PEACE

miðvikudagur, desember 29, 2004

Ljósaferðin

Ég fór í ljós áðan. Það er eitthvað sem gerist ekki oft þar sem ég HATA að fara í ljós!! En ég ákvað að skella mér og sjá hvort axlirnar yrðu ekki aðeins betri, er eitthvað stíf þessa dagana og svo eru UNGLINGABÓLUR að hrjá mig þessa dagana, það gleymdi einhver að láta þær vita að ég er ekki unglingur lengur.... Allavega ákvað að sjá hvort ljósin myndu ekki laga það ástand líka ;) Ég hata ljós því það er svo heitt í ljósum að mér verður flökurt og fer að svima, þoli illa svona mikinn hita enda ENGIN sólbaðsmanneskja ;) Og það sem verra er, þegar ég kem úr ljósum er ég eins og skrímsli.... jebb eldrauð eins og eldhnöttur í framan og svo öll svona blettótt.... hvað er það? Sem betur fer fara blettirnir eftir nokkra tíma en mikið er ég alltaf smeik að mæta einhverjum sem ég þekki þegar ég hleyp út... úff sá hinn sami fengi taugaáfall, bara svona - uuuuu var þér byrlað eitur eins og gaurnum þarna í Úkraínu... (var það ekki örugglega Úkraína...held það)

Á leiðinni í ljós var ég að hlusta á útvarpið og það var verið að tala um ástandið í Asíu eftir flóðin. Guð hvað það er erfitt að hlusta á þetta, að vita að þarna eru börn að leita að foreldrum og foreldrar að leita að börnunum sínum og svo ættingjar um allan heim að bíða frétta af sínum nánustu :-/ Eftir smá stund var mér farið að líða svo illa yfir þessu og sá fram á að ég færi að grenja þarna í bílnum sem væri hættulegt því ég var að keyra svo ég skipti um stöð.... hversu gott hefur maður það? Þegar maður er komin með nóg af að hlusta á hörmungarástandið þá skiptir maður um stöð eða slekkur á sjónvarpinu.. Já maður hefur það alveg ótrúlega gott og það eru einmitt svona hlutir sem minna mann á það. Hann föðurbróðir minn býr í Tælandi og það hafði ekkert heyrst frá honum fyrr en í gær, er reyndar ekki á þessu svæði sem flæddi yfir en samt var mjög óþægilegt að heyra ekkert, úff hvað ég finn til með öllu þessu fólki sem bíður frétta af ættingjum sínum og veit ekkert um þá :´(

Jæja best að halda áfram með Da Vinci Lykilinn, þvílík snilldarbók!! Og eftir hana er það Barn að eilífu sem Gunni gaf mér áðan, já hann er sætur þessi elska ;)