PEACE

föstudagur, júní 20, 2008

Með sól í hjarta :)

Jæja við fórum loks á Sex and the City í gær og var myndin æðisleg :o) Þúsund sinnum betri en The happening.. það þurfti ekki mikið til reyndar ;)

Ég hef ekki séð marga þætti af Sex and the City, sá held ég nokkra en er ekki einu sinni viss um að hafa klárað einn þátt.. svo ég var ekki svona vel inn í karekterunum eins og flestir þarna en það gerði ekkert til :) Ég á bara þættina eftir sem er fínt, hlakka til að horfa á þá á bara eftir að redda mér þeim :)

Ég verð þó að lýsa vonbrigðum mínum með karlmennina í þessari mynd.. það var bara ekki að sjá einn myndarlegan karlmann - hvað er það?? Gæti haft eitthvað með það að gera að ég þekki ekki karakterinn þeirra úr þáttunum en mér fannst þeir með eindæmum óspennandi eitthvað. Og mér fannst fötin hennar Söruh Jessicu horror - allavega 90% þeirra. Var búin að heyra að hún væri alltaf svo flott klædd en mér fannst þetta yfirleitt hörmung, leyndist þó eitt og eitt flott dress inn á milli. En náttbuxur, gegnsær hlýrabolur, perlur, pallíettuhúfa og hælaskór er ekki alveg mín hugmynd um flott outfit...

Og sólin skín áfram sem aldrei fyrr - gæti maður haft það betra í orlofinu :) Ég er reyndar með bullandi móral því það er svo margt sem ég ætlaði að vera löngu búin að gera en nenni ekki að gera þegar sólin skín. Ég er þessi týpíski íslendingur sem finnst nauðsynlegt að sleikja ALLA sólargeisla sem skína á þennan Klaka og verð hreinlega stressuð ef sólin skín og ég næ ekkert að spóka mig í sólinni :) Enda hef ég verið dugleg að sitja út á palli að lesa (LOVE IT), fara með litla stýrið í göngutúra og fara með stóra stýrið í sund :o) Skápatiltekt, afþurrkun, skúringar og allt sem bíður fær bara að bíða aðeins (vonandi mikið) lengur :o)

mánudagur, júní 16, 2008

Það eru myndir af djamminu í neðsta albúminu á síðunni hjá stelpunum mínum :)

DJAMMING


Jæja þá er maður loks búin að djamma eftir árs pásu :O) Það var geggjað stuð á okkur skvízunum, mikið hlegið og ekkert grátið - jú reyndar grenjað nokkrum sinnum úr hlátri muhahaha :o) En maður vissi ekkert hverju maður átti von á með 4 dömur allar stútfullar af hormónum og ekki búnar að djamma mega lengi en þetta var bara snilld ;)
Eftir geggjaðan mat, snilldar sögur og mikinn hlátur þá var haldið niður í bæ. Taxi dræverinn sem við fengum var bara HOT, reyndar 17 ára eða eitthvað álíka en hann var líka mega kurteis - sagðist halda að við værum... hmmm... man reyndar ekki hvað hann sagðist halda að við værum gamlar en hann hélt allavega að við værum yngri en við erum, ég man það og að við vorum þokkalega sáttar hahaha :O)
Skelltum okkur í röðina á Apótekið, skemmtum okkur (og öðrum) þar í smá stund þar til við drifum okkur í röðina sem var meira svona við okkar hæfi muhahaha ;) Inni var TROÐIÐ og viðbjóðslega HEITT. En við dönsuðum aðeins löbbuðum nokkra hringi og drifum okkur svo aftur út í ferska loftið en það var bara geggjað veður :) Skelltum okkur á einhvern pizzastað sem var með mega góðar pizzur og svo var það bara leigubílaröðin og djammið búið.

Snilldardjamm og engin þynnka í morgun - gerist ekki betra! Mýslurnar mínar voru líka eins og englar hjá pabba sínum, eflaust fegnar að vera lausar við mömmuna í nokkrar klst :)