PEACE

fimmtudagur, júlí 08, 2004

HÁRIÐ ER MÁLIÐ!

Skellti mér á Hárið í kvöld, Auddi bauð okkur systrunum með sér og Lilju á forsýningu og ég ákvað að slá bara til þrátt fyrir að vera agalega lítil leikhús manneskja! Þetta var nú söngleikur sem gerir þetta strax betra og hann Sverrir er í honum sem gerði útslagið hehe ;) En allavega þá var þetta bara asskoti gaman og Svessi að sjálfsögðu laaaangbestur hehe hann massaði alveg upphafs- og lokaatriðið, þvílík rödd maður, váááááá.... Hinir voru líka allir góðir, þetta var bara alveg rosalega flott sýning og magnaður söngur alveg, gæsahúðin staldraði ansi oft við í söngatriðunum ;)

Mæli sem sagt með Hárinu ;)

Það verður örugglega smá blogg pása hjá mér framyfir helgi nema ég komist í tölvu í sveitinni og hafi frá einhverju sniðugu að segja ;)

miðvikudagur, júlí 07, 2004

Bóímyndasetningar...

Ég er bara on fire í dag í blogginu ;)

Var að horfa á As good as it gets, sem er ein af mínum uppáhaldsmyndum og í henni er bara besta bíómyndasetning EVER, ég fæ alltaf tár í augun þegar hún kemur ;) Og setningin er "you make me wanna be a better man" BARA ÆÐI ;)

Fyrst ég er byrjuð er spurning um að koma bara með topp 5 ;)

Nr.2 er svo fyndnasta setning EVER en hún er úr Waynes world, Kim Basinger spyr Garth "can I be frank?" og Garth svarar "Yes, can I still be Garth?" muhahahahahaa, bara fyndið ;)

Nr.3 "You complete me" Krúsarinn klikkar auðvitað aldrei ;) Hann er reyndar á konuveiðum núna skilst mér... ef ég væri á lausu væri ég sko í hollívúdd núna :) Pittarinn er sko ekkert við hliðina á Krúsernum ;)

Nr.4 "Life is like a box of chocolates, you never know what you gonna get" Frábær mynd, er líka á topp 5 listanum yfir bestu myndirnar ;)

Nr.5 "You can´t handle the truth" Jack Nicholson í A few good men ;)

Búið, þar hafið þið það ;)

Er partýljónið dautt?

Maður er farin að hafa pínu áhyggjur af ímyndinni þið skiljið... partýljónsímyndinni :) Ég tók víst ekki alveg nógu vel á því á ættarmótinu og hann bróðir minn er ekki alveg að skilja þetta.... og ekki er hún nafna mín minna hneyksluð á frammistöðu partýljónsins ;) EN svona er þetta bara þegar maður er orðin ábyrg móðir muhahahaha en ég ætla að stefna að því að taka á því fyrir norðan... verst að ég er þegar farin að hafa áhyggjur af þynnku og öllu því sem fylgir því að vera partýljón... dísús hvað ég er orðin gömul og sorgleg.... :)

þriðjudagur, júlí 06, 2004

Pínu áhyggjur...

Jæja ég er farin að hafa pínu áhyggjur af mér í bikini í LÚX.. þarf að fara að gera eitthvað róttækt í þessu mar þar sem aðeins rúmur mánuður er til stefnu víííí ;) Byrjaði á einu róttæku í dag.... en var síðan boðin í afmælisveislu og matarboð í kvöld... dóh.. entist ekki einu sinni í einn dag :( En ég held sko ótrauð áfram á morgun, já já maður gefst ekkert upp þó á móti blási og allt það ;)

Ég er mikið að pæla í því þessa dagana hvort ég sé efni í gaflara... Maja gaflari..?? ...veit ekki alveg hvort það er að gera sig, kemur í ljós með tíð og tíma ;) Annars er bara svít að vera komin í sumarfrí með kalli og litlu skonsu, ætla sko að njóta þess í botn! Það á að kíkja norður en ég hef pínu áhyggjur af öllu sjónvarpsefninu sem ég kem til með að missa af... ekkert miklar sko en samt svolitlar.. Ég held að tívó væri eitthvað fyrir mig, er tívó komið til Íslands veit það einhver? ;)

mánudagur, júlí 05, 2004

Grikkir unnu...

Jæja það fór sem fór, það lið sem ég hélt með í ÖLLUM leikjunum í 8 liða úrslitum, undanúrslitum og úrslitum tapaði... er þetta hægt? Ég er sko bara fegin að þetta helxxxx EM er búið og ég þarf ekki að svekkja mig meira á því!

Mig er farið að hlakka svo til að mæta í sveitasæluna og skella mér í stuðuð, vúúúú er ekki dúndrandi stuð þarna Rebba? .... it better be :)

Að lokum þá elska ég sunnudagskvöld, þvílíkt mögnuð dagskrá maður! Ég byrja á Presidio med, því næst Apprentice síðan Cold Case og að lokum 24 - bara magnað maður ;)

sunnudagur, júlí 04, 2004

The camper...

Jæja fór í fyrstu útileguna með stelpuna núna um helgina, skelltum okkur á ættarmót með hele familíen ;) Föstudagskvöldið var geggjað, æðislegt veður, glampandi sól allsstaðar nema reyndar akkúrat á tjaldstæðinu okkar en það var hlýtt og logn ;) Stelpan var í essinu sínu að heilsa upp á allt liðið en við Gunni vorum mestmegnis í Boggia með Audda, Lilju, Binna, Tobbu, Dæju og Eyþóri og það var sko geggjað gaman ég held ég sé bara búin að finna íþróttina mína muuuuuuuuuu ;) Maður sat bara í stól með svona glasahaldara og kastaði bolta og drakk bjórinn sinn, það bara gerist ekki betra held ég ;) Fór inn í tjald með dömuna um hálf tvö en þá var hún farin að sýna þreytumerki - ótrúlegt úthald hjá henni og hún var nú ekki á því að fara að sofa en mér fannst komið nóg hjá snúllu ;) Henni gekk nú vel að sofna en það sama verður ekki sagt um mig.... mér var svooo kalt og dýnan svooo óþægileg eitthvað og stelpan alltaf að rumska eitthvað.. úff hvað ég er EKKI mikil tjaldmanneskja :-/

Dagin eftir var farið í sund og grillað og svona og síðan var samkoma með öllu liðinu um 200 manns þar sem var borðað og Auddi og Jói voru veisluhaldarar með smá grín bara mjög gaman :) En síðan fór að rigna á fullu og þá gafst útilegu manneskjan ógurlega upp og pakkaði saman og brunaði heim í hlýtt ból með hann Gunna sinn og Hafdísi Önju og Dæja fékk að fljóta með ;) Við vorum komin heim um hálf þrjú í nótt og sváfum síðan bara út í morgun, svíííít ;) Helgin var bara alveg frábær EN ef Gunni ætlar að gera útilegu manneskju úr mér þarf hann að redda fellihýsi, hjólhýsi eða húsbíl takk fyrir, með dúnsæng og dúnkodda og vel upphituðu q;o)

Núna er það að síast inn að ég sé komin með nýja vinnu ;) Þetta var svo mikið stress svo lengi og síðan svo mikið spennufall loks þegar ég fékk svar en núna er ég bara orðin spennt að fara að vinna á nýjum stað, held þetta verði sko alveg geggjað ;) Já Fribba mín, sorrí að ég gleymdi að taka það fram en fréttirnar voru nýja vinnan ;) Segi þér betur frá því á þriðjudaginn hjá henni Stínu fínu ;)