PEACE

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Þurrkast þetta út ??

Síðasta blogg þurrkaðist nenfnilega út vegna drykkju bloggarans.... *roðn*

Úff erum í spaða 7-u og það er verið að taka mig í rassgatið sem fyrri daginn... búið að vera að því síðan kl.5 í dag.... kl.3 að íslenskum tíma ;)

Hmmm veit ekki alveg hvað skal skrifa.... en allavega þá erum við í þvílíku stuði eins og alltaf... hér þarf enga sól - bara vodka ;) Kannist þið við hljósveitina Keane? Ég er svo að fíla þessa hljómsveit hún er sko alltaf á fóninum... gengur illa að blogga svo ég held bara áfram að hlussta á Keane - heyrumst =)

Sólin sveik okkur ;(

Já sólin sveik okkur í dag, það var búið að ákveða að eyða deginum í dag í sólabaði en það var nú bara lítið um sól í dag :( Iss við fórum bara á pöbbarölt í staðinn og skemmtum okkur stórvel sérstaklega þar sem maður var ekkert búin að borða og á pöbb númer 2 var bjórinn farinn að kippa vel í ;) Við Rebba þokkalega sáttar við það mar hehe ;)

Fengum okkur síðan að borða og kíktum svo á róló með dömuna með smá drykkjarnesti með okkur ;) Og núna á að rölta niður í bæ og fá sér kínverskan - á GEÐVEIKUM STAÐ og nokkra öllara áður en rölt verður heim í partý ;) Heppin að hafa barnapössun -ha? ;)

Á morgun er planið aftur sólbað enda spáð 20° hita og sól - vonum að það gangi eftir svo að við getum látið renna af okkur ;)

Hejsan

mánudagur, ágúst 23, 2004

Fullur ;)

Já nú er mann bara fullur að blogga sko ;) Hér í Grevenmacher er spiluð Gúrka á kvöldin yfir Sangríu, Breezer og bjór á kvöldin :) Ódýri bjórinn er sko á 20 kr. hálfur líter muhahahahaahahahah muhahahahahahahahahhaah strákarnir eru svo ánægðir með þetta, við dömurnar drekkum sko ekkert á innan við 100 kallinn :þ

Sólin skein fyrripart dags í dag.. ekkert að marka spárnar á netinu, hér er aldrei spáð sól en hér er nú samt alltaf sól ;) Fórum því í sund og sleiktum sólina og svo þegar skýjin fóru að hrannast upp var skroppið í verslunarleiðangur - mitt uppáhald vú hú ;) Hér er ALDREI dauð stund sem er eitthvað fyrir mig, ég er svo EKKI að nenna að hanga og gera ekki neitt... er ofvirk eins og stundum hefur verið bent á :)

Hey hinir voru að springa verð að halda áfram að spila... ég spring sko alltaf fyrst og hef þá lausan tíma.. .skrifa kannski meira næst ;)

Lúxuslandið ;)

Jæja er mætt í Lúxuslandið og hér er sko geggjað að vera ;) Hef sett ferðasöguna inn á síðu stelpunnar, lendum í ævintýrum á hverjum degi! Er núna að leita að sundlaug þar sem okkur langaði að kæla okkur aðeins (steikjandi sól og hiti hér) en þar sem Eva er ekki á msn þá nenni ég ekki að hanga við tölvuna... over and out

María speaking from Grevenmacher :)