Nýr páfi
Ég viðurkenni að þessi páfakosning var lítið hitamál hjá mér og var mér nokk sama hver yrði kosinn, hugsaði þó með mér að það yrði munur að hlusta á hann þegar hann talaði, hann yrði ekki á grafarbakkanum vegna aldurs og ófær um að tala greyið..... Hafði víst rangt fyrir mér með það, maðurinn er nær áttræður og verður varla lengi við hesta heilsu, mér finnst ekkert smá skrítið að velja svona aldraðan páfa! Og ég hefði sett þýska kardinálinn í síðasta sæti held ég.... kannski einhverjir fordómar ég veit það ekki en það var búið að tala um það að hann væri MJÖÖÖÖG íhaldssamur og svo er hann bara svoooo gamall :s
En það er allavega kominn nýr páfi og hann var með messu í gær svo hann virðist allavega vera eitthvað sprækari en sá fyrri... Það voru einmitt sýndar myndir frá Jóhannesi Páli í sjónvarpinu eftir að hann lést þar sem hann var að messa eða halda einhverja ræðu nýlega eftir að hann var kosinn og vá hvað það var skrítið að sjá hann svona lifandi og með mikinn þrótt, ég man nefninlega bara eftir honum sem háöldruðum manni sem átti erfitt með mál og oft var eins og hann ætti bara erfitt með að anda þegar hann var að reyna að tala!
En það er allavega kominn nýr páfi og hann var með messu í gær svo hann virðist allavega vera eitthvað sprækari en sá fyrri... Það voru einmitt sýndar myndir frá Jóhannesi Páli í sjónvarpinu eftir að hann lést þar sem hann var að messa eða halda einhverja ræðu nýlega eftir að hann var kosinn og vá hvað það var skrítið að sjá hann svona lifandi og með mikinn þrótt, ég man nefninlega bara eftir honum sem háöldruðum manni sem átti erfitt með mál og oft var eins og hann ætti bara erfitt með að anda þegar hann var að reyna að tala!