PEACE

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Þrefaldur idol?

Inni á sjónvarp.is segir að það sé þrefaldur idol þáttur í kvöld... getur það verið?

God I hope so :)

Helförin

Það eru búnar að vera fréttir inni á mbl í dag um það að nú séu 60 ár síðan föngum í Auschwitz var bjargað. Mér finnst ég vita svo sorglega lítið um þessa hörmung sem átti sér stað, hún er eitthvað svo fjarstæð en ég hugsa þó oft um hana og hversu ótrúlegt það er, að þetta hafi getað átt sér stað!!

Við erum að tala um að allt að 9 MILLJÓNUM hafi verið slátrað, rétt eins og um rollur væri að ræða... bara leitt til slátrunar... menn, konur og BÖRN, engum hlýft :( Og ekki bara það heldur var fólkið notað sem tilraunardýr í allskonar viðbjóðslegar tilraunir, hverskonar manneskja getur gert svona hlut, getur drepið margar margar miljónir á jafn ógeðslegan hátt án þess að blikka auga... ég er ekki að ná því :( Grimmd manna virðist ekki eiga sér nein takmörk.

Ég skoðaði áðan myndir frá þessum atburðum og eftir þrjár hætti ég að geta skoðað þær :( Ég velti því fyrir mér hvort fólkið sem lifði útrýmingarbúðirnar af hefði frekar viljað deyja... ætli það sé ekki nær ómögulegt að lifa við þessa minningu alla daga alla ævi :(

Heimurinn hefur hreinlega verið í sorg undanfarið vegna þess að um 300 þús manns fórust í flóðum í Asíu, hvernig ætli heimurinn hafi verið þegar hann uppgötvaði að búið var að slátra um 9 milljónum manns á þennan hátt...

Já ég get velt mér ótrúlega upp úr svona atburðum og finnst svo áhugavert að lesa um þá og velta þessu fyrir mér, las einu sinni grein í Lifandi vísindum sem var skrifuð af manni sem fékk að vera viðstaddur aftökuna á þeim sem stóðu fyrir útrýmingarbúðunum, það fannst mér áhugaverð grein og það blað er nú bara snilld, mæli sko með því!!

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Urrr

Við Gunni horfðum á fyrsta leikinn með íslenska landsliðinu í handbolta þar til ca.10 min voru búnar af seinni hálfleik og íslendingar að skíta á sig, þá var skipt yfir á endursýningu af Amazing Race sem við höfðum misst af. OG ÞVÍLÍKUR BÖMMER þegar maður heyrði hvernig þetta fór!!

Jæja í kvöld þá tókum við upp Amazing Race og horfðum á íslenska landsliðið.... ENN MEIRI BÖMMER!! Vá ég var í svo ógeðslega vondu skapi eftir leikinn að ég get ekki líst því, lofaði sjálfri mér að ég myndi ekki horfa á annan leik í þessari keppni þar sem ég þoli ekki að vera svona pirruð yfir einhverri íþrótt :'( Efast um að ég standi við stóru orðin...

En ég bara verð að deila með ykkur nokkrum myndum af Prag, borginni sem ég heimsæki eftir 53 daga -vú hú hú eitthvað sem kemur manni í gott skap :o)
http://praha-1.webz.cz/fotos1.htm og skrollið svo niður og skoðið linka alveg upp í photos 7 - geggjaðar myndir ;)

mánudagur, janúar 24, 2005

Mánudagur til mæðu?

Hann er það allavega hjá mér og Hafdísi Önju. Daman vaknaði veik í morgun og er búin að æla allt út hérna hjá okkur-stuð stuð stuð :´(

Helgin var annars æðisleg, elska þessar helgar alveg hreint og það sem meira er þá er janúar bara að verða búinn og þá er bara febrúar eftir sem er stuttur mánuður og þá eru leiðinlegustu mánuðir ársins búnir - vú hú ;) Og þá styttist allsvakalega í Prag en þegar sú ferð verður búin er bara sumarið að koma og ég EEEEELSKA sumarið ;) Við erum meira að segja komin með ferðafélaga til Prag hehe þetta verður bara meira og meira spennandi, vonandi fljúga næstu 2 mánuðir bara áfram ég er orðin svo spennt :o) Ef einhver sem les bloggið er með "möst sí" staði í Prag má endilega kommenta á það takk fyrir ;)

Já best að sinna litla hósta sjúklingnum mínum.... hún bara hóstar og hóstar og hóstar þessi elska og er orðin svo þreytt því hún getur ekkert legið þá á hún hreinlega erfitt með að anda vegna hósta :(