PEACE

fimmtudagur, mars 02, 2006

HINN STÓRMERKI DAGUR 20.MAÍ

Já vitið þið hvað er að gerast þá....? Það eru sko 2 merkustu atburðir ársins get ég sagt ykkur!!

Nr.1: María Blöndal á stórafmæli
Nr.2: E-U-R-O-V-I-S-I-O-N

Yes og ef þið leggið saman 1+2 þá fáið þið út.... STÓRVIÐBURÐ sem verður auglýstur betur síðar... :O)

Annars er planið að skella sér á Skagfirðingaball á morgun en shit ég verð bara slappari og slappari maður, lekur stanslaust úr augunum á mér og ég er með hálsbólgu og eyrnabólgu og búin að vera með einhverjar kommur en held þær hafi aukist í dag... ekki góður dagur í dag...

En 20.maí verður geggjaður svo takið hann frá :)

miðvikudagur, mars 01, 2006

Johari...

Já ok ég var að búa til einhvern svona Johari glugga... mér fannst þetta pínu flókið þegar ég sá þetta á síðunni hennar Önnu Leu en svo þegar ég skoðaði þetta aðeins er þetta ekkert svo flókið hahaha - maybe I'm just stupid...

Allavega þá eigið þið sem skoðið bloggið að klikka á linkinn sem ég set hér fyrir neðan, klikka svo á þau 5-6 nöfn sem ykkur finnst lísa mér best og skrifa nafnið ykkar í gluggan fyrir neðan og ýta á enter eða submit eða hvað sem takkinn við hliðina á segir :) ALLIR AÐ PRUFA, blogga ekki meir fyrr en 10 búnir að svara...... er ykkur alveg sama eða... hnusss!

http://kevan.org/johari?name=MajaBlo

þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Gleymdi að blogga um uppáhaldið :)

AMERICAN IDOL... hvað annað :)

Geggjaðir undanfarnir þættir og svo margir góðir krakkar þarna núna finnst mér :) Hjá stelpununum held ég með:
Mandisa (þessi stóra), Paris (17 ára og amma hennar fræg), Lisa Tucker (16 ára og ótrúúúúleg) og að lokum Kathrine (mamma hennar söngkennari)

Verst með Lisu Tukcer að í hvert sinn sem ég heyri nafnið hennar hugsa ég um perrann í Something about Mary hahaha :O)

Hjá strákunum finnst mér Kevin ÆÐI :) (pínulítill með gleraugu, alveg eins og Tinni) en hann syngur ekkert spes... því miður hann er svo mikið krútt eitthvað.

En bestu söngvararnir eru Chris Rokkari - hann er geðveikur :)
Elliot er líka rosalega góður sem og Ace eða Mr.Beauty eins og ég kýs að kalla hann :)
En lang lang lang frábærastur er TAYLOR (gráhærði) ég held með honum :):)

Að lokum - hvernig breyti ég gömlu póstunum hérna á hliðinni, það kemur bara dagsetningin og allir gamlir póstar... ég vil ekki hafa þetta þannig... HELP!!

ÁT OG AFTUR ÁT

Dísus ég er búin að éta yfir mig undanfarið... búin að fara út að borða á hverju kvöldi síðan á fimmtudaginn síðasta... shit..

Fór á föstudaginn með mömmu og Ingu á Vegamót (eftir að hafa haft það kósý í Baðhúsinu fyrst) og mmmmm maturinn þar var geggjaður - eins og alltaf :)

Fór á laugardaginn í geðveikt matarboð til hennar Rebekku minnar, maturinn þar var sko bara JÖÖÖÖMMMMÍÍÍÍ :þ

Fór á sunnudaginn á Fridays með Birnu og Degi og mmmm mér finnst Friday's alltaf góður :)

Fór svo í gær aftur á Vegamót með Gunna..... mmmmm fékk bestu samloku EVER þar :) Steiksamloku með piparsósu - mmmmmmm :)

Vaknaði í morgun með hálsbólgu, eyrnabólgu (ái) og 3 frunsur.... OG ER EKKI KÁT :'(