PEACE

laugardagur, september 06, 2008

LOK LOK OG LÆS OG ALLT Í STÁLI

Jæja ég hef loks ákveðið að færa mig um set til þess að geta læst blogginu mínu. Það er hægt hérna en þá geta einungis þeir sem eru loggaðir inn á blogspot skoðað bloggið og það er of mikið vesen! Finnst alveg hrikalega leiðinlegt að þurfa að færa mig en þar sem mig er búið að langa að læsa blogginu lengi og það er ekkert vesen á blog.is er það bara adjö blogspot - bu hu :(

Nýja slóðin er hérna: http://majablo.blog.is/
Síðan er nú ennþá í vinnslu en þetta er allt að koma :)

Sendið mér línu á mariablondal@hotmail.com ef þið viljið lykilorðið.

Sjáumst á nýja staðnum ;)

mánudagur, september 01, 2008

Sammarinn

Ég var svo ánægð að fá Gunna aftur heim í fæðingarorlof, þá þarf ég ekki að vera með samviskubit yfir að vera löt þegar hann er að vinna :) Fannst alveg hræðilegt að sitja úti í sólbaði og lesa bók vitandi að hann sat inni að vinna og íbúðin kannski öll í rúst! (Að sjálfsögðu var ég líka ánægð að fá hann aftur heim því það er svo geggjað að vera bæði heima :)

Anywho þá er samviskubitið farið að segja til sín aftur. Karlinn er á miljón allan daginn alla daga, ég sver það! Hann er búinn að sparsla undir allar gluggakistur, búinn að mála yfir það, búinn að kítta meðfram allsstaðar.... búinn að taka til í geymslunni drasl sem enginn veit hver átti, búinn að fara nokkrar ferðir í Sorpu með drasl þaðan, búin að þrífa geymsluna, mála hana og er alltaf eitthvað að brasa þar inni... veit ekki alveg hvað hann er búinn að gera meira þar því ég fer ekki þangað inn - not my territory skiljiði :) Síðan dró hann mig út í dag að redda passa fyrir Karítas Evu, sjúkket að það gleymdist ekki...! Síðan þarf víst að fara í tryggingarnar í vikunni og fara eitthvað yfir þau mál... dísus það er bara kreisí að gera eftir að hann kom heim :)

Og ég sit alltaf bara á mínum feita rassi og geri ekki handtak. Tek ekki einu sinni til því Gunni er jú kominn heim og við svona gerum það saman... þegar hann er ekki busy :o)

Ég held ég sé komin í tímaþröng með það sem ég ætlaði að gera í fæðingarorlofinu. Ég er ekki búin að lesa einn bækling *roðn*. Ekki búin að taka til í einum skáp *enn meira roðn*, ekki búin að vera neitt dugleg í mataræði eða hreyfingu *BÖMMER* og æ bara ekki búin að gera neitt nema vera löt.. og jú hafa það SÚPERGOTT muhahahaha :)

Ég hef 4 mánuði til stefnu. September fer í að njóta síðustu daga okkar Gunna hér heima í sumar. Ok þá er okt, nóv og des eftir. Desember fer allur í jólaundirbúning aldarinnar þar sem ég eiginlega missti af síðustu jólum og þá verður Gunni líka heima svo það verður ÆÐISLEGUR mánuður :) Já ok, svo ég hef í raun bara 2 mánuði til stefnu - *SVITN*!

sunnudagur, ágúst 31, 2008

HAUST

Jæja það er orðið pínu haustlegt úti, þrátt fyrir veðurblíðuna í dag :) Komnir haustlitir víða og ótrúlega fallegt að ganga um Heiðmörkina.

Sumarið hérna í Norðlingaholti hefur verið yndislegt, veðrið hefur leikið við mann í sumar og því verið yndislegt að ganga inn í Heiðmörk með vagninn eða niður í Elliðardal... heitir dalurinn það ekki annars...? Whatever, allavega þá var búin að gleyma því að eins falleg og Heiðmörkin er á sumrin þá er hún bara krípí á veturna þegar það er orðið dimmt! Ég var að keyra hingað heim í gærkveldi og horfði út í myrkrið og fékk bara hroll, úff hvað ég meika ekki svona myrkur, myndi ALDREI ALDREI ganga þarna um að kvöldi til á veturna en hinsvegar tók ég mér oft göngutúra að kvöldi til í sumar.... Og í sumar hugsaði ég oft með mér hvað það væri fallegt útsýnið úr húsunum við Heiðmörkina en í gærkveldi hugsaði ég með mér að ég gæti ekki hugsað mér að búa þar sem ég sæi bara myrkur út um stofugluggann minn á veturna... ég keyrði um götuna sem liggur við Heiðmörkina og mér leist bara ekkert á blikuna sko þrátt fyrir að vera inn í bíl... hahahaha er þetta ekki hámark myrkfælninnar! Svo geri ég grín að frumburðinum og litla hjartanu hennar, ætli hún hafi það ekki frá móður sinni :)

Annars er það bara bíó í kvöld. Tropic Thunder í annað sinn :) Ég nefnilega missti af endinum í fyrra skiptið og fannst myndin líka hillarious svo ég ætla aftur í kvöld og vonandi hagar mömmudýrið sér vel á meðan svo ég nái nú að klára myndina í þetta skiptið ;) Hún Hafdís Anja mín var alltaf svo mikil pabbastelpa þegar hún var lítil og langaði mig pínu í litla mömmustelpu núna og mér varð sko að ósk minni... :)