - Mér fannst hún þrælgóð, þó ekki besta bókin hans Arnalds en alveg þrælgóð ;)

Da Vinci lykillin - Snilld, elska svona bækur sem bæði segja góða sögu en maður lærir líka ýmislegt af!

Barn að eilífu - Mögnuð frásögn og Guð minn góður hvað maður áttar sig ekki á því hvurslags rosaleg raun það er að eiga mikið fatlað barn.

Mæli sem sagt 100% með þeim öllum ;) Nú megið þið mæla með góðum bókum í kommentum þar sem ég er orðin bókalaus og ætla að drífa mig á bókasafnið á allra næstu dögum ;)