PEACE

laugardagur, september 17, 2005

Mætt til vinnu.. á laugardegi!!

Jájá ég er bara mætt galvösk til vinnu á laugardegi, svona er þetta þegar maður er að fara að þvælast til útlanda... maður verður að vera duglegur þangað til :) Sérstaklega þar sem ég er búin með orlofið sem ég á á launum (byrjaði svo seint hérna) og ég vil helst fá sem mest útborgað þegar ég kem að utan hehe :)

Það er þó margt gott við að mæta til vinnu um helgar, ég fæ t.d. engan móral yfir að vera að eyða tíma í að skipuleggja mig (vinnuna sko) en það hefur bara ekki gefist neinn tími til þess undanfarið og ég HATA fátt jafn mikið og skipulagsleysi :S Svo nú er ég að fara yfir allan tölvupóst og raða honum rétt, fara yfir tæknisamningana og setja þá inn í flotta töflu sem ég bjó til til að auðveldara sé að sjá stöðuna á þeim og svona.... er þetta ekki áhugavert allt saman eða? :o) Já og svo get ég sungið með Keane af öllum lífs og sálarkröftum því ég er ein á hæðinni :) Ætla rétt að vona að ég sé það... var allavega engin hér þegar ég mætti og ég DEY ef einhver hefur læðst inn án minnar vitundar.....

Jæja best að halda áfram að jobba, heyrumst síðar :)

miðvikudagur, september 14, 2005

TÍMINN ER BARA STOPP...

Hvað er málið með þessa viku... dagarnir líða bara ekki...! Oh ég held að það sé Boston spenningurinn, hann er að gera útaf við mig :) Ég er alltaf að skoða innkaupalistann minn og bæta á hann.... úff hann er orðinn pínu mikið langur - en það verður bara gaman að versla, I LOVE IT :)

Ég get sagt ykkur það að ég er eitthvað fötluð, ég bara get ekki gert FRAMSTIG, bara engan veginn :( Ég fæ bara krampa og læti í lappirnar og finnst eins og þær séu að detta af mér.... Ég rembist þó eins og rjúpan við staurinn í hverjum einasta body pump tíma og bið til Guðs að enginn taki eftir því hvað ég er hallærisleg... en ég komst að því í morgun að ég hef því miður ekki verið bænheyrð :-/ Kennarinn kom til mín eftir tíma og sagði að í næsta tíma myndi hún fara aðeins í framstigið með mér.... ég væri ekki alveg að gera það rétt!! OH REALY... ég veit að ég er ekki að gera það rétt en það er nú bara vegna þess að ég GET ÞAÐ EKKI *GREEEEEENJ* en sjáum hvort hún getur ekki aðstoðað mig eitthvað við þetta fyrir framan fullan sal af fólki..... alltaf gaman að vera lúserinn í hópnum...!!

Þetta minnir mig á gamla körfuboltaþjálfarann minn.... hann lagði mig í einelti en hélt einhverra hluta vegna að ég hefði gaman af því (tek það þó fram að body pump kennarinn gerir það ekki haha hún er sko ekkert nema indæl :) ) En allavega þá var þjálfarinn að kenna okkur eitthvað og segir svo "Maja dripplaðu yfir völlin og tilbaka" Ég bara jájá dríf mig í þessu og hugsa með mér að ég væri greinilega betri í þessu en ég hélt fyrst ég ætti að sýna þetta :) Þegar ég kem tilbaka segir hann "Jæja þá vitið þið hvernig þið eigið alls ekki að gera þetta..." Uuuuu takk fyrir það FÍFLIÐ þitt, urrrr hvað ég varð pisst!!

Hann öskraði líka einu sinni á mig í miðjum leik þegar ég var inni á vellinum að spila "MÆJA ÞÚ ERT EINS OG HÆNA INNI Á VELLINUM, GERÐU EITTHVAÐ AF VITI"...... jebb áhorfendurnir höfðu gaman af þessu... ég eitthvað minna gaman :-/ Jebbs, algjör perla þessi gaur...

Hann hlýtur þó að hafa fengið einhvern móral eftir tímabilið því þegar það kom að uppskeruhátíðinni fékk ég bikar fyrir að vera efnilegust.... held það hafi aldrei neitt komið mér jafn mikið á óvart!! Fattaði ekki einu sinni að nafnið mitt hefði verið kallað upp, byrjaði bara að klappa eins og fáviti fyrir þeim sem fékk bikarinn hahaha þar til dömurnar við borðið mitt bentu mér á að það væri sko ég :)

mánudagur, september 12, 2005

ÞREYTT, ÞREYTT, ÞREYTT :(

*GEISP*

Ég stillti klukkuna áður en ég fór að sofa kl.05:50 takk fyrir, þar sem við vinkonurnar ætluðum að drífa okkur í ræktina í morgun eins og aðra mánudagsmorgna. Ég fór upp í rúm kl.22 svo ég yrði nú spræk í ræktinni en kl.03:00 var ég ennþá vakandi.... og SVOOOO PIRRUÐ...!! Já ég svaf því í tæpa 3 tíma áður en ég mætti galvösk í body pump :) Ég ákvað nú líka bara að taka almennilega á því og þyngdi í flestum vöðvahópum.... maður lætur nú ekkert smá svefnleysi á sig fá... Lýsistöflurnar voru nú ansi nálægt því að þjóta upp oftar en einu sinni í mestu átökunum... :)

En nú er ég þreytt, djísus hvað ég er þreytt, er bara að sofna hérna í vinnunni minni! Er búin að redda gistingu í Boston og sækja um nýtt vegabréf, fann í dag íbúð á netinu sem kemur til greina og við sem vorum alveg komin á það að salta þetta....!! Ég var búin að sjá hana áður en hún var tekin svo af sölu en sett aftur í dag... ætlum að kíkja á hana í kvöld.

Já og í dag eru 3 ár síðan ég kom litlu dömunni minni í þennan heim. Akkúrat á þessum tímapunkti var ég búin að vera með 10 í útvíkkun í næstum 3 tíma og átti þá eftir um 2 - þetta var langt rembingstímabil :) Ég væri að fá mænudeyfinguna eftir um klst..... Guð, það var sko BESTA BESTA sprauta sem ég hef nokkurntíman fengið og hef ég nú fengið þær allmargar.... Yndislegar ljósmæður alveg að segja mér að skella mér á hana - ég var líka ekki lengi að segja "jájá ég er alveg til í að prufa hana :)"