PEACE

föstudagur, apríl 29, 2005

Veikindi ofaná veikindi :(

Æi litla snúllan mín er veik - eina ferðina enn :( Ég held hún sé búin að vera eitthvað veik í hverjum einasta mánuði síðan um áramót, ég sver það!! Hún fékk hlaupabóluna í byrjun jan og svo í lok jan/byrjun feb, mars og byrjun apríl þá fékk hún eyrnabólgu sem hún þurfti pensillin við og þessu fylgir alltaf mikill hósti og þegar hún hóstar svona mikið á nóttunni þá ælir hún alltaf svo við erum orðin ansi æfð í því að skipta um útæld kodda og sængurver á nóttunni.... bjakk.

Nú er hún orðin lasin í annað skiptið núna í apríl, var með mikinn niðurgang í gær og ældi allt rúmið okkar út í nótt - pínu fyndið að við Gunni vorum sko bæði stokkinn á fætur áður en hún náði að klæra æluna held ég, já maður er farin að þekkja þetta hljóð *hrollur* og lyktin - maður lifandi :´( Og henni er búið að vera illt í maganum í dag litla ljósinu, æ æ hvað maður finnur til með henni en hún er ekki með hósta í þetta skiptið og ekki hita sem er mikill plús en það er nú samt fátt verra en að vera með magapest - nema kannski eyrnabólgan!!

Og úff ég fæ svo mikinn móral gagnvart vinnunni, við Gunni reyndar skiptum þessu yfirleitt alveg á milli okkar, hann var heima í morgun og ég eftir hádegi og stundum geta mamma og Dæja reddað okkur. Svo er ég súper heppin með yfirmann hvað þetta varðar, hún skilur þetta líka svo vel því hún er í sama pakka með barn á sama aldri - þvílíkur munur að fá ekki illt augnráð og pirring þegar maður tilkynnir að því miður þurfi maður að fara heim snemma.... Svo þetta er alls ekkert stórmál en samt finnst mér þetta alltaf svo leiðinlegt og líður líka aðallega illa fyrir hönd litlu snúllunnar minnar, ætla með hana fljótlega til læknis og láta skoða hana þegar hún er heilbrigð til að sjá hvort allt sé ekki örugglega eins og það á að vera!! Læknirinn sem ég fór síðast til sagði þetta reyndar eðlilegt með eyrun og að þetta væri nú örugglega síðasti veturinn sem við þyrftum að standa í þessu - God I hope so!!

En þetta fær mann til að hugsa til langveiku barnanna, Guð hvað þau eiga hryllilega erfitt sem og fjölskyldur þeirra, úff :'( Ég má þá þakka fyrir að þetta er nú einungis einn og einn dagur í mánuði - já maður gleymir stundum að þakka fyrir það hvað maður hefur það í raun rosalega gott. Ég ætla að styðja við litla drenginn sem ég sá að verið er að safna fyrir, hér er síðan hans http://www.medferd.com/Benjamin/ oooo hann er svo ótrúlega duglegur sem og öll hans fjölskylda!!

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Leti og línuskautar

Úff ég var svo löt í gær, nennti bara ekki út að labba svo ég ákvað að vera góð við sjálfa mig og dreif mig bara á línuskautana í staðinn!! Gullfiska minnið eitthvað að stríða mér þarna því ég var búin að steingleyma að það er miljón sinnum meira púl að skauta en labba, en það er líka skemmtilegra ;)

Og svo spáði ég mikið í það á leiðinni hvort ég ætti að þora í STÓRU brekkuna þegar að að henni kæmi svona fyrsta skiptið á skautum þetta sumarið... þegar að brekkunni kom þá kom í ljós að þetta er nú varla brekka, meira svona halli..... hmmm já gullfiskurinn - again! Jæja brunaði niður og þvílíkt fjör en á bakaleiðinni hélt ég að ég myndi hreinlega andast á leiðinni upp brekkuna/hallann, úff þvílíkt púl :s

Held ég labbi bara í kvöld muhahaha :þ

mánudagur, apríl 25, 2005

Vorlyktin

Mmmm er einhver lykt betri en vorlyktin...? Jú kannski vorlyktin blönduð sjávarilminum ;) Var úti að labba- já göngugarpurinn er kominn af stað að nýju muhahaha og loftið var bara ótrúlegt, ringdi aðeins á leiðinni sem gerði það enn ferskara og þegar maður andaði að sér þá bara fann maður þennan ótrúlega ilm af grasi og sjó og váá hvað ég komst í gott skap, sumarið er sko að koma :þ Ég mætti örugglega hálfum Grafarvoginum á göngunni, fleiri sem nýttu góða veðrið í að hreyfa á sér rassgatið hehe ;)

Annars bara fátt í fréttum, allir á þessum bæ sprækir að vanda ;)