PEACE

fimmtudagur, júní 09, 2005

Góðan fimmtudag!

Ég fór loks í fitumælingu í gær í ræktinni, er búin að reyna að fá mælingu í rúma viku en það kom alltaf eitthvað uppá... Svo þetta eru í raun ekki niðurstöður eftir hálft námskeið heldur eftir rúmar 5 vikur en ég var ágætlega sátt, búin að missa 2% fitu! Kennarinn sagði að þetta sýndi að kílóin sem eru farin séu fita en ekki vökvi og að þetta væri bara stórfínn árangur... svo ég ætla bara að vera sátt og halda áfram að taka þetta hægt og bítandi en örugglega :O) Er farin að finna mun á buxum og pilsum sem er auðvitað best af öllu, þar var aðal markmiðið, að ná mér niður í einni fatastærð allavega ;)

Dreif mig svo heim að horfa á Despó sem við brenndum í afmælinu hjá Lilju, við horfðum á síðustu 3 þættina í gær og bu-hu-hu ég trúi ekki að við séum búin með seríuna, þetta eru svo GEGGJAÐIR þættir :´( En nú er bara að bíða eftir næstu þáttum fram á haust, ég bíð súperspennt! Despó gerði það að verkum að ég fór að sofa seint og er því sybbin í dag *geisp*, held ég kveðji því bara í bili!

þriðjudagur, júní 07, 2005

SVEFN

Ég þarf svefn, og MIKIÐ AF HONUM!! Svaf lítið þarsíðustu nótt eða bara í ca.5 tíma og þegar ég kom heim úr leikfimini í gær var ég bara búin á því!! Fór því bara upp í rúm kl.20:45 og SOFNAÐI, jebb ég þurfti bara að bæta upp fyrir nóttina áður og vaknaði svo endurnærð í morgun, hefði þó alveg getað sofið meir... ég get sofið endalaust!

Gunnar aftur á móti virðist geta lifað án svefns, ég get svo svarið fyrir það ég bara skil ekki hvernig fólk getur funkerað sem sefur svona lítið.... en hann fer létt með það! Vildi að ég hefði þennan hæfileika því þá myndi ég ná að gera svo miklu miklu meira..... kemur kannski með ellinni muhahahaha

mánudagur, júní 06, 2005

Nóg að gera!

Það var sko nóg að gera þessa helgi!! Á föstudaginn fór ég í keilu og út að borða með vinnunni, keilan var fín en matardæmið út úr KÚ!! Mættum á svæðið rétt fyrir kl.21 og fengum matinn kl.23:00 JÁ ÞIÐ LÁSUÐ RÉTT, KL.23:00!!!!!!! Hver er svangur kl.23:00...? Ja, ég var allavega ekki lengur í stuði fyrir lúðu, hvað þá of steikta, bragðlausa vonda smálúðu ? OJ :( Held ég sé bara hætt að fara út að borða, það er ekkert að ganga of vel hjá mér....

Á laugardaginn þegar ég kom heim úr ræktinni var Gunnar byrjaður í einhverju hreingerningarkasti, hann var búin að þrífa allt herbergið hennar Önju, sem var sko í RÚST og var byrjaður á dósum og blöðum til að fara með í Sorpu! Það þýddi nú ekkert að ætla að horfa bara á hann þannig að ég tók mig til og þreif ALLAR rimlagardínurnar sem er sko VIBBA leiðinlegt. Þreif síðan alla gluggana að innan og Gunni þreif þá alla að utan sem og húsið sjálft!! Vökvuðum allar plöntur úti og plöntuðum nokkrum í viðbót og ég umpottaði öll inniblómin! Já og ekki nóg með það heldur var tekið til og þurrkað af öllu inni og íbúðin skúruð og skrúbbuð hátt og lágt, engin SMÁ dugnaður sko, held að íbúðin hafi sjaldan verið jafn skínandi bara :o) Og þar fyrir utan þá blésum við lofti í sundlaugina hennar Hafdísar Önju minnar og það tók nú bara 1,5 tíma held ég, úff engin smá vinna enda ætlar Gunni að kaupa einhverja rafmagnspumpu að mér skilst ;)

Í gær var svo bara rólegheitadagur, skrapp nú samt í bíó með Mæju og sá Monster in law sem var bara hin ágætasta afþreying :o)