FROSTRÓSIR
Mér var boðið á Frostrósa tónleikana í gær, ooohh hvað ég var glöð var einmitt búin að vera að segja við Gunna kvöldið áður að mig langaði svo að fara. Ekki nóg með það heldur var ég sko VIP boðsgestur og fékk kampavín og snittur fyrir tónleika og í hléinu... ekki slæmur díll það get ég sagt ykkur - snitturnar voru ekkert smá góðar og kampavínið rann ljúflega niður :)
Tónleikarnir voru ÆÐISLEGIR. Oh ef þetta kom fólki ekki í jólaskapið þá held ég að það geri það ekkert. Þetta var svo fallegt og svo hátíðlegt! Sissel Kyrkjebo fannst mér hreint út sagt yndisleg, hún og Eivör báru alveg af og svo stóð Ragga Gísla sig líka stórvel. Ein var svo sópran eða eitthvað álíka og það er ekki alveg fyrir mig, ein söng bara eitt lag sem var frekar spes... held hún hafi bara ekki getað lært textana (mín samsæriskenning).
Að lokum var ein sem var ekki kynnt sem ein af Frostrósunum en hún var svona eldri kona sem söng alveg nokkur lög en sá ekki neitt og var því alltaf með möppu með textum beint fyrir andlitinu... svona 5 cm frá því.. jiii ég átti svo erfitt með að hlæja ekki því þetta leit frekar spaugilega út, konan kunni enga texta og sá maður því aldrei andlitið á henni muhahaha :O) Allavega takk æðislega fyrir mig Sigrún :*
Jæja best að reyna að koma tölvudruslunni í gang, tölvan mín hérna í vinnunni er ALLTAF biluð urrrr er orðin nett pirruð á þessu. Núna kemst ég ekki inn í inboxið mitt og get því lítið gert... annað en að blogga :)
Tónleikarnir voru ÆÐISLEGIR. Oh ef þetta kom fólki ekki í jólaskapið þá held ég að það geri það ekkert. Þetta var svo fallegt og svo hátíðlegt! Sissel Kyrkjebo fannst mér hreint út sagt yndisleg, hún og Eivör báru alveg af og svo stóð Ragga Gísla sig líka stórvel. Ein var svo sópran eða eitthvað álíka og það er ekki alveg fyrir mig, ein söng bara eitt lag sem var frekar spes... held hún hafi bara ekki getað lært textana (mín samsæriskenning).
Að lokum var ein sem var ekki kynnt sem ein af Frostrósunum en hún var svona eldri kona sem söng alveg nokkur lög en sá ekki neitt og var því alltaf með möppu með textum beint fyrir andlitinu... svona 5 cm frá því.. jiii ég átti svo erfitt með að hlæja ekki því þetta leit frekar spaugilega út, konan kunni enga texta og sá maður því aldrei andlitið á henni muhahaha :O) Allavega takk æðislega fyrir mig Sigrún :*
Jæja best að reyna að koma tölvudruslunni í gang, tölvan mín hérna í vinnunni er ALLTAF biluð urrrr er orðin nett pirruð á þessu. Núna kemst ég ekki inn í inboxið mitt og get því lítið gert... annað en að blogga :)