PEACE

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Skyldan kallar..

Það er skylda að commenta allavega einu sinni ef þú ert að lesa bloggið mitt og ert sjálf/sjálfur með bloggsíðu...  ég hef svo gaman af að skoða blogg en finn aldrei neinn sem ég þekki :(

Svo commentið hér og skiljið eftir slóðina á síðuna!

Takk fyrir, takk ;)

Dagskráin SÖKKAR!

Það er búið að laga tölvuna hér heima svo kannski maður bloggi bara smá eftir allt ;)

Er búin að vera að pirra mig þvílíkt á því undanfarið hvað sumardagskráin í sjónvarpinu er ööööömurleg :(  Það er bara ALDREI neitt í helv. imbakassanum....  Í vetur var ómissandi þáttur á hverju einasta kvöldi, og oft tveir á kvöldi.. en núna þá eru í raun bara ómissandi þættir á sunnudögum og that´s it!  Reyndar horfi ég alltaf á O.C líka á mánudögum en þeir eru að klárast svo ég tel þá varla með.. og svo er ég búin að skoða síður úti sem segja hvað gerist í síðustu þáttunum svo þeir eru ekkert svo spennó heldur ;)  Líka búin að skoða hvað gerist í Grönnum haha ég hef þetta frá henni ömmu minni en hún er svo slæm að hún les alltaf síðustu blaðsíðurnar fyrst í öllum bókum því hún nennir ekki að lesa bókina nema hún endi vel :)  Muhahaha þvílík snilld enda er hún amma mín BARA snillingur ;)

miðvikudagur, júlí 21, 2004

BÚMMMMMMMMM

Ég sprakk all svakalega í dag :( Fékk mér sko 2 súkkulaðistykki í hádegismat og smá hlaup með..... úff! Þörfin varð bara svo rosaleg að ég réði ekki við mig, ég hef ENGA sjálfstjórn :( Og nammmm hvað þetta var gott *slurp* hefði getað étið meira sko ;) Við Sigrún (minn samstarfsmaður og megrunarkúra-félagi) vorum mikið að spá í það hvort ekki væri til kúr sem krefst þess að maður éti 600g-1kg á dag af sælgæti... hmmm... það væri meira svona kúr fyrir mig sko muhahahaha ;) Þetta gras er bara að gera út af við mig, ég er ekki belja... hef bara margt þarfara við tímann að gera en að útbúa salat allan daginn og reyna svo að koma því niður í marga klukkutíma... en ég er samt ekkert hætt í átakinu, nei nei það er bara smá svona set-back hjá mér núna ;)

Annars er tölvan mín heima í hakki og ég á leið í 12 daga frí, jiiibbííí en það verður því væntanlega ekki mikið bloggað í fríinu... enda held ég að ég sé bara ekki efni í bloggara hef aldrei frá neinu sniðugu að segja...

Er að fara á eftir að hitta litlu spánýju dömuna hennar Hrundar og ég er svo spennt :o) ooo það er svo gaman að sjá þessi nýju kríli, mann langar bara pínku pons í eitt... en svo man ég að þau stækka muhahahaha -djók, það kemur að því að maður fer að spá í að koma með annað, svona eftir nokkur ár ;)