PEACE

föstudagur, febrúar 10, 2006

SUMARFRÍ here I come

Ja eða sko eftir tæpa 5 mán... :) Bókuðum loks ferðina í gær og nú er mann bara farið að hlakka til.. verst hvað það er ógeðslega langt í þetta :'( En það verður fljótt að líða :)

Var í pínu vandræðum með að ákveða hvort ég ætti að vera 1 eða 2 vikur... en það var ákveðið að fara bara í viku því mér finnst of mikið að taka helminginn af sumarfríinu án stelpunnar! Sumarið hérna heima síðasta sumar var líka bara besta sumar EVER held ég svo mig hlakkar til að eyða nokkrum vikum hérna - vonandi mikið úti á palli ef veður leyfir :) Dömunni var ekki boðið með..... það á að fara í fullt af skoðunarferðum, út að borða/drekka á kvöldin, kafa og svona í sjónum og það er bara ekki eitthvað sem 3ja ára hnáta hefur gaman af og fær hún því að fara í sveitina :O) Þegar hún verður svolítið eldri langar mig að fara með hana til Florida í alla garðana þar... við hefðum örugglega öll jafn gaman af því :) En mig langar að hún verði orðin það gömul að hún muni aðeins eftir því þegar hún verður eldri..

Annars er þetta ekki skemmtilegur dagur... vaknaði í fínu skapi en svo bara allt í einu fannst mér dagurinn leiðinlegur.... skrítið!! Kannski því ég er svo til bara með leiðinleg verkefni í vinnunni sem ég ætla að klára í dag.. það hefur ótrúlega mikil áhrif!!

Góða helgi allir!

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

BORGARBARN

Ég er alltaf að sjá það betur og betur hvað ég er mikið borgarbarn!!

Var í gær að lesa bókina hans Arnalds og í henni er ein sögupersónan að deyja - sem ég by the way finn ekki út hvort sé kona eða maður... Marion Briem.. er það ekki konunafn? Ég hef alltaf haldið að þetta sé kona en Gunni heldur að þetta sé maður... hvað haldið þið?

Jæja allavega þegar ég las um þessa persónu á sjúkrahúsinu mundi ég hvað mér fannst æðislegt að horfa út um gluggan þegar ég var á sjúkrahúsinu í Delta tilraununum, fannst svo æðislegt að sjá öll ljósin í borginni.... og það minnti mig líka á það hvað það var yndislegt að horfa út um stofugluggan á Kársnesbrautinni hjá ömmu og afa og sjá öll ljósin á kvöldin...

Ég hef aldrei spáð neitt í það að hafa útsýni þar sem ég bý... enda hef ég alltaf hugsað með mér þegar talað er um útsýni að um sé að ræða fjöllin eða sjóinn... allavega eitthvað svona landslag sem ég er ótrúlega óspennt fyrir!! En ég væri alveg til í að vera upp á smá hæð þar sem maður sæi öll ljósin á kvöldin í borginni - það væri æðislegt útsýni fyrir mig :) Og þegar ég keyrði stelpuna á leikskólann í myrkrinu í morgun sá ég að þetta er AKKÚRAT útsýnið úr húsinu sem við buðum í síðasta haust.... URR alveg hreint óþolandi að horfa inn í þetta hús á hverjum einasta degi... 2svar á dag :'(

Já ég held ég sé borgarbarn í húð og hár...!!

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Lífið er lag

Hehe munið þið eftir þessu Eurovision lagi "Lífið er lag"... eða var það ekki í Eurovision..? Whatever, maður heyrir ekkert annað þessa dagana en "Eurovision" og "Silvía Nótt" ég er alveg að fá æluna af þessu... hlakkar til þegar keppnin er bara búin og hún búin að rústa þessu úti hehe þá geta allir hætt að tala um þetta :O)

Helgin síðasta var sko ljúf :) Kíktum á föstudeginum til Ingu frænku sem átti afmæli OG hafði gift sig kvöldið áður :O) Áttum mjög skemmtilegt kvöld með fjölskyldunni!! Horfðum meðal annars á idolið og vá hvað Sara RÚSTAÐI þessu maður hehe var lang best!! Og Ingó líka, hann var rosalega góður. Annars eru þau 2 + Bríet, Snorri og Alexander í topp 5 hjá mér, finnst þau bera af og var reyndar mjög ósátt með að Angela færi heim, margir svo mikið slappari en hún þarna þó svo þetta hafi ekki verið hennar besta kvöld..

Annars var lítið annað gert um helgina nema slappað af... ég byrjaði reyndar að horfa á Grey's Anatomy og missti mig aðeins... horfði á 24 þætti um helgina *hóst* jájá búin að heyra það - ég er klikkuð og allt það en þetta bara gerðist einhvernveginn.... ég bara gat ekki hætt... SOMEBODY HELP ME :o) En ég horfði líka á nokkra á föstudeginum þegar ég var hérna heima með stelpuna veika... ok ég hefði kannski ekkert átt að segja frá þessu en what the heck...

Ég er að lesa nýjustu bókina hans Arnalds núna og hef bara ALDREI verið svona lengi með bók eftir hann.. finnst hún samt ágæt en ég einhvernveginn festist ekki í henni eins og svo oft áður... kannski vegna þess að ég er alltaf að horfa á einhverja þætti í tölvunni.. gæti verið :)

Að lokum þá á heimsins bestasta systir á afmæli í dag - til hamingju með það sæta *smúts*