PEACE

föstudagur, ágúst 26, 2005

PÚL OG AFTUR PÚL

Ég held að líkamsræktarfélagar mínir séu að reyna að drepa mig...!!

Í gær datt þeim stöllum í hug að fara út að labba og mér leist bara súpevel á það, taka léttan hring sem tekur svona 45 min ca. Jæja við byrjuðum að labba og ég þurfti nánast að hlaupa til að halda í við þær... mig langaði nú bara að labba heim strax aftur!! Og ekki nóg með það heldur fannst þeim hringurinn minn bara eitthvað djók og löbbuðum við því stærsta hring EVER á einhverjum spíttígonzales hraða sem ég var bara ekki alveg að meika :S Upp og niður holta og hæðir og í möl og látum og löppin á mér var bara ekki alveg að meika þetta enda ekki enn orðin 100% eftir dönsku dagana :( Þannig að í dag þá haltra ég og er á leiðinni á eitthvað vinnudjamm... smart að haltra í háu hælunum....

Já og ekki nóg með það heldur kom svo á tímabili "og nú hlaupum við!!!".....JE RIGHT!! Ég var sko ekki að fara að hlaupa neitt en þær voru ekki alveg að ná því, komu með setningar eins og "Maja mín þú hefur bara ekki nóga trú á þér, þú getur þetta og nú hlaupum við!!" Neibb ég var sko ekkert að fara að hlaupa neitt og gerði þeim það alveg ljóst, þó ekki væri nema bara til að geta gengið á löppinni í dag heldur er ég ekkert í formi til að hlaupa eins og fáviti út um allar trissur :o) Og það var ekki hlaupið... ég sagði þeim nú samt að hlaupa bara á undan og þá sögðust þær þá þurfa að bíða eftir mér en neinei ég sagði þeim að þær þyrftu þess nú ekkert, sá alveg fyrir mér að ég gæti bara gengið minn stutta hring á mínum hraða á meðan þær hlypu þennan mega hring sinn á spíttinu en ég var nú ekki svo heppin, þær ákváðu að ganga með lúsernum :)

Jæja og í morgun var það bara "rise and shine" kl.06 hundred hours takk fyrir!! Já já þá var bara mætt í ræktina og tekið á því í body pump... er þetta heilbrigt..? Talað er um heilbrigðan lífstíl en mér finnst þetta satt að segja frekar geðveikur lífsstíll... sjáum hvort þetta venjist ekki.. :) Mér var nú lofað því að ég myndi mæta svo súperhress í vinnuna eftir púl í ræktinni svona snemma morguns EN ég gat ekkert unnið fyrsta klukkutíma eða svo... var bara DAUÐ eftir gærkveldið og morguninn og sat bara og horfði á e-mailana mína.... en ég er nú öll að koma til núna og get ekki beðið eftir að dagurinn endi því ég er að fara í einhverja heilsulind, ekki veitir af :)

mánudagur, ágúst 22, 2005

Menning smenning

Við skelltum okkur í bæinn á menningarnótt :) Byrjuðum kvöldið á að fara út að borða á GEGGJUÐUM stað, Sjávarkjallaranum - mmmmmm mæli sko með honum!! Reyndar er mjög svo öðruvísi matur þarna á boðstólnum miðað við það sem ég er vön að borða... en það var einmitt það sem gerði þetta svo æðislegt, sem og frábær þjónusta :o)

Síðan var drifið sig út til að ná flugeldasýningunni, um leið og við stigum út af staðnum byrjaði að rigna.. og það var sem hellt úr fötu!! En sýningin var rosalega flott, ég var þó mest svekkt yfir að missa af Todmobile, verð bara að ná þeim á balli næst :)

Röltum síðan um bæinn og rákumst meðal annars á Kanadamann sem var nýkominn til Íslands og aaaaleinn! Við vinkonurnar vorkenndum honum ógurlega og spjölluðum aðeins við hann um landið og leist honum stórvel á....... ja allavega til að byrja með. Síðan fór ein af okkur vinkonunum að segja honum frá því að hún hefði unnið í AÐAL dýragarðinum á Íslandi (aka Húsdýragarðinum) og að hún hefði gefið selunum að borða á hverjum degi, litlu sætu selunum, en það eina sem hún hugsaði um á meðan hún gaf þeim að borða var að hana langaði að DREPA ÞÁ, koma bara að kvöldi til og KILL 'EM ALL.... til að búa sér til Selsskinskápu....!! Ég hélt ég yrði ekki eldri, sérstaklega yfir svipnum á manngreyinu sem velti því eflaust fyrir sér hvurn andskotann hann væri búin að koma sér í þarna í miðbæ Reykjavíkur :) En hann virtist nú jafna sig á þessari hryllingssögu og var greinilega frekar svekktur þegar sama vinkona sagði allt í einu bara "Well it was nice meeting you, bye bye" og gaurinn gat lítið annað gert en kvatt og labbað í burtu hahahahaha bara svona FARÐU NÚNA, BLESS BLESS hahaha :)

En nú er komin mánudagur og vinnuvikan rétt að byrja, þó verður kominn föstudagur áður en maður veit af..... rosalegt hvað tíminn líður hratt :s