PEACE

föstudagur, desember 28, 2007

ÞETTA ER YNDISLEGT LÍF :)

Jeminn hvað maður er búinn að hafa það gott :o) Algjörlega fullkomin jól, svona fyrir utan íbúðina en iss við erum búin að læra að láta hana ekki pirra okkur :) Innréttingar nást sem sagt ekki fyrir áramót svo við höfum bara eitthvað að hlakka til eftir fríið!

Maður er búin að liggja eins og skata og borða á sig gat alla daga, úff púff. Ágætt að geta sagt að bumban stækki vegna barnsins muhahaha :) Næstu 4 kvöld eru síðan matarboð (búin að fara í 3) svo ekki kemur ástandið til með að batna... but I LOOOVE IT, gerist bara ekki betra :) Líka svo æðislegt að vera í fríi með fjölskyldunni þar sem þessar 2,5 vika sem ég tók í sumarfrí fóru eingöngu í ógleði og viðbjóð -sko kærkomið að slaka á með famelíen ;) Erum reyndar aðeins búin að vinna í íbúðinni, aðallega Gunni reyndar sem er búin að vera að tengja, setja saman, hengja upp osfrv. en ég málaði svefnherbergið og hengdi upp myndir þar og er bara stolt af afrakstrinum!

Jólagjafirnar voru ekki af verri endanum þetta árið frekar en fyrri ár :) Jiii fékk svo margt fallegt, takk æðislega fyrir mig allir! Upp úr stóð þó gjöfin frá eiginmanninum, bara sætastur þessi elska :o)

Jæja best að fara og fá karlinn til að slaka aðeins á og kíkja með mér á imbann. Erum algjörlega búin að snúa sólarhringnum við, hlakka ekki til að þurfa að vakna í vinnu... oh tíminn líður alltaf svo hratt og þá sérstaklega þegar maður er í fríi! Best að njóta þess þeim mun meira meðan það varir muhaha :o)

sunnudagur, desember 23, 2007

GLEÐILEG JÓL

Ég vil byrja á að óska henni Dæjuömmu minni innilega til hamingju með daginn en hún er orðin sjötug konan og glæsileg sem aldrei fyrr :o)

Annars ætlaði ég bara að kasta á ykkur smá jólakveðju, allir komnir í jólaskapið hér á bæ enda ekki seinna vænna :) Búið að henda upp jólatréinu og skreyta það með aðstoð heimasætunnar, búið að kaupa allar gjafir (allavega ég, bóndinn á eitthvað smá eftir skilst mér...), þarf ekkert að þrífa þar sem hér er allt í drasli hvort eð er (fínt að losna við það stress :) og jólin bara á næsta leiti.

Við tökum langt frí fjölskyldan saman, ætlum að vera í fríi milli jóla og nýárs, nema svo ólíklega vilji til að byrjað verði á að setja upp innréttingarnar á föstudaginn næsta. Þá ætlum við að kíkja bara í vinnuna á meðan smiðirnir púla hérna heima en við eigum nú ekki von á að það gerist svo við sjáum fram á 11 daga afslöppun með tilheyrandi áti og sjónvarpsglápi... mmmmm... :þ

Hafið það súpergott öll q:o)