Það eru búnar að vera fréttir inni á mbl í dag um það að nú séu 60 ár síðan föngum í Auschwitz var bjargað. Mér finnst ég vita svo sorglega lítið um þessa hörmung sem átti sér stað, hún er eitthvað svo fjarstæð en ég hugsa þó oft um hana og hversu ótrúlegt það er, að þetta hafi getað átt sér stað!!
Við erum að tala um að allt að 9 MILLJÓNUM hafi verið slátrað, rétt eins og um rollur væri að ræða... bara leitt til slátrunar... menn, konur og BÖRN, engum hlýft :( Og ekki bara það heldur var fólkið notað sem tilraunardýr í allskonar viðbjóðslegar tilraunir, hverskonar manneskja getur gert svona hlut, getur drepið margar margar miljónir á jafn ógeðslegan hátt án þess að blikka auga... ég er ekki að ná því :( Grimmd manna virðist ekki eiga sér nein takmörk.
Ég skoðaði áðan myndir frá þessum atburðum og eftir þrjár hætti ég að geta skoðað þær :( Ég velti því fyrir mér hvort fólkið sem lifði útrýmingarbúðirnar af hefði frekar viljað deyja... ætli það sé ekki nær ómögulegt að lifa við þessa minningu alla daga alla ævi :(
Heimurinn hefur hreinlega verið í sorg undanfarið vegna þess að um 300 þús manns fórust í flóðum í Asíu, hvernig ætli heimurinn hafi verið þegar hann uppgötvaði að búið var að slátra um 9 milljónum manns á þennan hátt...
Já ég get velt mér ótrúlega upp úr svona atburðum og finnst svo áhugavert að lesa um þá og velta þessu fyrir mér, las einu sinni grein í Lifandi vísindum sem var skrifuð af manni sem fékk að vera viðstaddur aftökuna á þeim sem stóðu fyrir útrýmingarbúðunum, það fannst mér áhugaverð grein og það blað er nú bara snilld, mæli sko með því!!