PEACE

laugardagur, nóvember 20, 2004

Gestrisni?

Við fengum gesti í gær með idolinu, mér finnst svo gaman að horfa á það í svona smá hóp ;) Allavega þá var ég með köku sem ég ætlaði að bjóða upp á, sem og snakk og ídýfu og vínber og eitthvað svona dóterí. Jæja þegar úrslitin eru að byrja þá fatta ég að ég er ekki búin að bjóða upp á neitt.... dísus ég gleymi alltaf að bjóða gestunum upp kræsingarnar sem ég er búin að versla!! Oftar en ekki höfum við Gunni fattað það þegar gestirnir eru farnir.... jamm talandi um alzheimer lite :þ Jæja þið vitið þá næst þegar þið lendið í því að fá ekkert þegar þið komið hingað að það þarf bara að ýta aðeins við mér hahahaha og þá fáið þið vonandi eitthvað ;)

Já og þriðji og síðasti heili síminn á heimilinu gaf upp öndina í gær.... og hann er sko GLÆNÝR *GRENJ* þannig að það þýðir ekkert að hringja í Gunna heldur haha. Auddi kom með spánýjan geggjað flottan síma handa mér í gær en viti menn, TAL kortið mitt virkaði ekki í símanum *meira grenj* hnuss þó hann auglýsi fyrir Símann er nú óþarfi að blokka á TAL... eða hvað? Mér fannst það allavega dónaskapur af Símanum! Gunna sími er alveg dauður, hann fer í viðgerð eftir helgi, heimasíminn virkar eins og er en deyr alltaf af og til.... og minn sími virkar líka eins og er en ég þarf að taka batteríið úr honum mjög reglulega og strjúka því og blása á það og stundum þarf að gera það nokkrum sinnum í röð til að hann virki..... ÞVÍLÍKT ÁSTAND!

Ég er búin að fá eina jólagjöf hehe en við Gunni gáfum hvort öðru nýja tölvu í jólagjöf ;) Og lofuðum okkur því að láta það duga í ár... höfum gert þetta oft áður að kaupa eitthvað svona frekar stórt inn á heimilið í jólagjöf en svo fallið í þá gryfju að kaupa meira! Og það er komið upp eitt jólaskraut, ja ef skraut má kalla ;) En klósettpappírinn er hvítur og rauður og á honum stendur Gleðileg Jól og svo er hann allur skreyttur hahaha þvílíkt jóló að skeina sér ;)

Bridget Jones var by the way ÆÐI alveg eins og ég átti von á! Var búin að lesa bókina sem mér fannst skemma pínu fyrir, það var eins og maður væri að sjá myndina í annað sinn ;) En Hugh Grant var þokkalega flottur í myndinni :þ

Og í kvöld er það Troy, held það borgi sig að fara að byrja á myndinni því hún er svo geðveikt löng!!

Fyrsti í idol búinn

Jæja þá er fyrsti alvöru idol þátturinn búinn og ég bara sátt. Fannst hún Brynja rosalega góð, var ekki alveg að fatta hvað dómararnir voru að setja út á hana.... okkur hér fannst hún bara ÆÐI :þ

En einn gaurinn var bara alveg glaaaaataður, úff :( Ætla ekkert að nafngreina hann hér þar sem ég vil ekkert vera að dissa fólk á blogginu mínu en stælarnir, úff!

Hélt pínu með Gísla líka því hann var svo einlægur, ég er voða mikið fyrir svona einlægt og gott fólk haha en svo fannst mér hin öll bara svona ágæt, Lísa og Vala reyndar aðeins betri en ágætar ;)

Þá er idol fréttum lokið í bili, oao (over and out Mæja mín ;))

föstudagur, nóvember 19, 2004

TV-blogg

Jæja best að rifja aðeins upp raunveruleikaþættina - finnst svo gaman að heyra hvað öðrum finnst svo hér kemur mitt álit :)

Survivor - bara orðin leiðinlegur, allir skemmtilegir farnir :( Er að spá að dissa hann bara og horfa á The Block í staðinn sem eru geggjaðir þættir og byrjuðu síðasta mán :) Annars held ég bara með Twila held ég í Survivor, held allavega ekki með Julie sem strippar um allt til að fá fólk til að líka við sig.... hvað er það...?

The Amazing Race - held með svarta parinu, oooo hann er svo góður kallinn, ekki annað hægt en að halda með fólki sem er svona góðhjartað eitthvað :þ Bowling moms eru líka mega fyndnar og tvibbarnir svolítið spes, svona mega kappsfullar og pirraðar oft á hvor annari ;) Fallega parið - jiii gaurinn þar er ÖMURLEGUR, OJ aumingja stelpan að vera með honum, held sko ekki með þeim! Trúaða parið... úff bara of glatað eitthvað til að hægt sé að halda með þeim.... gaurinn er bara ein sú mesta gufa sem fyrir finnst, HERREGUD *gubb*

America´s Next Top Model - Ef Mæja vinkona væri að keppa héldi ég með henni muhahaha :þ En þar sem hún verður ekki með fyrr en næst þá held ég sko POTTÞÉTT með Mercedes, oooo hinar 2 eru bara glataðar..... Shandi finnst mér bara ljót í framan og stupid as hell og alltof horuð og föl - er sem sagt ekki að fíla hana haha :) Yoanna er bara too weird for me..... með asnalegan líkama (samt alveg nógu grönn sko) og þó svo að það sé hægt að gera hana geðveikt flotta á myndum þá er hún ekkert spes svona venjuleg finnst mér.... Eitthvað annað en maður sjálfur muhahhahaa ;)

Idol: Ooooooo GUÐ HVAÐ ÉG ER SPENNT FYRIR KVÖLDINU ;) Held með engum ennþá en ég held að Brynja eigi eftir að brillera og hún verði mín manneskja, sjáum samt til því ég vil hlusta á alla áður en ég ákveð mig.

The Apprentice - Mér finnst Raj GEÐVEIKUR hihihi svo fyndinn og öðruvísi en mér finnst Kelly lang sigurstranglegastur, öfga klár strákur!

Jamm þá er það komið Kristín mín híhí, endilega segið mér hvað ykkur finnst!

Helgin mín ljúfa :)

Ooo loksins er komin aftur helgi, sú síðasta fór öll í þynnku en það mun sko ekki gerast aftur á næstunni :þ Við kallinn og Mæja erum á leið í bíó á eftir að sjá Bridget Jones og ég get ekki beðið, jiiii hvað ég er viss um að hún er frábær! Síðan er það idolið í kvöld sem klikkar aldrei, oh ég vildi að vinnudagurinn væri bara búin!

Við Victoria vorum með kaffið hér í vinnunni í morgun, kaffi fyrir 30 MANNS NOTA BENE og mikið er ég fegin að það er búið *svitn*! Ég fór yfirum í bakstri og stússi eins og alltaf en ég held að mín versta martröð sé að eiga ekki nóg af því sem ég er að bjóða upp á! Bakaði 3 kökur og það er ein heil í afgang hehe ég var sko að spá í að gera 4 en Ólöf vinkona sagði að það væri ALLTOF MIKIÐ ;) En það er bara fínt að eiga eina í afgang þar sem við eigum von á gestum í kvöld, þá hefur maður eitthvað að bjóða uppá :) Vorum síðan með allskonar brauð og álegg ofaná og úff það er þvílíkur afgangur af ÖLLU..... allir í fríu fæði í hádeginu í dag hehe :þ

Jæja best að vinna pínu, adios ;)


miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Nýjar myndir

Var að læra að setja inn myndir á bloggið, loksins :) Takk Lilja ;)
Henti inn nokkrum myndum frá vinnudjamminu sem ég fór á síðustu helgi, úff þvílíka fjörið ;)


Hvað gerið þið?

Það vill svo leiðinlega til að ég er frekar treggáfuð manneskja, alveg ótrúlega sein að fatta stundum og stundum er ég bara ekkert með á nótunum þrátt fyrir að ég eigi greinilega að vera það.....

Oh! Finnst fátt leiðinlegra en þegar ég lendi í því að fólk er að útskýra eitthvað fyrir manni og svo kemur "já og eins og þú veist þá bla bla bla og allt það....." Og þá er ég oftar en ekki bara hmmmm jaaaááá veit ég það..... úff! Lendið þið í þessu, að fólk haldi oft að þið vitið eitthvað sem þið hafið ekki hugmynd um? Og hvað gerið þið, leiðréttið þið fólkið? Ég geri það ALDREI, þykist bara vita það sem ég hef ekki hugmynd um og reyni svo að klóra mig einhvernveginn út úr samræðunum - sem er oftar en ekki mega bras þar sem ég er að tala um eitthvað sem ég skil engan veginn en þykist skilja 100%.......

Reyndar hér í vinnunni minni sem er by the way freeeekar flókin, þá kemst maður ekki upp með þetta því maður bara verður að kunna það sem maður er að gera og úff hvað mér finnst erfitt að láta vita að ég skilji ekkert hvað fólk er að tala um þegar það gerir ráð fyrir að ég skilji það 100%! En ég er samt svo súper heppin að stundum get ég þóst verið aðeins gáfaðari en ég er og skríð svo til Mæju til að fá aðeins nánari útskýringar hihi - gerist samt mjööög sjaldan :þ

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Allt ónýtt!

Það er allt ónýtt á heimilinu þessa dagana :( Gemsinn minn, heimasíminn og tölvan - bara name it! Ástandið skánar á morgun en þá ætlar minn heittelskaði að fara og kaupa almennilega tölvu handa kellingunni, hann hefur aldrei verið jafn æstur í að kaupa eitthvað handa mér hehe enda held ég að tölvan verði nú meira fyrir hann... en fallega gert samt sem áður ;) Síðan reddar brósi mér vonandi gemsa á morgun, það gengur ekki lengur að vera sambandslaus og þá er það bara heimasíminn sem er eftir..... ekki búið að redda því ennþá! Þið vitið allavega að þó svo það svari enginn heimasímanum þá þarf það ekki að þíða að það sé enginn heima hehe, hann reyndar virkar stundum ;)

Væluskjóðan

Ég er alveg til vandræða ég er svo mikill vælukjói :( Má bara ekkert aumt sjá þá er ég farin að grenja, haldið að það sé? Sko það má varla fugl deyja í mynd sem ég er að horfa á þá byrjar táraflóðið......
Mér finnst þetta sérstaklega leiðinlegt þegar ég er í bíó og myndin er sorgleg því þá sjá allir að maður er að grenja - hræðilegt alveg, kunnið þið nokkuð góð ráð? Og ég virðist engin takmörk hafa sko, ég grenja yfir Nágrönnum og Leiðarljósi meðal annars... HERREGUD hvað ég er sorleg.
Var að horfa á The Practise í gær og jiii mér fannst svo sorlegt að Alan Shore skyldi velja bimbóið framyfir Töru - það kostaði nú næstum tár, rétt náði að halda þeim aftur virðingunnar vegna því ég var að horfa á þáttinn með fleirum ;) Oh en svo grenjaði ég yfir því að þetta hafi verið síðasti þátturinn - buhuhuhuhuhu :´(


mánudagur, nóvember 15, 2004

Flóðhesturinn/fíllinn :)

Jii hún vinkona mín á svo fyndna dóttur að það er engu lagi líkt :) Hún var að kyssa hana góða nótt um daginn og segir að dóttirin sé litli músaranginn sinn og að hún sé músamamman, dóttirin ekki alveg sammála þessum ummælum móður sinnar og segir að hún sé nú ekki músarmamman... nei hún er FLÓÐHESTUR muhahaha. Mæja sagði mér söguna daginn eftir í vinnunni og rétt á eftir hlammar hún sér niður á vinnuborðið mitt - og að sjálfsögðu þoldi það ekki heilan flóðhest og er allt rammskakkt eftir ósköpin og það sem verra er það er víst of skaddað til að hægt sé að laga það hahahaha ji hvað við hlógum að þessu og erum búnar að hlæja síðan :þ

Jæja á föstudaginn sækjum við Mæjurnar Veroniku í leikskólann og mamman ákveður að spyrja hvort hún sé ekki músarmamman hennar en neeeeiiiii ekki var dóttirin á því en hún var nú ekki flóðhestur lengur heldur hafði færst upp í FÍL muhahahaha jii ég hélt ég myndi deyja úr hlátri :) Ég er nokkuð viss um það að næst þegar Mæja spyr dóttur sína hvaða dýr hún sé þá verði hún orðin BÚRHVALUR hehe, ég aftur á móti hafði vit á því að vera ekkert að spyrja barnið hvað ég væri...... chicken is what it is ;)

Annars er ég the unreachable þessa dagana, gemsinn minn ónýtur og heimasíminn nokkuð nálægt því að vera ónýtur..... er allavega alltaf batteríslaus :( Þannig að ef þið þurfið að ná á mér skuluð þið bara prufa gemsann hans Gunna, hann er held ég eina vonin ;)

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Draumar mínir orðnir að engu...

Já ég gleymdi að segja ykkur að 2 af mínum draumum voru svoleiðis skotnir niður um helgina!!

Annarsvegar Idol draumurinn en ég er víst ekki efni í Idol.... er reyndar líka að verða of gömul sem er by the way hræðilegt - að vera orðin of gamall fyrir eitthvað er sko hreint og klárt ellimerki!!

Hinn draumurinn er The Icelandic's Next Top Model..... við vorum svona aðeins að sýna fyrirsætutakta á djamminu á föstudaginn og ég var með hræðilegasta göngulagið, þrátt fyrir mikla æfingu um kvöldið þá var ég ennþá hræðileg þegar því lauk.... OG the sexy look keppnin gekk ekki heldur vel, ég var víst eins og önd í framan þegar ég var að reyna að vera sexý, var held ég kosin minnst sexy :(

Þannig að nú er bara að finna sér nýja drauma, maður gefst ekkert upp þó á móti blási, ég hlýt að hafa einhverja hæfileika... eða hvað?

Oj þynnka :(

Oh þessi helgi er búin að einkennast af þynnku og fáu öðru - ömurlegt!! Fór á þetta þvílíka vinnudjammið á föstudaginn og það var geðveikt gaman en gamanið kárnaði á laugardaginn þegar ég vaknaði...... laugardagur from hell lýsir þeim degi best held ég :( Er búin að vera aðeins betri í dag en samt bara slöpp og pirruð og hlakkar bara til næstu helgi, hmmm pínu langt í hana samt! En hún mun einkennast af afslöppun og þægindum ;)

Er búin að reyna að setja inn myndir á bloggið núna síðasta hálftímann en það gengur ekki vel og ég er ekki að hafa þolinmæðina í þetta, svo ætli þær komi bara nokkuð inn. Jæja ætla að pannta mér þynnkumat svona til að halda upp á annan í þynnku, adjö!