PEACE

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

VARÚÐ

Þegar maður tekur fráreinina frá Ártúnsbrekku niður í Elliðárdal til að komast hingað til mín þá sér maður í vegakantinum fullt af handskrifuðum skiltum og það er örugglega 1,5 mánuður síðan þau birtust. Á þeim stendur:

AÐGÁT VARÚÐ
VARÚÐ UNDIR VEGI

Er sko búin að spá mikið í þetta og velta því fyrir mér þegar ég keyri þarna í gegn hvað sé undir veginum... maður fær svona pínu á tilfinninguna að maður sé á jarðsprengjusvæði... en auðvitað veit maður að svo er ekki svo ég hef nú ekkert verið smeyk neitt..... Hugsaði líka með mér að kannski væri svona mikið jarðsig... það er nú kannski bara vegna þess að við erum nýbúin að keyra á Sigló og þar er jarðsig dauðans ;)

Jæja við Gunnar erum að keyra þarna í gegn um daginn og ég spyr hann hvað sé eiginlega undir veginum...? Ha, undir veginum? Það er verið að vara við fuglum hérna segir Gunnar mér.... FUGLUM, undir veginum? spyr ég... Neeeiiii ekki undir veginum María heldur bara á veginum....! Ég benti honum nú á það sem stendur á skiltunum en úps þá greinilega las ég þau pínu vitlaust.... á þeim stendur víst:

AÐGÁT VARP
VARÚÐ UNGAR Á VEGI

Muhahahah þetta er bara svo ógeðslega illa skrifað og svo sé ég svo illa, já svona verður misskilningurinn til fólk mitt gott, hvorki jarðsprengjur né jarðsig heldur bara fuglavarp ;) Nú velti ég því fyrir mér í hvert sinn sem ég keyri þarna hver hafi dundað sér við að gera þessi (illa skrifuðu) skilti.... mér dettur helst í hug skiltavinur minn frá Langholtsveginum.... :o)

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Kvikmyndagagnrýni Maju Blö

Jæja verið duglegri en oft áður að fara í bíó og taka vídeó ENDA EKKERT Í XXXXX IMBAKASSANUM á sumrin...!

Fór á War of the Worlds... pínu langt síðan og kannski var ég búin að segja ykkur það...? Allavega var alltílagi en pínu langdregin og of mikið um geimverur fyrir minn smekk, átti von á MIKLU meiru...!

Longest yard, fór á hana um daginn og hún er ÆÐI ;o)

Wedding Crasher, fór á hana í dag og hló mikið, hafði bara mjög gaman af henni ;) Hló samt ekki eins mikið og á leiðinni á myndina.... mér nefninlega tókst að villast pínu 2svar á Sæbrautinni á leiðinni í Laugarásbíó.... don't ask.... við Rebba allavega grenjuðum úr hlátri yfir því hvursu herfilegur bílstjóri ég er ;o)

Million Dollar Baby, fannst hún ÆÆÆÆÆÆÐI, vill ekki segja meir ef þið hafið ekki séð hana, ég hafði lítið heyrt um hana og kom hún mikið á óvart!

Hide and Seek - oj fannst ógeðslega erfitt að horfa á hana :S Var hreinlega að skíta á mig allan tímann!

Jæja man ekki meir í bili ;)