PEACE

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Nýr páfi

Ég viðurkenni að þessi páfakosning var lítið hitamál hjá mér og var mér nokk sama hver yrði kosinn, hugsaði þó með mér að það yrði munur að hlusta á hann þegar hann talaði, hann yrði ekki á grafarbakkanum vegna aldurs og ófær um að tala greyið..... Hafði víst rangt fyrir mér með það, maðurinn er nær áttræður og verður varla lengi við hesta heilsu, mér finnst ekkert smá skrítið að velja svona aldraðan páfa! Og ég hefði sett þýska kardinálinn í síðasta sæti held ég.... kannski einhverjir fordómar ég veit það ekki en það var búið að tala um það að hann væri MJÖÖÖÖG íhaldssamur og svo er hann bara svoooo gamall :s

En það er allavega kominn nýr páfi og hann var með messu í gær svo hann virðist allavega vera eitthvað sprækari en sá fyrri... Það voru einmitt sýndar myndir frá Jóhannesi Páli í sjónvarpinu eftir að hann lést þar sem hann var að messa eða halda einhverja ræðu nýlega eftir að hann var kosinn og vá hvað það var skrítið að sjá hann svona lifandi og með mikinn þrótt, ég man nefninlega bara eftir honum sem háöldruðum manni sem átti erfitt með mál og oft var eins og hann ætti bara erfitt með að anda þegar hann var að reyna að tala!

þriðjudagur, apríl 19, 2005

Allt að verða reddí

Já þá er framkvæmdum í svefnherbergi að verða lokið - vú hú :) Ég tók nú nokkrar myndir til að monta mig svona pínu og hef verið að sýna msn - félugunum en ég ætla nú ekki að fara að setja myndir af svefnherberginu mínu hér inn, þið hin verðið bara að kíkja í heimsókn muhahaha :)

Þá er það bara pallurinn næst en okkur langar að kaupa svona flott viðarhúsgögn á pallinn sem og stóra viðar blómapotta og svona, gera þetta svolítið kósý :)

Annars fátt í fréttum, allir bara sprækir á mínum bæ og loksins farið að hlýna og ekki rigning, allavega ekki í augnabilinu.... vona að það haldist!!

sunnudagur, apríl 17, 2005

IKEA - I HATE IT

Jæja gerði aðra heiðarlega tilraun með Ikea í dag! Fann aðra hillu sem mér leist ágætlega á og svo sá ég kodda í gær sem ég ætlaði að kaupa. Til að gera langa sögu stutta þá var hillan ekki til í litnum sem ég ætlaði að kaupa.... og ekki koddarnir heldur, urrr :´( Ég benti nú afgreiðslukonunni á það að það voru tveir koddar þarna á bakvið hana merktir og allt en nei þeir voru víst bara til sýnis - og ég gat EKKI fengið þá!!

Oh maður hvað þessi verslun pirrar mig en þar sem ég er ekki tilbúin að borga fjórfalt meira fyrir hilluna annarsstaðar ætla ég að reyna að vera þolinmóð og bíða eftir næstu sendingu...

Í dag

Í dag er ég búin að mála svefnherbergið mitt, reyndar bara einn veggur sem þurfti að mála en það tók þó á ;) Ég er líka búin að sauma 2 kodda fyrir flottu koddaverin sem fylgdu með nýja rúmteppinu sem ég var að kaupa mér ;) Það fylgdu ekki koddar með og þessi stærð fæst ekki nema á uppsprengdu verði svo ég bara saumaði þá sjálf og það í höndunum þar sem ekki er saumavél á heimilinu!! Síðan er ég búin að skipta sængurveri sem passaði ekki á sængurfötin mín þar sem sængurverasettin í IKEA eru í VANGEFNUM stærðum - passið ykkur á þeim!! Ætlaði að kaupa hillu líka í IKEA en viti menn.... HÚN VAR EKKI TIL muhahahaha það kom á óvart - je right! Leitaði að hillu annarsstaðar en fékk ekki, held áfram leitinni á morgun. Það er sem sagt verið að taka svefnherbergið í gegn ;)

Síðan er ég búin að taka til í öllum rusl skúffunum á heimilinu en þær voru sko 4 stk. takk fyrir!! Hata svona skúffur sem maður hendir bókstaflega ÖLLU ofaní, líka rusli sem maður hefur ekkert að gera við, urrrr rusl :( Er líka búin að taka til í þvottahúsinu, setja allar dósir í poka sem og tímarit sem safnast þarna í hrúgu *hrollur, tímaritahrúgur*, og ganga frá barnafötum sem voru orðin of lítil.

Er búin að setja í nokkrar vélar, moppa gólfin og taka til og svo horfðum við á Lost sem við tókum upp og Desperate Housewifes sem við brenndum og svo las ég nokkur Lifandi vísindi blöð.... Nú er ég bara búin á því og farin í háttinn, góða nótt!