PEACE

föstudagur, nóvember 05, 2004

Þriðja bloggið í dag!

Já hin tvö duttu bara út, eða annað þeirra kom aldrei og hitt hvarf þegar ég var að reyna að laga það :( Í stuttu máli var annað um það að ég er bara hissa á að vera á lífi eftir alla göngutúrana á skuggalegum göngustígum þar sem hvergi sést til húsa eða mannaferða og hitt var um hann Þórólf - ÁFRAM ÞÓRÓLFUR hehe nei nei bara aðeins að bögga hana Mæju mína ;) En ég finn pínu til með honum þrátt fyrir að líklegast sé það eina rétta í stöðunni að hann segi af sér :( Ætli hann hafi fengið eitthvað af þessum 40 miljörðum sem Olíufélögin sviku af okkur...(kannski sko, hef ekki hugmynd)? Og afhverju er hann einn hengdur? Æi ég er soddan sökker, finn alltaf svo til með fólki þrátt fyrir að það geti nú bara stundum sjálfum sér um kennt. Mér finnst nú samt pínu gróft þegar fólk sem er sjálft að svindla á kerfinu með því að skrá sig t.d. ekki í sambúð og þiggja þar með pening sem það á ekki rétt á, gagnrýnir manninn eins og það eigi lífið að leysa - stundum þarf maður aðeins að kíkja í eigin barm áður en maður gagnrýnir aðra ;)

Jæja ætlaði ekki að blogga um þessi mál aftur, leiðinlegt að blogga um það sama oft!! En ég get sagt ykkur frá fyrsta spinning tímanum mínum sem var í dag. Olgu píurnar stóðu sig nú ekki vel, við Kristín mættum einar á svæðið og Kristín meiri að segja lasin!! En mikið var ég fegin að hún lét sjá sig, leiðinlegt að vera einn, þá vil ég frekar fara bara út að hlaupa :) Allavega eftir fyrsta lagið var mér nú allri lokið og velti því fyrir mér hvort ég myndi bara meika allan tímann.... en það hafðist. Velti því svo fyrir mér ALLAN tímann hvernig mér hafði dottið í hug að fara í þetta helvíti þar sem þetta er bara ÓGEÐ þegar maður er ekki í góðu (eða bara engu) hjólaformi - algjör VIÐBJÓÐUR SKO!! Og svo fór málið að snúast um það hvort ég ætti að láta mig hafa það að sitja á hnakknum en á honum leið mér eins og ég væri með hjúmongus stick up my ass, eða hvort ég ætti að standa og reyna að standa af mér krampana sem voru komnir í lærin... ekki auðvelt val skal ég segja ykkur!! En nú er þetta allt gleymt og ég er bara mega stolt að hafa mætt og þraukað tímann ;) Aldrei að vita nema maður skelli sér aftur að viku liðinni hehe.

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Forvitnin að drepa mann

Oh mig langar svoooo að kíkja hver vinnur America´s next top model, er ekki að höndla spennuna muhaha :) Það bara hlýtur að vera April eða Yoanna..... trúi ekki að Shandi vinni því mér finnst hún einfaldlega ekki sæt og ekki flott... eiginlega bara slána og nördaleg þó vissulega hafi hún komið mikið til.

Ég er að fara út að borða í kvöld í fyrsta sinn í alltof langan tíma ;) En ég er víst á leið út að borða bara allar helgar held ég fram að jólum... dísus, ég sem er í átakinu "í kjólinn fyrir jólinn".... spurning hvaða kjóll það verður...... :) En ég er samt þokkalega sátt við það því mér finnst svo gaman að fara út að borða ;)

Úff var að klára súkkulaðið mitt, það var svindlað pínu í dag og ummmm mikið ÓGEÐSLEGA var það gott, hefði getað étið 10 stk en lét nú 5 duga...... hahaha neinei ég fékk mér bara 1 stk :)

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Goslykt og Bush...

Ég tel mig finna goslykt úti... hlýt að vera með svona rosalegt nef því það finnur hana víst enginn annar...

Og mér skilst að Bush ætli bara að halda áfram að vera forseti, ég get nú ekki sagt að ég hafi haldið með honum... en ástæðan er nú samt ekki sú að ég hafi kynnt mér málið eitthvað, meira bara svona göt fíling - ja eða bara going with the flow.. það heldur nefninlega engin með honum hér á Klakanum hahaha ;)

Jæja vinnan bíður, oao!

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Allt að gerast..

Það er bara allt að gerast, eldgos og læti! Ég er líklega sá íslendingur sem hefur hvað minnstan áhuga á þessu gosi held ég..... jú samt er alveg pínu áhugi, svona náttúrdót er pínu töff ef maður sér það... mér finnst bara ekkert gaman að hlusta á fréttir af því og sjá ekki neitt!

Annars snýst allt um ræktina þessa dagana. Talað um það eftir pömpið í gær að mæta bara alla virku dagana í vikunni.... úff ég fékk nú bara pínu fyrir hjartað sko! EN ætli það sé ekki það sem til þarf til að ná settum markmiðum.... gæti trúað því ;) Fyndast finnst mér þó að það er stefnt að því að fara í Body Balance á fimmtudaginn en það er svona afslöppunar leikfimi einhver.... sko ég fíla meiri svona aflsöppun fyrir framan imbann með gos í annari og sælgæti/popp í hinni..... :) Er ekki alveg að sjá það sem afslöppun að keyra í Sporthúsið í brjáluðu íslensku veðri og hlaupa inn í húsið á miljón til að blotna ekki eða krókna úr kulda....(löng vegalengd þar sem maður fær bara stæði lengst í rassgati) fara síðan inn í mettaðann svitasalinn þar sem maður hreinlega drekkur svitann frá þeim sem voru þar á undan þegar maður andar því loftið er svo ógeðslegt - já og slappa af þar...... en ég ætla að prufa það samt sem áður, sjáum hvernig fer ;)

mánudagur, nóvember 01, 2004

Alvara lífsins tekin við

Oh mánudagar eru bara leiðinlegir :( Alltaf svo yndislegar helgarnar en svo er svo erfitt að rífa sig upp á mánudagsmorgnum og fá sér eitthvað "hollt" að borða og bara æi allt svo erfitt eitthvað....

Tók aldeilis á því í gær, fór út að hlaupa og hugsaði sko með mér að nú yrði ég ekki góð við mig en Rebekka er víst sammála Birnu með það að ég sé alltof góð við sjálfan mig..... Allavega tók ég feitt á því og er bara með harðsperrur í dag :) Síðan er það bara pömpið í kvöld og nú hefur fimmta Olgan bæst í hópinn - jú hú, velkomin Rebekka mín þú færð sem sagt titillinn fimmti félaginn híhí :)

Jæja best að halda áfram að vinna, verst hvað það gengur illa það sem ég er að gera.... það er vegna þess að ég kann hvorki spænsku, frönsku né almennilega þýsku... og allar upplýsingarnar sem ég á að finna eru á þessum tungumálum.... WISH ME LUCK!