PEACE

laugardagur, september 16, 2006

Salöt - stórhættuleg

Mér hefur tekist svolítið sem fáum hefur tekist.... fyrir 2 árum eða svo þá brenndi ég mig á salati!! Ég var að skera í salat fyrir vinnuna í hádeginu og svo upp úr kl.3 þá fór að myndast risastór brunablaðra á handarbakið á mér, náði sko yfir allt handarbakið. Fór til helling af læknum og allir stóðu þeir á gati þar til ég fór til húðsjúkdómafræðings sem var ekki lengi að spyrja hvort ég hefði verið að búa til salat... og sagði að safinn úr lime-inu eða einhverju öðru hefði greinilega ert húðina svona mikið og brennt hana... JA HÁ!! Lækniskostnaðurinn var kominn upp í 15 þús og vinnan mín taldi þetta sem "vinnuslys" og borgaði hann allan tilbaka hahaha :)

Í gær var ég svo með matarboð, var með STERKAN rétt.. held að allir hafi logað að innan nema ég eftir matinn - úps.. Allavega þá þurfti að skera 9 chili fyrir matinn sem og ég skar og þvoði mér vel um hendurnar á eftir þar sem það er agalegt að nudda t.d. augun eftir að hafa skorið chili - been there done that!! Jæja seinna um kvöldið fer ég í bað og SHITTURINN TITTURINN þegar ég kem úr baði loga báðar hendurnar á mér gjörsamlega!! Allir fingur og alveg niður að úlnlið er bara ON FIRE. Úff mér leist ekkert á þetta, þvoði hendurnar aftur og aftur og bar á þær Aloe Vera en ekkert virkaði og endaði ég því uppi í sófa með báðar hendur ofan í skál með ísköldu vatni í.... sem var líka ógeðslega vont því það var eins og það væru nálar í vatninu en að lokum dofnaði þetta og ég sofnaði með hendurnar í ísbaði.

Vakna í morgun og var skíthrædd um að ég yrði öll út í blöðrum en svo var ekki... enn smá hiti í höndunum en ekkert miðað við í gær og virðist allt vera að jafna sig.

Svo pípól - farið varlega þegar þið skerið niður grænmeti!!

fimmtudagur, september 14, 2006

BARA FYNDIÐ!!

Ástralir

Hér eru nokkrar spurningar og svör sem birtust á upplýsingavef fyrir ferðamenn sem stefna á ferð til Ástralíu:

SP: Er einhvern tímann rok í Ástralíu? Ég hef aldrei séð rigningu hjá ykkur í sjónvarpinu, hvernig fara plönturnar að því að vaxa? (Bretland)
SV: Við flytjum inn fullvaxnar plöntur og sitjum svo og horfum á þær drepast.

SP: Mun ég sjá kengúrur á vappi á götunum? (USA)
SV: Það fer eftir því hvað þú ert búinn að drekka mikið.

SP: Mig langar að ganga frá Perth til Sidney, get ég fylgt járnbrautarteinunum? (Svíþjóð)
SV: Jú, jú, ekkert mál, það eru bara 3 þúsund mílur, taktu með þér slatta af vatni.

SP: Það er mjög mikilvægt að ég fái lista yfir staði sem geta útvegað mér uppstoppaðar skjaldbökur. (Ítalía)
SV: Ég held við séum ekkert að svara þessu.

SP: Eru hraðbankar í Ástralíu? Getur þú sent mér lista yfir þá í Brisbane, Cairns, Townsville og Hervey Bay? (Bretland)
SV: Úr hverju dó seinasti þrællinn sem þú áttir?

SP: Getur þú gefið mér upplýsingar um flóðhestakappreiðar í Ástralíu? (USA)
SV: A-frí-ka er stóra þríhyrnda heimsálfan sunnan við Evrópu, Ás-tra-lía er stóra eyjan í miðju kyrra-hafinu og þar eru ekki... nei annars gleymdu þessu. Flóðhestakappreiðarnar eru alltaf á þriðjudögum á Kings Kross. Komdu nakinn.

SP: Í hvaða átt er norður í Ástralíu? (USA)
SV: Horfðu í suður og snúðu þér um 90 gráður. Hringdu í okkur þegar þú ert búinn og við sendum þér afganginn af leiðbeiningunum.

SP: Má ég koma með hnífapör til Ástralíu? (Bretland)
SV: Til hvers? Notaðu bara puttana eins og við.

SP: Getur þú sent mér tónleikaskrána fyrir Vínardrengjakórinn? (USA)
SV: Ast-ur-ríki er litla landið við hliðina á Þýskalandi.... nei annars gleymdu þessu. Vínardrengjakórinn kemur alltaf fram á þriðjudögum á Kings Kross beint á eftir flóðhestakappreiðunum. Komdu nakinn.

SP: Er hægt að fá ilmvötn í Ástralíu? (Frakkland)
SV: Nei, það er ekki skítalykt af OKKUR.

SP: Ég hef fundið upp nýja vöru sem gefur þér eilífa æsku. Getur þú bent mér á hvar ég get selt hana í Ástralíu? (USA)
SV: Þú getur selt þetta alls staðar þar sem margir Bandaríkjamenn eru saman komnir.

SP: Get ég notað háhælaða skó í Ástralíu? (Bretland)
SV: Þú ert breskur pólitíkus, ekki satt?

SP: Getur þú sagt mér á hvaða stöðum í Tasmaníu konur eru í minnihluta? (Ítalía)
SV: Jebb, á hommabörum.

SP: Haldið þið upp á jólin í Ástralíu? (Frakkland)
SV: Bara á jólunum.

SP: Eru verslanir í Sidney og er hægt að fá mjólk allan ársins hring? (Þýskaland).
SV: Nei, við erum friðsælt samfélag flækingssafnara og veiðimanna. Mjólk er ólögleg í Ástralíu.

SP: Vinsamlegast sendu mér lista yfir alla lækna sem geta útvegað móteitur gegn skröltormabiti. (USA)
SV: Skröltormar lifa í Am-er-íku þar sem ÞÚ býrð. Allir ástralskir snákar eru meinlausir og eru fínir sem gæludýr.

ÞESSI ER BEST :)
SP: Ég er með spurningu um fræga skepnu í Ástralíu en man ekki hvað hún heitir. Það er svona bjarndýr sem býr í trjám. (USA)
SV: Þeir eru kallaðir detti-birnir. Það er af því að þeir láta sig detta úr trjánum ofan á fólk og éta úr þeim heilann. Þú getur samt varist þetta með því að hella yfir þig mannaþvagi, þá láta þeir þig í friði ef þú ert úti að labba.

SP: Ég var í fríi í Ástralíu 1969 og mig langar að hitta stúlku sem ég var með þá. Getur þú aðstoðað? (USA)
SV: Já, ekkert mál, en þú þarft áfram að borga henni fyrir klukkutímann.

SP: Get ég talað ensku á flestum stöðum í Ástralíu? (USA)
SV: Jamm, en þú verður að læra hana fyrst.

miðvikudagur, september 13, 2006

Magnavaka?

Mig langar að vaka og horfa á Magna í nótt. Hvort það tekst er svo aftur á móti allt annar handleggur...!!

Ég ætlaði að vaka í gær. Vakti og vakti og vakti þar til klukkan var orðin hálf tólf þá bara gat ég ekki haldið augunum opnum og þá blótaði ég sk0 sjálfri mér að hafa ekki bara farið inn í rúm kl.22 þegar ég var orðin uppgefin!!

Núna er kl.21 og ég er aaaalveg að sofna svo líkurnar eru ekki góðar.. Haldið þið að ég nái að vaka? Mér datt í hug að fara út að hlaupa þar sem það er á stefnuskránni að ná að hlaupa 10km í einum rikk núna fljótlega. En nei í kvöld eins og önnur kvöld eru 40 vindstig úti, bara nánast hættulegt fyrir fólk að fara út að hlaupa svo ég hef haldið mig inni... öryggisins vegna.

Í kvöld var 3ji í afmæli hjá dömunni minni. Sem er ágætt því ég má borða á mig gat í afmælum (það er í sama samning og hlaupareglurnar).. og er þetta 4 afmælið síðan á laugardag.... úps...!!

þriðjudagur, september 12, 2006

STÓRA STELPAN


Daman mín er orðin fjögurra ára. Hún er orðin svo stór að henni finnst ekki við hæfi að hún leiki sér með dót lengur því hún er orðin STÓR stelpa hahaha :o)

Mér finnst bæði skrítið að hún sé orðin svona stór en mér finnst enn meira skrítið að fyrir rúmum 4 árum átti ég ekki barn.. mér finnst ég alltaf hafa átt hana :) Enda ekki hægt að ímynda sér lífið án litlu skottunnar þar sem hún er það yndislegasta í heimi!!

mánudagur, september 11, 2006

Sveitakonan

Það var brunað í sveitina á föstudaginn og farið í þrítugsafmæli til Önnu Leu á laugardaginn. Engin smá veisla og veitingar... mmmmm fæ bara vatn í munninn við tilhugsunina um matinn :o) Við átum á okkur gat og þömbuðum bolluna eins og óðar manneskjur og svo upp úr miðnætti var tölt yfir á Ólafshús (sem ég kalla Pollann) og þar voru Hreimur og Vignir að spila og bara þvílíka stemmingin ég dansaði af mér fæturnar, svei mér þá!!

Allavega súperskemmtilegt kvöld, takk æðislega fyrir mig Anna Lea :)

Vaknaði svo á sunnudaginn við að daman mín vildi fara í réttir... úff púff. En við Gunni drifum okkur á fætur og í réttir í skítakulda og roki en svei mér þá þetta var bara mjög gaman og dóttirin fílaði sig sko í ræmur :)

Henti inn myndum frá London og afmælinu neðst í albúmið hjá Hafdísi Önju minni :)