PEACE

fimmtudagur, október 14, 2004

Jæja loksins

Loksins er ég búin að ákveða - held ég - hvaða myndir af dömunni ég ætla að stækka fyrir okkur Gunna ;) Það eru þessar 3:

http://www.barnaland.is/album/img/6832/20040816235810_0.jpg

http://www.barnaland.is/album/img//6832/20040817002543_0.jpg

http://www.barnaland.is/album/img/6832/20040817002525_1.jpg

Er í mestum vafa með þessa síðustu en þetta er svona prakkarasvipurinn hennar sem mér þykir svo vænt um svo ég held ég hafi hana bara þá þriðju ;) Líst ykkur ekki bara vel á þetta val, þið sem ég er búin að vera að hrella með því að velja og hvað ykkur finnist og bla bla bla ;) Nú læt ég ykkur vonandi í friði muhahahaha ;)

miðvikudagur, október 13, 2004

Jebb ég týni sem sagt hlutum :)

Haha fyndið ég var að skrifa um það í dag að ég týni öllu, bloggið kom reyndar ekki inn fyrr en rétt áðan, einhver bilun í gangi :( Allavega þá skokkaði ég á foreldrafund á leikskólanum í kvöld og það var grenjandi rigning og ég með gleraugun á mér svo ég tók þau af og setti í úlpuvasann. Joggaði úti í rigningunni í dágóðan tíma áður en fundurinn hófst og var orðin holdvot 5 min. fyrir fund á leið inn á leikskóla en nei nei tek ég þá ekki eftir því að gleraugun eru horfin úr vasanum *grenj*!! Ég óð um eins og brjálæðingur að leita þarna í kring, fannst líklegast að þau hefði dottið út stuttu áður þegar ég tók símann úr sama vasa en það var svo dimmt og engin birta svo ég fann bara ekkert :( Var því gleraugnalaus og holdvot og geðveikt pirruð á fundinum, sem var þó stórfínn! Fór svo aftur út að leita eftir fundinn með minnsta vasaljós í heimi sem hann Gunni sótti en gleraugun voru bara hvergi :( Reyndar hálf ómögulegt að leita líka því það var svo lítil birta af vasaljósinu og svo var allt út í laufblöðum og svo fáir ljósastaurar :( Úff labbaði heim þung á brún en rétt áður en ég kem heim sé ég þau liggja á göngustígnum hér fyrir utan heil á húfi haha þvílík heppni og ég tók sko gleði mína á ný :)

Annars "týnast" nú gleraugun mín á hverjum degi hér heima og alltaf glottir Gunnar þegar ég hleyp hér um að leita að þeim eins og meiníak og hrópa á hann "hefurðu séð gleraugun mín?" Hann svarar alltaf "nei" veit ekki tilhvers ég er eiginlega að spyrja hann er það er bara svona partur of programmet ;) En já hann er ekki að skilja það hvernig ég fer að því að týna þeim á hverjum einasta degi.........

Hvert fara hlutirnir?

Heima hjá mér hverfa vissir hlutir alltaf, og þeir finnast ALDREI aftur... mjög spúkí! Þeirra á meðal eru t.d. sokkar, allt í einu á maður bara enga sokka sem passa saman, bara fullt af stökum pörum, hvað er það? Ekki fer maður út í einum sokk svo þeir fara ekki út af heimilinu.... MJÖG SKRÍTIÐ. Annað sem hverfur eru snuddur og þær hverfa sko ansi hratt get ég sagt ykkur! Hef lent í því að bruna upp í 10-11 kl.4 um nóttu til að redda barninu snuði!!!!! Og teygjur og spennur hvefa líka.... ég kaupi svona búnt af ömmuspennum og þær bara gufa upp, allt í einu er bara engin eftir, mjöööög dularfullt!!

Það versta er þó skartgripirnir :( Ég er búin að týna öllum hálsfestunum mínum bu-hu ömurlegt :( Átti 2 sem mér þótt sérlega vænt um, 18 kt. festi frá Auafa sem skartgripasmiðir voru búnir að dást að meðal annars, og svo gullhjarta festi frá Jens sem hann Gunni minn gaf mér í jólagjöf og þessar 2 hurfu á sama tíma bara, allt í einu gufuðu þær bara upp... púfff... kannast nokkur við að hafa séð þær? Týndi líka öllum hringunum sem ég fékk í fermingjargjöf á einu bretti, allt í einu voru þeir bara horfnir svona ca. mánuði eftir ferminguna... mikill söknuður ennþá eftir þeim :( Ég hef fengið helling af skartgripum í gegnum tíðina en á enga þeirra ennþá nema eina festi sem ég fékk í útskriftargjöf frá bræðrum Gunna (er geggjuð) og svo festina sem Gunni gaf mér núna síðast í jólagjöf enda þori ég varla að nota þessar 2 af ótta við að týna þeim!

Jamm ekki gefa mér skartgripi, það borgar sig ekki :) I do love them though!

þriðjudagur, október 12, 2004

Pump félagi óskast!

Jæja ég er búin að ákveða að fara í Body Pump 2svar í viku með göngunni/hlaupinu! Það er mikið skemmtilegra að hafa einhvern með sér í pömpið svo ég óska eftir félaga :) Þetta er kennt í Sporthúsinu og Baðhúsinu og ég get mætt í hvoru tveggja, en líst best á mán og miðv.dagskvöld frá 19:30-20:30 í Sporthúsinu eða sömu tímar á þri og fim í Baðhúsinu...... 10 tíma kort kostar 7800 og ég stefni á að kaupa 2 svoleiðis fyrir jól ef allt gengur að óskum hehe, plíííís segið mér að einhverjum langi með... maður verður svo massaður og flottur af pumpinu og svo er þetta svoooo GAMAN :þ Já og VR greiðir þetta niður að hluta og svo sum fyrirtæki, svona frábær fyrirtæki eins og Actavis t.d. híhí :)

Þarf varla að taka það fram að mitt lið datt út úr Amazing Race, mér líður pínu svona eins og sææækóóóó þegar liðin mín detta út því ég verð svo MEGA pirruð, er ekki alveg að fatta það hvað ég læt þetta æsa mig upp sko...... Ætli Mercedes detti ekki út á morgun í Americas Next....., ég held orðið meira með henni en April, hún er svo geðveikt sæt!

Að missa sig...

Hún Hanna Karen sem ég vinn með kom að utan í gær og með fullt af nammi með sér.... við erum víst báðar í átaki og var því ákveðið að hafa ekkert nammi hér inni í herberginu okkar ;) Ég stóðst þetta fullkomnlega í gær og fékk mér ekkert nammi takk fyrir. Í hádeginu í dag fórum við nokkrar úr vinnunni í Smáralindina og þær dömur vildu fara á Burger King og hlustuðu ekkert á tautið í mér um hollustu :( Jæja ég ákvað því bara að fá mér hammara OG franskar :( Hef ekki borðað franskar núna í margar vikur.... allavega þegar ég var búin með þessa kaloríubombu leitaði ég eins og villt manneskja út um allt fyrirtæki að nammi frá gærdeginum og hakkaði svoleiðis í mig alla góða mola sem ég fann.... Já ég bara MISSTI MIG *grenj*

Svo í kvöld verður hlaupin extra hringur, vona að það verði ekki rigning og rok eins og í gær, úff það var svo erfitt að hlaupa :( Auuumingja ég :(

mánudagur, október 11, 2004

GARRRRGGG

Djöfulsxxx hlunka aumingjar eru þessir karlar í Survivor, urrrrr ég er svo reið að ég er bara kreisí :( Þegar maður horfir yfir flokkinn þeirra þá sér maður feita, gamla, lata fávita sem skilja bara ekkert í því afhverju þeir tapa alltaf fyrir kerlingunum.... hmmm... afhverju ætli það sér? MORONS! Þoli það ekki þegar ég er að horfa á svona þætti og minn maður er kosinn burt, og það gerist alltaf fljótlega, spurning um að hætta bara að horfa á þessa vitleysu :(

Jæja CSI að byrja, spurning hvort hinn ofursexy Grissom geti hresst mig við með sínum ómótstæðilega þokka.... IN YOUR SICKEST DREAMS María Björk Ólafsdóttir muhahahahahaha ;)

Krókurinn hér, hvar og hvenær sem er...

Jæja skruppum í sveitina um helgina að hitta tengdó. Ég skrapp út á Krók á laugardeginum og þar var nú ekki mikið að gerast frekar en fyrri daginn... Kíkti þó í Blómabúðina hennar Önnu Leu og hún er ekkert smá flott, munur að eiga sitt eigið companý hehe. Kíkti líka í companíið hennar Kristínar og tók mér spólu og svo hitti ég hana Ástu Möggu þegar ég fór í ríkið, held nú samt að hún sé ekki búin að kaupa ríkið ennþá en það var gaman að hitta hana ;)

Við tökum nær aldrei spólur en nú á að verða breyting þar á, laugardagskvöld verða vídeó eða bíókvöld! Við tókum Twisted núna um helgina og hún var ágætis afþreying en alltof fyrirsjáanleg fannst mér.... tókum Taking lives síðustu helgi (þá byrjaði vídeó/bíó átakið) og hún var nokkuð góð bara, Mæja var búin að segja að ég gæti alveg horft á hana alein en ég mæli nú EKKI með því.... ég er reyndar algjör gufa þegar ég er ein heima ;)

Að lokum smá pæling... hafið þið tekið eftir því að maður tekur bara eftir óþægindum þegar þau koma en maður tekur ekki eftir því þegar þau fara..... SKRÍTIÐ!! T.d. þegar maður fær hausverk þá finnur maður bara að hann er að koma en svo þá er hann allt í einu bara horfin og maður man ekkert hvenær það gerðist.... allavega ekki ég, kannski er ég bara skrítin :)