PEACE

föstudagur, nóvember 23, 2007

VIKULOK

Jæja þá er vikan á enda. Kom smiðurinn í vikunni? NEI en honum var lofað daglega. Kom píparinn í vikunni? NEI en honum var líka lofað daglega. Kom rafvirkinn? GETTU.

Það kom sem sagt enginn þessa vikuna nema þeir komi á eftir/í kvöld og ég sé það ekki gerast.

Fékk þær fréttir í dag að innréttingum seinkar. FRÁBÆRT. Ekki hægt að gefa samt dagsetningu á þær... enn meira frábært!!

Fékk einnig þær fréttir í dag að gardínum seinkar. Efnið sem þær eru búnar til úr var víst búið og það bara var að koma í hús....!! Ó - hvenær verða þær tilbúnar? "Ja þið farið bara í körfuna" var svarið sem ég fékk við þeirri spurningu. Hef ekki hugmynd um hvað það þýðir.

Góða helgi allir.

miðvikudagur, nóvember 21, 2007

Útilegulíf

Já útilegulífið heldur áfram, frekar erfitt hjá fólki sem ekki er mikið fyrir útilegur... :)

En þetta smá mjakast, ég er komin með sjónvarp (sem virkar þó illa..) og internet!

Vatn á vaskahús og sturtutenging áttu að koma á mán, svo í gær og nú í dag. Smiður og rafvirki áttu líka að koma í gær og nú í dag - spennandi að sjá hvort það rætist. Ég hef litla trú.

Gunni greyið er með verkefnalista á hverjum degi eftir vinnu. Hann er búinn að hengja upp öll ljós í gangi og stofu og var það sko margra klst verk þar sem þau voru víst frekar flókin og þurfti að bora þau öll upp.

Í gær þurfti svo að bora í flísarnar inni á baði til að hengja upp hanka, wc-rúlluhaldara ofl. og hafðist það fyrir rest en flísarnar voru ekkert alveg að gefa sig sko, harðger andsk...

Og svo tekur við að hengja upp ljós í herbergjum en það er víst lítið mál þar sem ekki þarf að bora fyrir þeim, karlinn er víst orðinn þreyttur á bornum :)

Ég reyni nú líka að gera mitt, er búin að moppa alla veggi eftir vinnu þar sem þeir eru svo rykugir og því mjög þurrt loft í íbúðinni. Keypti líka eitt stk. rakatæki svo þetta er allt að koma :) Gunni ætlar að renna yfir loftin líka við tækifæri þar sem ég næ víst ekki svo hátt upp..
Ég er búin að vera að dúlla mér við að hengja upp myndir og svona aðeins að reyna að gera kósý en svo koma hlutir eins og stór spegill sem ekki duga naglar á og steypuveggir sem neita að láta negla í sig og þá þarf Gunni að mæta með borinn svo þau verkefni bíða aðeins. Ég þoli ekki að geta ekki klárað þetta sjálf - held ég verði bara að læra á borinn!!

En Jesús hvað ég get ekki beðið eftir innréttingunum. Bara get ekki beðið. En bíð þó :)

mánudagur, nóvember 19, 2007

NEVER EVER AGAIN.

Ég flyt aldrei aftur. ALDREI. Allavega 100% ekki í hús sem ekki er tilbúið þegar ég býð í það!!

Síðasta vika var hell, hreint út sagt algjör hörmung.

Við áttum nú að fá íbúðina afhenta tilbúna (fyrir utan innréttingar) 1.nóv. Það dróst þó nokkuð en við sögðum að þann 13.nóv yrði hún bara að vera tilbúin þar sem við þyrftum að hreinsa okkar út þá.

Þann 13.nóv hittum við fast.salana og sýndum þeim að reikningsdæmið sem þeir höfðu sett upp og þinglýst án okkar vitundar (skilyrt veðleyfi eða e-ð álíka) stóðst ekki alveg (við fengum þessa pappíra frá bankanum, ekki þeim) þar sem innréttingarnar voru ekki þarna inni og ekki til fyrir þeim þegar búið var að greiða alla þessa reikninga... úps!! Þeir sögðust ganga í málið og að við ættum samt að flytja inn um kvöldið, þessu yrði reddað.

Ég hringi í verktakann um kl.14 og spyr hvort allt sé til ég sé að koma kl.18 með fullan bíl af dóti og flutningamenn. Hann hélt það nú, allt á fullu og allt að gerast.

Kl.18:30 mætum við og viti menn. ALLT RAFMAGNSLAUST OG ENGIN HITI Á HÚSINU OG ALLT Í DRASLI. Fokk. Fokkk. Fokk.

Gunnar hringir í verktakann og úps... I did it again. Hann hafði ekki borgað rafmagnið og gátu rafvirkjar, pípulagningamenn og þrifliðið því ekki klárað... hann lét fast.söluna vita en viti menn það lét enginn okkur vita.. Minn heittelskaði sem ég er búin að þekkja í næstum 14 ár varð reiður í fyrsta sinn síðan ég kynntist honum. Já hann varð sko REIÐUR og mönnum var sagt að redda þessu eins og skot. Síðan tók hann allt dótið sem var í íbúðinni og henti því út í gám.... þetta var sem sagt dót sem verktakinn átti (ekki drasl heldur verktakadót.. næstum það sama samt :) og hann sagði honum að sækja það um kvöldið ef hann vildi og þá út í gám, það færi út úr íbúðinni allavega núna... það er enn úti í gám og eflaust ónýtt núna næstum viku síðar!! Síðan fluttu menn dótið okkar inn í íbúðina í myrkri og kulda... æðislegt alveg!! Eftir það var farið til nágrannnanna og boðið upp á pizzur og þegar þær kláruðust var loksins komin einhver frá orkuveitunni til að redda hlutunum en við gistum ekki uppfrá þessa nótt og ekki næstu nætur heldur...

Við gistum í fyrsta sinn á laugardagsnótt og það fer bara nokkuð vel um okkur. Við erum þó enn ekki með rafmagn í eldhúsi (enda vantar innréttinguna svo það skiptir ekki máli), erum ekki með vatn í vaskahúsi sem er bras því ég er með fjall af óhreinum þvotti, erum ekki með TV, síma eða internet (kemst víst í lag í dag...), erum ekki með tengda sturtu og enga vaska - svo baðið er notað til að þvo sér, þvo upp, þvo tennur osfrv osfrv, erum ekki með neina skápa (sem þýðir föt út um allt), ekki með neinar gardínur (koma vonandi í lok vikunnar eða byrjun næstu) svo það má eiginlega segja að við búum í hálfgerðu tjaldi og það lagast ekki almennilega fyrr en innréttingar varða komnar upp sem verður vonandi í kringum 12.des.

Fjármálin eiga þó að vera komin á hreint.. það rétt marðist því það kom í ljós að fast.salan tók ekki heldur eftir því að það voru 611 þús kr. gjaldfallnar á láni sem við tókum við... þeir sögðu þetta uppgreiðslugjald vegna þess að við greiðum slatta inn á lánið (mér fannst það spes þar sem það er ekki uppgreiðslugjald á þessu láni...) en þegar ég skoðaði pappírana þá sá ég að þetta var uppgreiðslugjald vegna gjaldfallinna gjalddaga... smá munur þar á þar sem ég á ekki að greiða það!! Þá þurfti að finna peninga fyrir því þar sem sá sem við kaupum af á eitthvað lítið af lausafé... og það hafðist - eða við kjósum að trúa því að þetta sé allt komið :)

Býð ykkur í heimsókn eftir jól :) Þá er ég búin að jafna mig á þessu rugli og allt vonandi orðið eins og það á að vera ;) Jafnvel kominn pallur en mér skilst að smiður sem okkur var bent á geti gengið í það mál fljótlega... ég tek því þó með fyrirvara hehe enda nóg að pallurinn verði kominn upp í mars þegar ég fer í fæðingarorlof - nenni ekki að vera með iðnaðarmenn inni á mér í orlofinu.