PEACE

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Ég stinka víst...

Ég stinka víst í íslenskunni... ég hef alltaf haldið að maður mætti segja sinnhvorn í stað sitthvorn og jiii hvað hún nafna mín er búin að bögga mig á þessu haha en þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem ég bulla bara, held þetta séu afleiðingar þess að hafa búið í of mörgum löndum :s

Þið verðið bara að hlæja með mér (að mér) þegar þið rekist á svona vitleysur á blogginu mínu :)En ég fer allavega ekki í sólbað til að næla mér í C-vítamín eins og sumir muhahahahaha :o)

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Myndir

Ég setti inn nokkrar myndir sem við tókum í Prag :)

mánudagur, apríl 11, 2005

Til hamingju mamma gamla ;)

Já ég vil bara óska henni móður minni til hamingju með verðskuldaðan sigur - hún sver sig í ættina með ótrúlegum hlaupastíl (flottum ofcourse) og thunder speed :þ

Desperate houswifes

Oh ég er húkt, þetta eru bara bestu þættirnir sko ;)

Ég tók einu sinni prófið hver ert þú, áður en ég byrjaði að horfa á þá og ég reyndar tók það í flýti skoðaði ekkert almennilega möguleikana - áhuginn "minimum" þar sem ég vissi ekkert hvað þetta var. Jæja ég var Bree og hugsaði með mér þegar ég sá fyrsta þáttinn að það kæmi ekkert svo á óvart, ég er allavega með þetta "það þarf allt að vera hreint og fínt" gen í mér...

Rebekku vinkonu minni fannst þetta nú ekki alveg passa en hún var búin að sjá fleiri þætti, sagði að ég væri líkari Susan og núna þegar ég er búin að sjá nokkra er ég eiginlega sammála því...
Fór því og tók prófið aftur og ég mundi ekki eftir einni spurningu þarna..... kannski þeir séu bara komnir með nýjar... allavega þá kom út núna að ég er eins og Susan hahaaha enda er ég með eindæmum misheppnuð eins og hún, sé mig oft fyrir mér þegar hún er að lenda í þessum óhöppum sínum ;)

Verst að ég lít ekki ÚT eins og hún.... DAMN það væri sweet!

Hver ert þú? http://www.abc.go.com/primetime/desperate/quiz/index.html

Ég er eitthvað skrýtin...

Mér var bent pent á það um daginn að ég væri pínu skrýtin... alltaf þegar fólk er að segja mér frá vandamálum sínum og áhyggjum þá hlæ ég víst eins og fáviti.... :s

Þegar ég hugsa út í þetta þá er þetta víst alveg rétt og ég veit ekkert hversvegna ég hlæ svona mikið þegar fólk er að segja mér áhyggjur sínar og vonbrigði..... frekar neyðarlegt bara ef ég á að segja eins og er. Ég brosi nú bara við að skrifa þetta svo ef ég væri þið væri ég bara ekkert að segja mér frá hræðilegum hlutum sem þið þurfið að koma frá ykkur, finnið einhverja aðra og minna skrýtna vinkonu til þess...