PEACE

föstudagur, desember 10, 2004

Gubb og idol

Oh ég fékk gubbuna í gær, ÖMURLEGT :( Fór að föndra jólakort með föndurgellunum sem var sko þvílíkt gaman - og ath þið sem fáið jólagjöf frá mér fáið ekki kort.. vonandi man ég eftir öllum hinum sem eiga að fá kort ;) Jæja á leiðinni heim úr föndrinu byrjar mér að verða þvílíkt óglatt og fer að spá í það hvort ég endi með því að æla í bílinn, það yrði nú þokkalegt! En þetta slapp allt þar til ég kom heim þá endaði ég á klósettinu og fór svo fljótlega upp í rúm, komin þangað um hálf tólf! Vakna í morgun að DEYJA, fer nú samt fram úr og ætla mér í vinnuna en það gekk ekki alveg upp, var bara alveg ónýt :( Svaf í 14 tíma í nótt og búin að liggja í allan dag en hresstist svo nú undir kvöld og náði að njóta idolsins ;) En við famelían ætluðum í jólabúðaleiðangur eftir vinnu í dag sem klikkaði vegna ástandsins, loksins þegar allir voru lausir :( Reynum bara að bæta það upp á morgun áður en við förum á jólahlaðborðið, mig langar svo að sjá Coca Cola lestina, veit einhver hvar hún kemur eða verður? Maður sér bara auglýst að hún sé á morgun og ekkert meira... frekar halló sko!!

En jæja idolið var geggjað en mér fannst Heiða og Eva Natalja bestar en vissi að Eva kæmist ekki áfram þrátt fyrir frábæra dóma, held það sé alveg sama hversu vel hún syngur hún kemst aldrei lengra en þetta :( Hélt líka með henni í fyrra en það gekk ekkert heldur haha ;) En næsti þáttur verður sko MEGA spennandi og þeir sem ég held að verði þar eru:

Gísli Hvanndal
Rakel Björk Haraldsdóttir
Eva Hlín
Guðrún Birna
Einir Guðlaugsson
Eva Natalja
Tinna Gunnarsdóttir
Eva Ágústa Guðmundsdóttir

Já það verður spennandi að sjá hversu sannspá ég er ;) Yfirleitt er ég glötuð í að spá fyrir um allt svona þannig að ég er ekkert of bjartsýn hehe ;)

fimmtudagur, desember 09, 2004

Próf!

Jæja hér kemur smá prófspurning, það mega og eiga allir að svara NEMA Mæja og aðrir sem starfa hjá Actavis :)

Við hvað vinn ég?

Ég held að vinnan mín sé eins og vinnan hans Chandlers... grunar að enginn af mínum vinum geti svarað þessari spurningu... :þ En vonandi hef ég rangt fyrir mér, og á vini sem vita við hvað ég vinn hehe :)

Svör óskast í comment!

mánudagur, desember 06, 2004

Broskallar...?

Veit einhver hvernig maður gerir öðruvísi kalla í commentin en bros, blikk og fýlukall? Kann sem sagt þessa hérna :) ;) og :( en ekki fleiri sem breytast svo í svona litakalla... vonandi skilur einhver hvað ég er að fara ;)

Ég er farin að hafa pínu áhyggjur af þessu bloggi.... að fólk sem les það sem þekkir mig lítið/ekkert haldi að ég sé klikkuð....

Það er nefninlega mikið um einkahúmor sem fer hér inn sem bara þessir sem maður umgengst mikið skilja..... maður áttar sig stundum ekki alveg á því hvað maður er að gera þegar maður skrifar á INTERNETIÐ, djísus alheimurinn getur lesið þetta... ekki að ég haldi að hann hafi mikinn áhuga haha ;)

Jæja allavega þá er ég ekki klikkuð og ég ætla að íhuga aðeins hvort það sé góð hugmynd að blogga svona bull og vitleysu á netinu....!!


Jólahreingerningin...

Ég stóð í þeirri meiningu að það væri allt hreint og fínt hjá mér og jólin mættu bara koma sem fyrst EN það var víst misskilningur... Ég var ekki alveg að ná því hvað JÓLAHREINGERNING er!! Ég á víst slatta eftir, ja bara allt held ég... úff púff Gunni verður virkjaður í þetta með mér næstu helgi og verður örugglega mega ánægður þegar hann fréttir í hvað helgin fer hahahaha - að þrífa skúffur og skápa hihi reyndar veitir ekki af að sortera pínu í skúffunum því ég þoli ekki svona óskipulag, það er bara EITTHVAÐ í sumum skúffunum mínum - óþolandi! Ég vil sko hafa reikninga á einum stað, tryggingar í annari skúffu, leikskóladót í þeirri þriðju o.s.frv. - kem því á núna :)

Jiii sáuð þið Sjálfstætt fólk í gær? Ég sá hann óvart því ég hélt að Apprentice byrjaði kl.20 og nennti ekki að standa upp úr sófanum og Guð hvað þetta var sorglegur þáttur, ég var bara alveg miður mín við að horfa á þetta :( Það var verið að tala við konu sem er búin að missa svo mikið, ég næ því ekki hversvegna svona mikið er lagt á eina sál en hún var nú á því að henni hefði bara ekki verið ætla að eiga mikið eftir.... úff fannst svo sorglegt þegar hún sagði það :( Hún var búin að missa son sinn í snjóflóði og í öðru snjóflóði missti hún dóttur sína og barnabarn:( Og mér skildist að það hafi verið fóstursonur hennar sem lést í bílslysi fyrir ekki svo löngu og að nú ætti hún aðeins eftir einn son :´( Maður veltir því fyrir sér hvernig fólk heldur geði þegar svona áföll dynja á það hvað eftir annað... ótrúlega sterk kona þarna á ferð!!

sunnudagur, desember 05, 2004

Helgin búin!

Vá ég trúi ekki að helgin sé búin... finnst eins og hún hafi bara ekkert komið! Meira hvað þær líða alltaf hratt þessar helgar, finnst sko að þær ættu að vera 3 dagar svo maður nái nú aðeins að njóta þeirra :þ

Damn hvað Idol var magnað á föstudaginn, ótrúlega góðir keppendur alveg en ég kaus Evu en fannst alveg þrjár til viðbótar mjög góðar! Pottþétt einhver úr þessum hóp sem kemst áfram úr Wild card þættinum - eða ég held það allavega :)

Jæja Apprentice að byrja og þrátt fyrir að hann Raj minn hafi verið rekinn síðast *GREEENJ* þá bíð ég spennt eftir næsta þætti og nú er það Kelly sem ég held með - skrítið hvað ég held alltaf með körlum í þessum raunveruleikaþáttum, kerlingarnar eru alltaf eitthvað svo leiðinlegar...!