PEACE

föstudagur, apríl 04, 2008

BRAUÐFÆTUR

Ég hreyfði mig ekkert á meðgöngunni, sko EKKERT. Ég var meiri að segja hætt að fara upp á næstu hæð á morgnana að sækja mér kaffi með stelpunum í vinnunni því ég hreinlega nennti ekki upp tröppurnar... hámark letinnar!!

En núna get ég ekki beðið eftir vorinu, ætla að vera svooo dugleg að labba úti með vagninn í Heiðmörkinni :) Ég fékk smá áfall í gær. Labbaði út í sjoppu (já að kaupa nammi..) og þurfti að hoppa niður smá halla og yfir drullupoll (þetta var svipað og hoppa niður 2 tröppur) og ég bara stekk eins og ekkert sé og shit þegar ég lenti gáfu fæturnir sig og ég bara DATT! Lappirnar á mér hreinlega báru mig ekki!! Sem segir mér tvennt: 1) Ég er of þung fyrst fæturnir bera mig ekki lengur - er að byrja að vinna í því! 2) Ég VERÐ að fara að hreyfa mig og styrkja, herregud!

Fór í fyrsta göngutúrinn í dag sem var æði meðan við vorum með vindi, bara brjáluð blíða og yndislegt að labba úti en á leiðinni tilbaka (á móti vindi) var bara geðveikt kalt - brrrrrr. Vonandi verður aðeins minni vindur á morgun því þá er stefnt á göngutúr nr.2 :o)

þriðjudagur, apríl 01, 2008

LETILÍF

Ég hef bara frá engu skemmtilegu að segja, lifi algjöru letilífi þessa dagana og það er að venjast... er meiri að segja hætt að kíkja á vinnupóstinn oft á dag - stend mig samt að því að opna hann einstaka sinnum en er nú eiginlega hætt að fá póst þar sem flestir eru búnir að fá out of office frá mér :o)

Við Mæja fórum hinsvegar í heimsókn upp í vinnu í dag með krílin og mikið var gaman að hitta skvísurnar aftur, ohhh þær eru svo frábærar :) Voru búnar að kaupa kökur og gáfu okkur gjafabréf og tóku það skýrt fram að við ættum að eyða þessu í OKKUR muhahaha þarf ekki að segja mér það 2svar - MAC here I come!! Þarf að tékka á Soffíu hvað er heitast í dag - ég hef yfirleitt alltaf bara keypt eitthvað sem ég sé hana mæla með á síðunni sinni þegar ég kaupi mér snyrtivörur :o)

Ég var heldur sein að taka mig til í heimsóknina, gleymi alltaf að gera ráð fyrir dágóðum tíma í brjóstagjöf áður en ég fer út og fer ég því yfirleitt út með hálfsatt kríli sem verður svo svangt aftur innan skamms..... en ég hlýt að fara að átta mig!

Við Karítas Eva vígðum vagninn í gær, skruppum í heimsókn til Rebekku í næstu götu og það er eins með Karítas Evu og systir hennar, hún rotast um leið og hún fer út í vagn. Mér finnst hún samt aðeins of lítil til að sofa úti, ekki orðið það hlýtt en ó mæ god hvað ég get ekki beðið eftir sumrinu.. ja eða bara vorinu :)

sunnudagur, mars 30, 2008

2 VIKNA

Vá tíminn flýgur, litla ljósið orðið 2ja vikna!! Skrítið, mér finnst tíminn líða svo hratt en samt finnst mér svo skrítið að hún hafi verið í bumbunni á mér fyrir bara 2 vikum...!

Mér finnst hún auðvitað sætust í öllum heiminum og geiminum - ásamt stóru systur :) Áður en ég átti stelpurnar mínar trúði ég því ekki að mæðrum þættu börnin sín alltaf fallegust, ég hugsaði með mér að maður hlyti nú að sjá að það væru til fallegri börn en manns eigin. Boy was I wrong muhahahha :o) maður sér þau bara einhvernveginn allt öðruvísi en börn annara - og þannig á að það vera, auðvitað eru börnin manns sætust ;) Og strax þar á eftir koma börn vinkvennanna - ég er farin að spá hvort sama lögmál gildi þar eða hvort að allar mínar vinkonur eigi bara svona hrikalega falleg börn... svo sem ekkert ólíklegt því þær eru allar svo sætar :)

Allavega þá leikur lífið við okkur í Kólguvaði :) Karítas Eva drekkur á ca.3 tíma fresti yfir daginn sem er bara stórfínt og á ca.3-4 tíma fresti yfir nóttina og hefur tekið alveg upp í 5 tíma lúr sem er algjör lúxus :) Á milli þess sem hún drekkur heyrist ekki í henni, algjör draumur í dós :)