KLUKKUÐ... EÐA KLIKKUÐ.. :)
Jæja ég var víst klukkuð og ég held að það þýði að ég eigi að setja inn 5 "useless" staðreyndir um mig hingað á bloggið. Já og svo á ég að klukka aðra... hmm... ég klukka Lilju, Kristínu, Steinu, Ingunni (sem bloggar aldrei haha) og Victoriu, held að hinar hafi allar verið klukkaðar :)
En allavega hér koma staðreyndirnar:
1. Ég er mjög skipulögð, það þarf ALLT að vera í röð og reglu hjá mér. Ég raða reglulega öllu upp í fataskápnum mínum, þá eru öll pils á herðatré hlið við hlið, peysur hlið við hlið, allar buxur saman osfrv. og það er eins raðað í skúffurnar, flottir bolir saman, minna flottir bolir saman og svo alveg plain bolir saman, og eins með hlýrabolina, flottir saman og svo plain saman... :) Eins með alla aðra skápa, það þarf að vera skipulag allsstaðar og ég er sko alveg óhrædd við að henda - þoli ekki óþarfa drasl. Ég komst nú stundum í skápinn hjá vinkonu minni hérna í denn og tók þá til í hennar líka.... bara stóðst það ekki, ég er það slæm.... enda stundum líkt við Monicu úr vinum :)
2. Ég er rosalega nýjungagjörn, finnst ótrúlega gaman að fá mér eitthvað nýtt, prufa eitthvað nýtt osfrv. Þegar ég var í fæðingarorlofinu og Gunni byrjaður að vinna eyddi ég nánast öllum stundum á uppskriftarsíðum og var næstum aldrei með það sama í matinn, alltaf eitthvað nýtt :) Og ég er núna að skipta út öllum húsgögnunum mínum, fyrst ég fékk ekki nýtt hús (nennum ekki að standa í því strax) þá var ákveðið að breyta bara þessari íbúð og mér finnst það ótrúlega gaman :) Sem og að kaupa ný föt, nýja bíla osfrv. og það fyndna er að t.d. með bílana þá höfum við skipt yfir í ódýrari en við vorum á og mér finnst það alveg jafn spennandi, það er bara spennan við að fá eitthvað nýtt fyrir mér :)
3. Ég er sælkeri dauðans. Um helgar fæ ég mér súkkulaði eða súkkulaðiköku og Pepsi Max í morgunmat.... Ef þetta er til á virkum dögum (sem það er sem betur fer sjaldnast) þá stenst ég bara ekki freistinguna.... nammmmm :þ Allt sem er sætt er gott :)
4. Ég er alveg hryllilega óþolinmóð, ef ég tek ákvörðun um eitthvað þarf það að gerast NÚNA!! Þetta er þó hlutur sem ég er búin að vera að vinna í undanfarið og það gengur bara nokkuð vel, það er svo erfitt að vera svona óþolinmóður :(
5. Og að lokum þá er ég alveg ótrúlega viðvkæm og finnst það alveg hreint óþolandi :( Ég get auðveldlega grenjað yfir nágrönnum, og teiknimyndum ef því er að skipta. Ef einhver er að segja frá því að hann hafi misst einhvern nákominn sér langar mig bara að grenja og það er ótrúlega erfitt að hemja táraflóðið :'( Þetta gerir það að verkum að ég fer ekki á sorglegar myndir í bíó og horfi helst ekki á þær með neinum, nenni ekki að vera með ekka fyrir framan fullt af fólki sem fellir ekki tár einu sinni.... manni líður bara eins og aumingja!
Já þetta eru mín 5 atriði, hefði nú geta sagt frá 10 en læt þessi duga í bili :)
En allavega hér koma staðreyndirnar:
1. Ég er mjög skipulögð, það þarf ALLT að vera í röð og reglu hjá mér. Ég raða reglulega öllu upp í fataskápnum mínum, þá eru öll pils á herðatré hlið við hlið, peysur hlið við hlið, allar buxur saman osfrv. og það er eins raðað í skúffurnar, flottir bolir saman, minna flottir bolir saman og svo alveg plain bolir saman, og eins með hlýrabolina, flottir saman og svo plain saman... :) Eins með alla aðra skápa, það þarf að vera skipulag allsstaðar og ég er sko alveg óhrædd við að henda - þoli ekki óþarfa drasl. Ég komst nú stundum í skápinn hjá vinkonu minni hérna í denn og tók þá til í hennar líka.... bara stóðst það ekki, ég er það slæm.... enda stundum líkt við Monicu úr vinum :)
2. Ég er rosalega nýjungagjörn, finnst ótrúlega gaman að fá mér eitthvað nýtt, prufa eitthvað nýtt osfrv. Þegar ég var í fæðingarorlofinu og Gunni byrjaður að vinna eyddi ég nánast öllum stundum á uppskriftarsíðum og var næstum aldrei með það sama í matinn, alltaf eitthvað nýtt :) Og ég er núna að skipta út öllum húsgögnunum mínum, fyrst ég fékk ekki nýtt hús (nennum ekki að standa í því strax) þá var ákveðið að breyta bara þessari íbúð og mér finnst það ótrúlega gaman :) Sem og að kaupa ný föt, nýja bíla osfrv. og það fyndna er að t.d. með bílana þá höfum við skipt yfir í ódýrari en við vorum á og mér finnst það alveg jafn spennandi, það er bara spennan við að fá eitthvað nýtt fyrir mér :)
3. Ég er sælkeri dauðans. Um helgar fæ ég mér súkkulaði eða súkkulaðiköku og Pepsi Max í morgunmat.... Ef þetta er til á virkum dögum (sem það er sem betur fer sjaldnast) þá stenst ég bara ekki freistinguna.... nammmmm :þ Allt sem er sætt er gott :)
4. Ég er alveg hryllilega óþolinmóð, ef ég tek ákvörðun um eitthvað þarf það að gerast NÚNA!! Þetta er þó hlutur sem ég er búin að vera að vinna í undanfarið og það gengur bara nokkuð vel, það er svo erfitt að vera svona óþolinmóður :(
5. Og að lokum þá er ég alveg ótrúlega viðvkæm og finnst það alveg hreint óþolandi :( Ég get auðveldlega grenjað yfir nágrönnum, og teiknimyndum ef því er að skipta. Ef einhver er að segja frá því að hann hafi misst einhvern nákominn sér langar mig bara að grenja og það er ótrúlega erfitt að hemja táraflóðið :'( Þetta gerir það að verkum að ég fer ekki á sorglegar myndir í bíó og horfi helst ekki á þær með neinum, nenni ekki að vera með ekka fyrir framan fullt af fólki sem fellir ekki tár einu sinni.... manni líður bara eins og aumingja!
Já þetta eru mín 5 atriði, hefði nú geta sagt frá 10 en læt þessi duga í bili :)