VARÚÐ
Þegar maður tekur fráreinina frá Ártúnsbrekku niður í Elliðárdal til að komast hingað til mín þá sér maður í vegakantinum fullt af handskrifuðum skiltum og það er örugglega 1,5 mánuður síðan þau birtust. Á þeim stendur:
AÐGÁT VARÚÐ
VARÚÐ UNDIR VEGI
Er sko búin að spá mikið í þetta og velta því fyrir mér þegar ég keyri þarna í gegn hvað sé undir veginum... maður fær svona pínu á tilfinninguna að maður sé á jarðsprengjusvæði... en auðvitað veit maður að svo er ekki svo ég hef nú ekkert verið smeyk neitt..... Hugsaði líka með mér að kannski væri svona mikið jarðsig... það er nú kannski bara vegna þess að við erum nýbúin að keyra á Sigló og þar er jarðsig dauðans ;)
Jæja við Gunnar erum að keyra þarna í gegn um daginn og ég spyr hann hvað sé eiginlega undir veginum...? Ha, undir veginum? Það er verið að vara við fuglum hérna segir Gunnar mér.... FUGLUM, undir veginum? spyr ég... Neeeiiii ekki undir veginum María heldur bara á veginum....! Ég benti honum nú á það sem stendur á skiltunum en úps þá greinilega las ég þau pínu vitlaust.... á þeim stendur víst:
AÐGÁT VARP
VARÚÐ UNGAR Á VEGI
Muhahahah þetta er bara svo ógeðslega illa skrifað og svo sé ég svo illa, já svona verður misskilningurinn til fólk mitt gott, hvorki jarðsprengjur né jarðsig heldur bara fuglavarp ;) Nú velti ég því fyrir mér í hvert sinn sem ég keyri þarna hver hafi dundað sér við að gera þessi (illa skrifuðu) skilti.... mér dettur helst í hug skiltavinur minn frá Langholtsveginum.... :o)
AÐGÁT VARÚÐ
VARÚÐ UNDIR VEGI
Er sko búin að spá mikið í þetta og velta því fyrir mér þegar ég keyri þarna í gegn hvað sé undir veginum... maður fær svona pínu á tilfinninguna að maður sé á jarðsprengjusvæði... en auðvitað veit maður að svo er ekki svo ég hef nú ekkert verið smeyk neitt..... Hugsaði líka með mér að kannski væri svona mikið jarðsig... það er nú kannski bara vegna þess að við erum nýbúin að keyra á Sigló og þar er jarðsig dauðans ;)
Jæja við Gunnar erum að keyra þarna í gegn um daginn og ég spyr hann hvað sé eiginlega undir veginum...? Ha, undir veginum? Það er verið að vara við fuglum hérna segir Gunnar mér.... FUGLUM, undir veginum? spyr ég... Neeeiiii ekki undir veginum María heldur bara á veginum....! Ég benti honum nú á það sem stendur á skiltunum en úps þá greinilega las ég þau pínu vitlaust.... á þeim stendur víst:
AÐGÁT VARP
VARÚÐ UNGAR Á VEGI
Muhahahah þetta er bara svo ógeðslega illa skrifað og svo sé ég svo illa, já svona verður misskilningurinn til fólk mitt gott, hvorki jarðsprengjur né jarðsig heldur bara fuglavarp ;) Nú velti ég því fyrir mér í hvert sinn sem ég keyri þarna hver hafi dundað sér við að gera þessi (illa skrifuðu) skilti.... mér dettur helst í hug skiltavinur minn frá Langholtsveginum.... :o)