PEACE

föstudagur, desember 23, 2005

~GLEIÐILEG JÓL~

Óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að þið hafið það súpergott yfir hátíðarnar :)

Já og *hóst* ég stóð mig agalega í jólakortum þetta árið, þau voru extra ljót og óspennandi og var því tekin sú ákvörðun að þeir sem fá pakka fá ekki kort... því merkimiðinn var jafn spennandi og jólakortið muhahahaha :O)

miðvikudagur, desember 21, 2005

Narnia

Ég fór í bíó í kvöld/dag (myndin byrjaði sko kl.18) á myndina Narnia - mynd sem ég vissi nákvæmlega EKKERT um og ekki Gunni heldur en okkur var boðið á hana. Kellingarnar í vinnunni höfðu hinsvegar allar lesið þessa bók þegar þær voru yngri... hvar var ég þá??

Já allavega mætum við kl.18 og viti menn salurinn var fullur af KRÖKKUM, held við höfum verið eina fullorðna fólkið með ekkert barn með okkur.... ó mæ hugsuðum við bara...!! Óþolandi svona krakka bíó..... strákurinn sem sat fyrir aftan okkur t.d. ropaði alla myndina VERÐLAUNA ropinu sínu, hann hefði alveg eins getað öskrað á 2 min fresti hann ropaði svo hátt - VIÐBJÓÐUR!! En myndin var ágæt, svona falleg ævintýramynd bara og ég felldi 2 tár, eitt úr hvoru auga og lét það duga er bara nokkuð stolt sko ;O)

Þessi vika er búin að vera svo kreisí að ég hef ekki hitt hana dóttur mína síðan í gærmorgun... ætla að knúsa hana vel í fyrramálið og annað kvöld ætlum við fjölskyldan+Dæja heimalingur í gjafaútaksturinn en við þurfum sko að fara alveg út í sveit því hún amma býr í Vogum :) Gunni er frekar spenntur því við höfum ekki farið á nýja kagganum út úr bænum og hann ætlar að sjá hvað hann kemst upp í... je right cruise controlið verður stillt á 90 km hraða ef ég fæ að ráða - og ég ræð alltaf muhahahaha :o)

Síðan er bara komin Þorláksmessa (Jesús hvað þetta líður hratt) og þá ætlum við fjölskyldan bara að hafa það kósí eftir vinnu, þurfum reyndar að gera smá matarinnkaup sem er örugglega allt annað en kósí á Þorláksmessu........ Vorum búin að vera að spá í að kíkja í bæinn því við höfum aldrei farið en æi svo heyrist mér vera bara meiri stemming fyrir notalegheitum hér heima um kvöldið, svo yndislegt eitthvað að kúra bara uppi í sófa með öll kertin kveikt og seríurnar og tréið mmmm og kannski með smá konfekt/sælgæti í skál hehe :) Kristrún sem ég vinn með lísti líka Þorláksmessukvöldi niður í bæ alveg eins og ég hafði séð það fyrir mér hahaha crowded og kalt - brrrr ekki alveg fyrir mig :)

Oh ég kláraði alla House þættina um daginn sem ég átti á tölvunni og mikið sakna ég hans :( Þetta var bara orðin partur of prógrammet að horfa á 1-4 House þætti á kvöldi!!

þriðjudagur, desember 20, 2005

Hold your horses hold your horses..

Sérstaklega þú Mæja STALLION :O) Já já ég veit ég er ekki búin að vera dugleg að blogga en ástæðan fyrir því er sú að ég er svo MEGA upptekin þessa dagana maður!! Það eru ekkert allir sem mæta 4 tíma á dag í vinnu og fara svo heim og leggjast upp í sófa muhaahahahaha :)

En þessi mánuður er búinn að vera æði, mikið að gera jú en allt svo skemmtilegt :) nema ég komst að því í gær að ég er sammála henni Rebekku með að það að skrifa jólakort er ÓGEÐSLEGA leiðinlegt :'( Fæ þó ekki karlinn í að skrifa þau öll eins og sumir haha hann segði bara NO WAY en í staðinn eru öll kortin frá mér ógeðslega boring eitthvað, ekki einu sinni mynd af dömunni og svo bara einhver lummu staðlaður texti... sorry folks!

Dísus ég hef ekki frá neinu skemmtilegu að segja.... hmmmm nei finn bara ekki neitt... Segi því bara OAO í bili :)