PEACE

miðvikudagur, desember 06, 2006

FROSTRÓSIR

Mér var boðið á Frostrósa tónleikana í gær, ooohh hvað ég var glöð var einmitt búin að vera að segja við Gunna kvöldið áður að mig langaði svo að fara. Ekki nóg með það heldur var ég sko VIP boðsgestur og fékk kampavín og snittur fyrir tónleika og í hléinu... ekki slæmur díll það get ég sagt ykkur - snitturnar voru ekkert smá góðar og kampavínið rann ljúflega niður :)

Tónleikarnir voru ÆÐISLEGIR. Oh ef þetta kom fólki ekki í jólaskapið þá held ég að það geri það ekkert. Þetta var svo fallegt og svo hátíðlegt! Sissel Kyrkjebo fannst mér hreint út sagt yndisleg, hún og Eivör báru alveg af og svo stóð Ragga Gísla sig líka stórvel. Ein var svo sópran eða eitthvað álíka og það er ekki alveg fyrir mig, ein söng bara eitt lag sem var frekar spes... held hún hafi bara ekki getað lært textana (mín samsæriskenning).
Að lokum var ein sem var ekki kynnt sem ein af Frostrósunum en hún var svona eldri kona sem söng alveg nokkur lög en sá ekki neitt og var því alltaf með möppu með textum beint fyrir andlitinu... svona 5 cm frá því.. jiii ég átti svo erfitt með að hlæja ekki því þetta leit frekar spaugilega út, konan kunni enga texta og sá maður því aldrei andlitið á henni muhahaha :O) Allavega takk æðislega fyrir mig Sigrún :*

Jæja best að reyna að koma tölvudruslunni í gang, tölvan mín hérna í vinnunni er ALLTAF biluð urrrr er orðin nett pirruð á þessu. Núna kemst ég ekki inn í inboxið mitt og get því lítið gert... annað en að blogga :)

mánudagur, desember 04, 2006

Mánudagur

Oh enn einn mánudagurinn... þeir eru bara erfiðir!

Helgin var aftur á móti yndisleg. Ég ákvað á síðustu stundu að skrá mig á jólahlaðborðið því stemmingin í vinnunni var orðin óbærileg :) Það var líka verið að bjóða miða á Í svörtum fötum eftir hlaðborð og mig hefur alltaf langað að prufa að fara á ball með þeim.

Byrjaði þó á því á laugardaginn að skreppa í Smáralind með Önnu Siggu og kaupa mér kjól fyrir brúðkaupið - vú hú þá er það frá, mikill léttir :O) Anna Sigga er minn sérlegi stíllisti en hún hjálpaði mér líka að velja kjól fyrir þrítugsafmælið mitt - svo ef þið hafið eitthvað út á fataval mitt að setja þá ræðið það við "my stylist"

Jólahlaðborðið byrjaði á boði heima hjá yfirmanninum okkar og jiii hvað það var gaman þar, sátum bara og spjölluðum og jú grenjuðum úr hlátri - ótrúlega skemmtilegt fólk :) Mættum snemma á staðinn - sem betur fer því við náðum borði muhahaha úff hvað ég vorkenndi liðinu sem þurfti að STANDA og borða matinn sinn... ekki alveg að gera sig að mínu mati en ég var sátt í mínum stól við mitt borð og gúffaði í mig :) Síðan var drifið sig á dansgólfið... byrjaði ósköp sakleysislega en endaði ekki alveg jafn sakleysislega... Það var fólk berfætt uppi á borðum.. liggjandi í gólfinu... nútímadans var sko þemað og er óhætt að segja að það hafi leynst svakalegir nútímadansarar í hópnum muhahahaha :O)

Jæja því næst var haldið í bæinn og voru allir orðnir svangir aftur því maður þorði ekki að standa upp frá borðinu yfir matnum af hættu við að missa borðið skiljiði.. fullt af fólki sem horfði á mann með öfund :) Þannig að við skruppum nokkrar á Kebab Húsið og töluðum þar rússnesku við nokkra pólverja og hámuðum í okkur kebab.. mmmm..... Því næst var það bara ball en við þurftum að bíða eftir hljómsveitinni í örugglega klst. og þegar hún loks kom var ég orðin þreytt og illt í fótunum og dansaði því bara smá en dreif mig svo heim.

Sunnudagurinn var líka yndislegur, drifum okkur í Smáralind með dömuna á jólaball og í Ikea að sjoppa smá jóladót (já Anna Sigga, maður getur alltaf á sig jóladóti bætt muhahaha)

Yndisleg helgi - en nú er það mánudagur og best að byrja að vinna.