PEACE

þriðjudagur, apríl 11, 2006

67.700 kr.

Já þessi fagra upphæð er það sem eitt stk. króna á tönn kostar í dag... fyrir utan vinnu sem þarf að vinna við undirbúning osfrv. SHIT hvað mig langar ekki að eyða tæpum 100 þús kr í tönn.. í JAXL sem sést glitta í þegar ég skælbrosi...

Ég er búin að vera láta mig dreyma um skenk... Gunna langar í heimabíó... okkur langar báðum að skreppa í smá helgarferð til London t.d... vá hvað ég hefði frekar viljað eyða pening í eitthvað af þessu heldur en TÖNNNNNNN!

Spurning hvort þetta flokkist ekki sem vinnuslys samt... ég meina vinnan gaf mér páskaeggið sem braut tönnina.. og ég borðaði það meiri að segja hérna í vinnunni... hmmm þarf að kanna þetta betur :) Reyndar borgar VR tannlæknakostnað - hámark helminginn og svo er tekinn næstum helmingurinn af helmingnum í skatt... svo maður stenur uppi með nokkar krónur haha :)

mánudagur, apríl 10, 2006

Sjálfstætt fólk..

Sáuð þið Sjálfstætt fólk í gær? Hvað er að manninum... er einhver sem veit það...?

Unnur Birna var hjá honum og ég verð nú að segja að stúlkan er svakalega sæt, það er eitthvað svo mikið við hana!! Maðurinn kom nú með margar fáranlegar spurningar en sú besta var:

"leynist smá búkolla í þér?"

Muahahahahaha hverskonar spurning er þetta? Þetta er svona svipað spurningunni sem Linda P. fékk: "Finnurðu fyrir spendýrinu í þér?" eða eitthvað álíka, man ekki alveg hvernig hann orðaði þetta en það er greinilega eitthvað ekki alveg í lagi í toppstykkinu á manninum!!