PEACE

fimmtudagur, febrúar 14, 2008

NÖFN

Ég elska að spá í nöfn, finnst þetta eitt það alskemmtilegasta á meðgöngunni að spá í nafn á tilvonandi kríli :) Ég var reyndar byrjuð að spá í nöfn löngu fyrir meðgönguna en svo eftir 20v sóknarinn fór ég að spá fyrir alvöru og fékk svo Gunnar loks til að spá í þetta með mér um daginn (hann er ekki eins ör og ég... :) Við komumst að hálfgerðri niðurstöðu, bæði mjög sátt við nafn sem okkur fannst líklegt að yrði fyrir valinu. Í gær hinsvegar fékk ég bakþanka og umræðan fór aftur af stað. Núna eru í umræðunni allavega 2 nöfn og spurning hvað verður.. spennó, spennó :) Við ætlum að skíra á sjúkrahúsinu ef það verður hægt (kapella og prestur laus) svo það þarf að vera búið að ákveða þetta fyrir það allavega :)

Ég fór að hugsa um það í gær hvort það væri kannski sniðugt að vera með 2-3 nöfn á fæðingarstofunni og prufa þau svo þegar daman er mætt. En ég held það sé ekki sniðugt. Ég held ég verði of þreytt eftir fæðinguna til að spá í þetta akkúrat á þeim tímapunkti... svo ég hugsa að við verðum búin að ákveða okkur áður en við förum uppeftir - það er allavega stefnan :) Gerðum það síðast og ég held það sé sama hvernig hún Hafdís Anja hefði litið út, mér hefði alltaf fundist nafnið passa :o)

Annars bara allt í blússandi fíling, brjálað prógram framundan um helgina. Við fáum 2 heimsóknir til okkar og við Anja skreppum svo líka í eina heimsókn svo okkur ætti ekki að leiðast frekar en fyrri daginn :o)

mánudagur, febrúar 11, 2008

MÁNUDAGUR

Mánudagar eru bara ágætir finnst mér, pínu erfitt þó að koma sér frammúr en gaman að hitta vinnufélagana aftur eftir helgina og svona :) Svo er líka American Idol á mánudögum sem eru í algjöru uppáhaldi, ótrúlegt hvað ég hef enn gaman af þeim!!

31 dagur í settan dag - þetta skotlíður :) Hef það bara fínt og líður vel, barnið er skorðað, blóðþrýstingur í fínu lagi en ég er pínu lág í járni og með svolítið prótein í þvaginu og pínu bjúg en ekkert sem ég hef áhyggjur af. Kláðinn er þó ekkert á því að yfirgefa mig en hann er verstur á kvöldin og nóttunni, eins gott að hann hypji sig þegar krílið er komið!! Jú og reyndar er mér illt í bumbunni ALLTAF. Daman bara passar ekki þarna inn lengur.... stingandi sársauki einhvernveginn sem er stanslaust efst á rifbeinunum og stundum er húðin þar bara alveg dofin eftir verk allan daginn! Og fyrir vikið beitir maður sér eitthvað vitlaust við tölvuna til að reyna að létta á þessu og þá fæ ég í bakið beint á móti þessum blett akkúrat... mjöööög skemmtilegt :) En þetta er nú bara eitthvað sem fylgir, ekkert stórmál.

En já þetta styttist og spennan eykst með hverri vikunni :) Ég kvíði reyndar pínu fyrir að hætta að vinna, ég vinn með svo skemmtilegu fólki og á eftir að sakna þeirra hrikalega en ég er búin að láta þær lofa að hringja alltaf í mig þegar það er verið að hittast utan vinnu og djamma og svona :o) Sjáum hvort þær standa við það muhahaha - já nú kemur í ljós hverjir eru vinir manns ;)

Jæja best að halda áfram að vinna.. þó mánudagar séu ágætir eru þeir langt frá því að vera skemmtilegustu dagarnir og úff það er pínu erfitt að koma sér í gang...