PEACE

miðvikudagur, mars 12, 2008

HEY HÓ

Oh ég hélt þetta myndi koma í dag, fannst dagurinn líka tilvalinn þar sem Anja mín er 12.sept - fínt að hafa 12 hjá báðum :) Vaknaði með verki sem héldu síðan áfram en eru núna að minnka finnst mér... jájá hún stríðir bara áfram :) Hefur hingað til bara strítt á kvöldin - ég þorði ekki í vinnuna í dag, ekki par spennt að eiga upp í Vistor :)

Ég tók nokkrar myndir og setti í bumbualbúmið hjá Hafdísi Önju - næst neðsta albúmið. Vonandi síðustu bumbumyndirnar :)

1 dagur í settan dag... :)

sunnudagur, mars 09, 2008

STRÍÐNISPÚKI

Já litla bumbuskottið er töluvert stríðnara en stóra systir þess var á þessum tíma. Oh svo mörg kvöld/nætur sem ég hef haldið að þetta sé að koma en svo bara hættir allt...!! En bara 4 dagar í settan dag svo þetta styttist allavega :) Hafdís Anja stríddi okkur aðeins nóttina áður en hún kom en svo tók hún þetta með trompi næsta kvöld, en hún lét líka bíða eftir sér í 12 daga - ég voooona að þessi snúlla taki nú ekki upp á því!

Ég er búin að minnka við mig vinnuna, farin að sofa verr á nóttunni svo það var víst kominn tími á það. Vann 60% í síðustu viku og það var fínt, stefni á að halda því bara cirka áfram að öllu óbreyttu. Og það kemur dugnaði akkúrat ekkert við, allir sem tönglast á því hvað maður sé duglegur en þetta er nú mest bara fyrir mig gert, fínt að mæta hálfan dag og hitta alla, gera smá gagn og fara svo heim ekkert þreyttur - tíminn líður mikið hraðar og allir sáttir :O) Ég er búin með öll mín verkefni þannig lagað, setti á out of office á föstudaginn, er orðin tölvu og sætislaus (kallast að vera flakkarinn því maður flakkar á milli skrifstofa í læt að sæti :) og er því núna bara að aðstoða þessa sem tekur við af mér, svo það þarf enginn að hafa áhyggjur að ég sé að ofgera mér :)

Mér fannst fyndið fyrstu ja.. 30 vikurnar cirka hvað ég hafði verið óþolinmóð eftir settan dag síðast. Hugsaði með mér að það tæki því nú ekki þegar loks væri orðið svona stutt í krílið og ég yrði bara róleg núna. Muhahaha shit það er að rifjast upp fyrir mér óþolinmæðin... úff maður... síðustu dagarnir eru bara ekki þeir skemmtilegustu...! Tilhlökkunin eftir barninu er auðvitað að gera útaf við mann en þar fyrir utan get ég ekki beðið eftir að fá líkamann minn aftur... að geta gert einfaldan hlut eins og klætt mig í sokka án þess að finnast eins og það líði yfir mig þá og þegar...!