PEACE

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Bíóblogg

Ég fór í bíó í kvöld, fór að sjá Break Up og fannst hún bara stórfín :) En það skemmdi pínu myndina að stelpurnar sem sátu fyrir framan okkur voru ekki bíóhúsum hæfar og mér finnst ég lenda ótrúlega oft í því að vera með fólki (unglingum) í bíó sem hreinlega kann sig ekki og þetta getur algjörlega eyðilagt stemminguna :( Þessar voru klagaðar (ekki af mér samt) og það kom stelpa á þeirra aldrei að skamma þær... það virkaði ekki vel.. eins og gefur að skilja! Urr og fyrir vikið varð maður enn pirraðri og þetta var á mjög svo hjartnæmum punkti í myndinni - sem var kannski ágætt því ég slapp allavega við að grenja :)

Og fyrir myndina var verið að sýna úr Súperman myndinni. Ég velti því fyrir mér hvort allir karakterarnir í þeirri mynd eigi að vera þroskaheftir...? Ég meina HALLÓ þekkið þið mig þegar ég tek niður gleraugun....? Ef Gunni myndi mæta heim einn daginn með gleraugu og í nýjum fötum myndi ég örugglega henda honum út því ég myndi AAAAALDREI þekkja hann..!! Dísus mig langaði að öskra á liðið "HALLÓ HANN ER EKKI MEÐ NEINA GRÍMU"!!!

Köngulærnar hafa haft hægt um sig í dag... sjáum hvað setur á morgun en þá ætla ég að spóka mig um á pallinum mínum ef spáin rætist :)

mánudagur, júlí 17, 2006

Kóngulóar-ÓGEÐ

Ég sver það ég bý í Kóngulóar-hell!! Þær eru hreinlega allsstaðar hérna fyrir utan og ekkert lítil stk skal ég segja ykkur, oj nei þær eru HJÚMONGUS!

Við Gunni gerðumst Kóngulóar-busters í gær. Fórum og keyptum eitur og risastóran brúsa með úðadælu og látum og reyndum að drepa helvítin..... pardon my language! Gunni sprautaði eitrinu á þær og ég kom strax á eftir með hárlakkið og spreyjaði eins og mófó en kræst hvað þetta er hörð kvikindi þær voru sko ekkert á því að gefa upp öndina og ég að missa mig yfir þessu öllu saman, þetta er ekki sniðugt fyrir fólk með Kóngulóarfóbíu á háu stigi *HROLLUR*!

En við drápum allar sem við fundum sem voru um 10 stk bara hérna hangandi á húsinu okkar *annar hrollur* og skildum eftir smá eitur við húsið þar sem þær hanga og GUÐ hvað ég vona að það dugi, ég er alveg komin með ógeð af þessu :(

Og í nótt vaknaði ég og það var allt í kóngulóm í rúminu... ég rauk upp og kveikti ljósin og vakti Gunna til að sýna honum herlegheitin en nei... þá var þetta bara martröð - eins og ég var reyndar búin að spá áður en ég fór að sofa!