PEACE

föstudagur, janúar 14, 2005

Idol blogg í idol pásu.

Ég kom mér í idol gírinn í vinnunni í dag rétt áður en ég fór heim með því að sýna Mæju alla keppendurna og koma henni aðeins inn í þetta svo hún skilji eitthvað bloggið mitt á næstunni ;) Mæja núna er t.d. hægt að hlusta á frammistöðuna inni á www.idol.is skilst mér ;)

Og...... þá er fyrsta umferð búin! Mér fannst Hildur Vala best, rosalega er hún með fallega rödd og fékk hún mitt atkvæði. Ég bíð bara og vooona að Brynja fari ekki heim því mér finnst hún svo mikið æði en hún var því miður langt frá því að vera best í kvöld :( Margrét Lára fannst mér hinsvegar taka þetta Jónsa lag bara nokkuð vel en dómararnir drituðu alveg yfir hana.... enda oft sem ég og dómnefndin erum ekki á sama máli ;)

Vala fannst mér síst og svo Davíð Smári, fannst vanta allan kraft í þetta hjá honum....

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Bensín fyrir þúsund?

Ef það er eitthvað sem mér finnst ógeðslega leiðinlegt þá er það að taka bensín! Enda tek ég mjöööög sjaldan bensín, húsbóndinn sér mestmegnis um þá deildina ;) Það er nú ekki svo langt síðan ég lærði bara að fara á svona stöðvar þar sem maður dælir sjálfur en hún Birna kenndi mér á þær :) nota þær samt sárasjaldan, ef ég þarf að taka bensín leyfi ég bensínköllunum að dæla bara haha.

En það sem ég skil ekki er þegar fólk fyllir ekki tankinn þegar það tekur bensín.... hvað græðirðu á því annað en að koma aftur sem fyrst á bensínstöðina...? Jesús, fólk er kannski að taka bensín fyrir þúsund kall annanhvern dag í stað þess að koma bara á rúmlega vikufresti og fylla bílinn, skil það bara enganveginn!! Reyndar skil ég það ef það eru að koma mánaðarmót og bara þúsund kall eftir í veskinu hehe :þ

Ráð dagsins frá mér eru sem sagt þau að FYLLA TANKINN þegar þú tekur bensín bæði til að spara fyrirhöfn og peninga ;) Það kostar að keyra á bensínstöðina og svo eru allar líkur á að bensínið hafi hækkað síðan þú tókst síðast..... fyrir utan það hvað þetta er ógeðslega leiðinlegt :þ

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Sjónvarpskvöld

Oh kvöldið í kvöld var drauma sjónvarpskvöld ;) Amazing Race tvöfaldur - og bara svo það sé á hreinu þá finnst mér "hóstinn" þar ekkert geðveikur sko hahahaha en hann er flottari en Bogi ;) Mér finnst þessi í The Block lang flottastur af þessum "hóstum" ;)

Síðan var það Judging Amy en mér finnst þessir þættir svo mikil snilld, svo mikið af skemmtilegum karakterum ;) Donna er auðvitað bara fyndnust, jii ég hlæ svo að henni ;) Bruce er bara HOT og eitthvað sjarmerandi við það hvað hann er svona tilbaka..... Kyle er frekar sætur en þó of horaður fyrir minn smekk..... Kærastinn hennar Amy er bara DROP DEAD GORGEOUS :Þ Og kærasti mömmu hennar er bara frábærasti gaur ever, finnst hann ÆÐI! Jamm þar hafið þið það, skemmtileg lýsing á karakterunum úr Judging Amy... spurning um að hafa ekkert að blogga um :s

Ég er búin að læsa heimasíðunni hennar Önju minnar og ég væri eiginlega alveg til í að læsa blogginu líka því þá fyrst myndi maður nú láta hlutina flakka muhahahaha en það stendur víst ekki til boða svo ég held áfram að halda aftur af mér ;)

Verð að mæla með þessu líka ;)

Já eins og Kristín þá ætla ég að mæla með www.isketch.net ef þið hafið ekkert að gera á kvöldin, þetta er bara gaman ;) Nema reyndar þegar þarna inni eru stelpur sem eru búnar að spila þetta lengi og kunna orðið öll orðin utanaf og giska því á hrossabjúgu þegar búið er að teikna haus á hesti..... og hundakofa þegar búið er að teikna eitt eyra á hundi sem ég hélt að væri fjallstindur hahaha já og svo giska þær á "ferskvatn" þegar búið er að teikna krana..... hahaha já ég er pínu bitur greinilega enda mikil keppnismanneskja og ég á ekki sjens í þær ;)

Og svo mæli ég með The Amazing Race í kvöld, vú hú - það held ég að verði súper skemmtilegur þáttur, og ég er svo heppin að Orbitrek græjan er ekki komin í hús svo ég ætla að krassa í sófanum með Pepsi Max og létt popp ;) Ég var að spá í það í gærkveldi að allir "hostar" í þessum raunveruleikaþáttum eru sætir gaurar, það eru ALDREI stelpur..? Hvað er málið með það...? Líklega er málið það að það horfa mikið fleiri stelpur á þessa þætti en strákar og við viljum frekar hafa þetta sæta gaura en einhverjar bimbó gellur svo ég er svo sum bara sátt :o)

mánudagur, janúar 10, 2005

Verður maður ekki að reyna að blogga smá..

Vá stundum getur maður bloggað um allt og ekkert og stundum er maður bara dofinn og hefur nákvæmlega EKKERT að blogga um.... þannig hefur tíðin verið undanfarið.

Jesús sáuð þið Opruh í gær? Það var þáttur um hjónabönd sem höfðu endað með hommaskilnaði.... já sko í ljós kom að kallinn var hommi... æ æ frekar óhentugt ;) Jæja allavega, þá var ein konan búin að vera gift sínum manni í 30 ár þegar hann tilkynnti að hann væri búinn að halda ansi oft framhjá henni, en hann var sko búin að sofa hjá yfir EITT ÞÚSUND KARLMÖNNUM!! Dísus kræst!! Það fyrsta sem konan gerði var að fara í AIDS prufu - skiljanlega en það næsta sem hún gerði var að halda bara áfram að vera gift kauða :s En þau skildu nú fyrir rest, minnir 4 árum seinna.... já talandi um sjálfsblekkingu.... Okey, hann er búin að halda framhjá mér meira en þúsund sinnum... hann gerir það varla aftur muhahahaha. Nei það er ljótt að segja þetta og hann sagði víst við hana að þeir væru fleiri hundruð ekki þúsund (munar öllu...) en sagði svo í Opruh þættinum að þeir væru nú yfir 1000 sem hann væri búin að taka.... enginn smá FOLI!!

Annars mæli ég bara með Cold Case sem eru LOKSINS byrjaðir aftur mér og mínum maka til mikillar ánægju ;) Og American idol víst að byrja líka, bara rífandi sjónvarpsstemming í svartasta skammdeginu, ekki veitir af ;)

Já og að lokum þá er svaðaleg græja á leið í Básbryggjuna... það held ég að við Gunnar verður grönn, mössuð og flott í sumar muhahahahahahaha :þ