PEACE

föstudagur, febrúar 11, 2005

Maja mælir með:

Damian Rice ooo þessi diskur er bara snilldin ein!

Hann syngur meðal annars lagið úr myndinni Closer með Jude Law og Juliu Roberts sem heitir "The Blower's Daughter" en textinn er "I can't take my eyes off of you" ég hreinlega eeeeeelska það lag ;)

Já og sáuð þið American idol í gær? Hvað var málið með stelpuna sem gat ekki lært textana hahahaha þetta var bara ein setning liggur við en hún var ekki að meika að muna hana - hafði þó um sólarhring til þess..... kræst hvað hún var furðuleg!! Þátturinn var frábær eins og alltaf, við Gunni vorum alveg í kasti ;) Já og drengurinn þarna furðulegi (feitur sköllóttur) sem var með stóra sköllótta stráknum og þessum svarta sem var líka frekar stór í hóp.... hann minnti frekar á raðmorðingja en söngvara... en vá hvað hann söng vel! Myndi samt fylgjast vel með honum ef ég væri í FBI.... WEIRDO!!

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Framundan

Feb. mánuður er uppfullur af spennandi uppákomum get ég sagt ykkur ;)

Í kvöld er ég að fara að hitta Íslandsflugsgellurnar gömlu, hlakka ekkert smá til, þetta var svo geggjaður vinnustaður með frábæru fólki, við eigum eflaust eftir að skemmta okkur vel í kvöld ;)

Helgin verður reyndar bara afslöppun og oooo hvað mig hlakkar til ELSKA afslöppunarhelgar ;)

Næstu helgi (19.feb) fer ég LOKSINS í klippingu en hárið á mér er orðin hreinn viðbjóður - OJ! Og ég ætla að breyta pínu til.... verður spennandi að sjá hvort lukkutröllið breytist eitthvað við það... kannski í prinsessu... muhahahahha neee varla!

Þessa sömu helgi fer ég í matarboð til nöfnu minnar, hún er soddan snilldarkokkur að ég fæ bara vatn í munninn við tilhugsunina ;)

Helgina þar á eftir fer ég út að borða með föndurklúbbnum á fimmtudeginum á Tapaz barinn, hlakka mikið til því ég hef aldrei komið þangað!
Á föstudeginum er svo matarboð með vinnunni og Singstar og læti og Þorrablót hjá kallinum. Er búin að redda næturpössun það kvöld því það á að taka á því vú-ha ;)

Jább nóg af stuði framundan, feb ætlar að vera bara nokkuð spennandi mánuður ;)

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Föndursnillingurinn

Já eins og þið vitið flestar þá hef ég tekið smá föndurrispur með föndurklúbbnum mínum og afraksturinn verið svona upp og ofan....

Dóttir mín gaf okkur í jólagjöf æðislegan kertastjaka sem hún gerði á leikskólanum, hann er úr svona glæru gleri sem búið er að handmála á "listaverk" ;). Þegar Rebba vinkona mín sá hann í fyrsta sinn tekur hún hann upp og segir, æ sætt gerði hún hann á leikskólanum? Svo kemur allt í einu svona smá fát á hana og hún bara "uuuu eða... gerði hún hann kannski ekki... uuu...?" Haha þá fattaði hún allt í einu að gersemin gæti verið eftir föndursnillinginn sjálfan hahahaha en svo var nú ekki og hún slapp með skrekkinn í þetta skiptið ;)

Ég var svo að segja ónefndri nöfnu frá þessu um daginn og hún bara iss ég hef nú lent í því verra!!
Þá hafði hún verið með matarboð, sem var frekar í fínni kantinum og hafði hún lagt allt sitt fínasta púss á borðið og þar á meðal rosalega flottar glasamottur sem hún hafði föndrað sjálf úr Mosaik flísum. Ég hef nú ekki séð þessar glasamottur en oft heyrt á henni að þær séu sko meira en lítið töff.....
Jæja fólk sest til borðs og þá tekur einn matargesturinn upp eina mottuna og segir að það sé nú alltaf gaman að eiga svona dót eftir þau........ HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA MUHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA Jesús mér finnst þetta bara endalaust fyndið, Smári náði víst eitthvað að grípa þarna frammí og koma því að að það væri nú eiginkonan sem væri svona klár í fingrunum HAHAHAHAHAHA...... hugsa að ég hefði bara þagað og leyft liðinu að halda að barnið hefði gert þær, enda er ég aumingi þegar kemur að svona löguðu - skömmin og allt það ;)

Pirrandi

Eitt af því sem pirrar mig hvað mest er þegar maður er að tala við einhvern, að svara viðkomandi eða segja frá einhverju og hann fer að horfa eitthvað annað en á mann, upp í loft t.d. eða eitthvað álíka og virðist ekkert vera að hlusta á það sem maður er að segja... urrr get alveg orðið band brjálí! Svo þegar maður þagnar kemur "Hvað varstu að segja...?" Pirrrrr!!!!

Annað sem er pirrandi er þegar maður segir GÓÐAN DAGINN og viðkomandi segir ekki orð... Hversu erfitt er að segja Góðan daginnn...? Greinilega stundum bara OF ERFITT!!

Það sem er LANG MEST pirrandi er þegar það koma svona dagar þar sem maður er FEITASTUR og LJÓTASTUR í heimi, þeir hafa verið aðeins of margir undanfarið.... spurning um að fara að gera eitthvað í þessum aukakílóum sem bara sitja sem fastast..... Urrr ég verð bara mega pirruð af að hugsa um það hvað þetta pirrar mig. Öfunda svo fólk sem getur étið eins og það vill án þess að fitna, það væri í alvöru bara draumalíf!!!!!!!

sunnudagur, febrúar 06, 2005

Bollubakstur

Já haldið að húsmóðirin hafi ekki bara skellt sér í bollubakstur í dag og útkoman var meira en lítið glæsileg og girnileg og góð nammmm ;) Í stað þess að setja í bollurnar sultu var súkkulaði ofan á þeim sem og innan í hehe algjört lostæti og svo bara rjómi með ;) Þetta var sem sagt kvöldmaturinn í kvöld!!

Idol á fös var bara stórfínt, allir að standa sig bara vel og mikil breyting frá föstudagskvöldinu þar áður - thank god. Ég held enn með Hildi Völu og var sátt við þá sem fóru niður og Brynja stóð sig þvílíkt vel þegar hún var að kveðja, bara brosti sínu fegursta og kvaddi með þökkum, finnst hún algjört æði ;) Eftir idolið var spilaður Popppunktur og ég mæli með því spili, algjör snilld og á að endurtaka leikinn fljótlega.... hver vann man enginn..... því miður muhahahah ;)

Bíóblogg =>
Fór á Alfie um daginn og hún var ágæt en eingöngu vegna þess að Jude Law nokkur er ómótstæðilegur, ef einhver annar minna spennandi hefði leikið í henni hefði ég varla nennt að horfa á hana ;)

Tókum Bourne Supremacy í gær og mér fannst hún stórfín ;)

Man ekki eftir fleiri myndum sem ég hef séð undanfarið.... frekar léleg bíómyndaframmistaða :(

Jæja bakstur dagsins er ekki einu sinni hálfnaður því nú ætla ég að fara að baka kökur fyrir afmælið hennar Dæju sem er á morgun, bið því bara að heilsa í bili ;)